Samkeppnismál Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. Innlent 8.10.2025 09:06 Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Innlent 7.10.2025 19:13 „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Hagfræðingur segir ljóst að mögulegur samruni Íslandsbanka og Skaga muni taka enn meiri tíma en ella vegna anna hjá Samkeppniseftirlitinu sem er nú með nokkur mál til skoðunar. Töluverður fjöldi starfa muni tapast við samrunann en neytendur verða fyrir takmörkuðum áhrifum. Viðskipti innlent 6.10.2025 12:21 Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Viðskipti innlent 30.9.2025 12:19 Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. Innlent 29.9.2025 23:02 Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu. Flugmaður Icelandair hafi vegið að Play með dylgjum um starfsemi, stöðu og horfur og spáð endalokum félagsins. Ófræging flugmannsins hafi grafið undan trausti almennings til Play. Viðskipti innlent 29.9.2025 18:42 SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23.9.2025 20:46 SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23.9.2025 18:03 Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ Innherji 21.9.2025 12:53 Eftirlitið veður í Veðurstofuna Samkeppniseftirlitið hefur sent Veðurstofu Íslands erindi þar sem brýnt er fyrir Veðurstofunni að halda samkeppnisrekstri stofnunarinnar rækilega aðskildum frá annarri starfsemi og birta upplýsingar um aðskilnaðinn opinberlega. Viðskipti innlent 18.9.2025 11:25 Árni Páll verður áfram í stjórn ESA Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, mun fá annað fjögurra ára tímabil í stjórn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Innherjamolar 15.9.2025 11:33 ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 19:30 Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07 Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kvörtunar í garð Nasdaq Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur fyrir því að beita íhlutun vegna kvörtunar frá Verðbréfamiðstöð Íslands gagnvart háttsemi Nasdaq CSD er tengist skilyrðum sem það setur fyrir flutningi verðbréfa. Innherjamolar 11.9.2025 15:39 Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila. Innherji 6.9.2025 12:56 „Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni. Innherji 29.8.2025 15:56 Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Viðskipti innlent 20.8.2025 18:05 Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43 Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Innherjamolar 18.8.2025 13:18 Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09 Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Alþýðusambandið stendur við ummæli sín um meint samráð olíufélaga en segja það hafa verið gert í þegjanda þófi. ASÍ hafnar alfarið ásökunum forstjóra N1 um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun sinni um innlent olíuverð. Neytendur 15.8.2025 15:18 Vísar ásökunum um samráð á bug Framkvæmdastjóri N1 vísar ásökunum um verðsamráð olíufélaganna á bug. Í greiningu ASÍ kemur fram að bensínverð á Íslandi lækki mun hægar en heimsmarkaðsverð. Neytendur 14.8.2025 21:02 Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Innlent 14.8.2025 17:40 Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Innlent 14.8.2025 14:57 Míla gerir aðra atlögu að því að kaupa ljósleiðarafélag í Vestmannaeyjum Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu. Innherji 26.7.2025 12:47 Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. Viðskipti innlent 15.7.2025 18:46 Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags. Innherji 15.7.2025 11:44 Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7.7.2025 21:26 Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans. Viðskipti innlent 3.7.2025 15:58 Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Bensínverð á Íslandi hefur lækkað um rúm tvö prósent á sama tíma og olíutunnan hefur lækkað um tíu prósent frá áramótum. Alþýðusamband Íslands segir að lækkun á innkaupaverði olíufélaganna hafi þannig ekki ratað í smásöluverð hér á landi. Viðskipti innlent 30.6.2025 10:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 19 ›
Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. Innlent 8.10.2025 09:06
Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Innlent 7.10.2025 19:13
„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Hagfræðingur segir ljóst að mögulegur samruni Íslandsbanka og Skaga muni taka enn meiri tíma en ella vegna anna hjá Samkeppniseftirlitinu sem er nú með nokkur mál til skoðunar. Töluverður fjöldi starfa muni tapast við samrunann en neytendur verða fyrir takmörkuðum áhrifum. Viðskipti innlent 6.10.2025 12:21
Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Viðskipti innlent 30.9.2025 12:19
Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. Innlent 29.9.2025 23:02
Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu. Flugmaður Icelandair hafi vegið að Play með dylgjum um starfsemi, stöðu og horfur og spáð endalokum félagsins. Ófræging flugmannsins hafi grafið undan trausti almennings til Play. Viðskipti innlent 29.9.2025 18:42
SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23.9.2025 20:46
SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23.9.2025 18:03
Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ Innherji 21.9.2025 12:53
Eftirlitið veður í Veðurstofuna Samkeppniseftirlitið hefur sent Veðurstofu Íslands erindi þar sem brýnt er fyrir Veðurstofunni að halda samkeppnisrekstri stofnunarinnar rækilega aðskildum frá annarri starfsemi og birta upplýsingar um aðskilnaðinn opinberlega. Viðskipti innlent 18.9.2025 11:25
Árni Páll verður áfram í stjórn ESA Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, mun fá annað fjögurra ára tímabil í stjórn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Innherjamolar 15.9.2025 11:33
ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 19:30
Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07
Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kvörtunar í garð Nasdaq Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur fyrir því að beita íhlutun vegna kvörtunar frá Verðbréfamiðstöð Íslands gagnvart háttsemi Nasdaq CSD er tengist skilyrðum sem það setur fyrir flutningi verðbréfa. Innherjamolar 11.9.2025 15:39
Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila. Innherji 6.9.2025 12:56
„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni. Innherji 29.8.2025 15:56
Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Viðskipti innlent 20.8.2025 18:05
Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43
Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Innherjamolar 18.8.2025 13:18
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09
Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Alþýðusambandið stendur við ummæli sín um meint samráð olíufélaga en segja það hafa verið gert í þegjanda þófi. ASÍ hafnar alfarið ásökunum forstjóra N1 um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun sinni um innlent olíuverð. Neytendur 15.8.2025 15:18
Vísar ásökunum um samráð á bug Framkvæmdastjóri N1 vísar ásökunum um verðsamráð olíufélaganna á bug. Í greiningu ASÍ kemur fram að bensínverð á Íslandi lækki mun hægar en heimsmarkaðsverð. Neytendur 14.8.2025 21:02
Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Innlent 14.8.2025 17:40
Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Innlent 14.8.2025 14:57
Míla gerir aðra atlögu að því að kaupa ljósleiðarafélag í Vestmannaeyjum Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu. Innherji 26.7.2025 12:47
Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. Viðskipti innlent 15.7.2025 18:46
Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags. Innherji 15.7.2025 11:44
Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7.7.2025 21:26
Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans. Viðskipti innlent 3.7.2025 15:58
Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Bensínverð á Íslandi hefur lækkað um rúm tvö prósent á sama tíma og olíutunnan hefur lækkað um tíu prósent frá áramótum. Alþýðusamband Íslands segir að lækkun á innkaupaverði olíufélaganna hafi þannig ekki ratað í smásöluverð hér á landi. Viðskipti innlent 30.6.2025 10:56