Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 2. desember 2025 11:02 Eins og fram kom í frétt á Vísi í gær ná um 10 prósent stöðugilda starfsfólks á leikskólum landsins ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Þá eru rúmlega 20 prósent starfsmanna innflytjendur. Erlent starfsfólk hefur að miklu leyti verið mikilvægur hlekkur í að leysa langvarandi mönnunarvanda leikskólanna en hvaða áhrif mun það hafa á komandi kynslóðir ef íslenskt málumhverfi er ekki til staðar fyrir okkar allra minnsta fólk? Það er vel þekkt í málvísindum að fyrstu ár lífsins eru lykilatriði í máltöku. Rannsóknir fræðimanna á borð við Eric Lenneberg, Noam Chomsky og fleiri hafa bent á að máltökuskeiðið - tímabil þegar heili barna er sérstaklega móttækilegur fyrir tungumáli - nær frá fæðingu og fram yfir sex til sjö ára aldur. Á þessum tíma tileinka börn sér málkerfi með ótrúlegum hraða og ná valdi á hljóðum, orðaforða, málfræði og setningagerð einungis með því að heyra og nota málið í daglegu lífi. Leikskólaaldur fellur því beint innan þessa viðkvæma og ómetanlega þroskatímabils. Því skiptir máli að börn séu á þessum árum umlukin ríkulegu og meðvituðu málumhverfi þar sem þau heyra fjölbreytta og rétta íslensku. Leikskólinn sem helsti málfarslegi vettvangur barna Staðreyndin er sú að stór hluti ungra barna ver fleiri vökustundum í leikskóla en heima hjá sér. Af þeim sökum er leikskólinn ekki aðeins staður umönnunar og félagsmótunar heldur eitt helsta tungumálaumhverfi barna á máltökuskeiði. Þar skapast tækifæri til samskipta, leikja og málörvunar. Ef ekki er tryggt að leikskólabörn heyri skýra, rétta og markvissa íslensku getur það haft áhrif á orðaforða, lesskilning, sjálfstraust í tjáningu og námsárangur síðar á skólagöngunni. Tungumálið er grunnur allrar menntunar, og því er ekki um aukaatriði að ræða heldur forsendu fyrir jafnri samfélagsþátttöku. Börn innflytjenda: Þegar leikskólinn verður aðaluppspretta málsins Áhrifin verða enn skýrari þegar litið er til barna sem alast upp á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð. Fyrir þau er leikskólinn oft eina íslenska málumhverfið sem þau hafa. Ef það umhverfi er ekki sterkt, fjölbreytt og málfræðilega rétt getur það haft áhrif á möguleika þeirra til að ná tökum á tungumálinu á sama hraða og jafnaldrar þeirra. Máltaka er félagsleg, hún gerist í samskiptum. Börn læra ekki tungumál með því að heyra brotakennda eða ófullnægjandi máltilburði. Þau þurfa ríka málnotkun, fyrirmyndir og örvun. Tungumálið sem lykill framtíðarmöguleika Íslenskan er ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menntun, þátttöku í samfélaginu og framtíðartækifærum barna á Íslandi, hvort sem þau eru fædd hér eða hafa flust hingað. Ef við viljum tryggja að íslenskan lifi, dafni og sé aðgengileg öllum sem búa hér, þá þurfa leikskólar að vera mállega sterk rými með starfsfólk sem hefur fullnægjandi tungumálakunnáttu til að leiða málþroska barna á þessum mikilvægu mótunarárum. Samfélagslegt viðvörunarmerki Það að um 10 prósent leikskólastarfsfólks nái ekki meðalhæfni í íslensku er ekki aðeins tölfræðileg staðreynd, það er samfélagslegt viðvörunarmerki. Á máltökuskeiði barna er ómetanlegt að þau heyri gott mál, fái tækifæri til að nota það og upplifi íslensku sem lifandi hluta af daglegu lífi. Ef við stöndum ekki vörð um íslenskt málumhverfi barna, sérstaklega í leikskólum, stöndum við ekki einungis frammi fyrir málvanda heldur félagslegum, menningarlegum og jafnvel lýðræðislegum vanda til framtíðar. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Innflytjendamál Leikskólar Íslensk tunga Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í frétt á Vísi í gær ná um 10 prósent stöðugilda starfsfólks á leikskólum landsins ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Þá eru rúmlega 20 prósent starfsmanna innflytjendur. Erlent starfsfólk hefur að miklu leyti verið mikilvægur hlekkur í að leysa langvarandi mönnunarvanda leikskólanna en hvaða áhrif mun það hafa á komandi kynslóðir ef íslenskt málumhverfi er ekki til staðar fyrir okkar allra minnsta fólk? Það er vel þekkt í málvísindum að fyrstu ár lífsins eru lykilatriði í máltöku. Rannsóknir fræðimanna á borð við Eric Lenneberg, Noam Chomsky og fleiri hafa bent á að máltökuskeiðið - tímabil þegar heili barna er sérstaklega móttækilegur fyrir tungumáli - nær frá fæðingu og fram yfir sex til sjö ára aldur. Á þessum tíma tileinka börn sér málkerfi með ótrúlegum hraða og ná valdi á hljóðum, orðaforða, málfræði og setningagerð einungis með því að heyra og nota málið í daglegu lífi. Leikskólaaldur fellur því beint innan þessa viðkvæma og ómetanlega þroskatímabils. Því skiptir máli að börn séu á þessum árum umlukin ríkulegu og meðvituðu málumhverfi þar sem þau heyra fjölbreytta og rétta íslensku. Leikskólinn sem helsti málfarslegi vettvangur barna Staðreyndin er sú að stór hluti ungra barna ver fleiri vökustundum í leikskóla en heima hjá sér. Af þeim sökum er leikskólinn ekki aðeins staður umönnunar og félagsmótunar heldur eitt helsta tungumálaumhverfi barna á máltökuskeiði. Þar skapast tækifæri til samskipta, leikja og málörvunar. Ef ekki er tryggt að leikskólabörn heyri skýra, rétta og markvissa íslensku getur það haft áhrif á orðaforða, lesskilning, sjálfstraust í tjáningu og námsárangur síðar á skólagöngunni. Tungumálið er grunnur allrar menntunar, og því er ekki um aukaatriði að ræða heldur forsendu fyrir jafnri samfélagsþátttöku. Börn innflytjenda: Þegar leikskólinn verður aðaluppspretta málsins Áhrifin verða enn skýrari þegar litið er til barna sem alast upp á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð. Fyrir þau er leikskólinn oft eina íslenska málumhverfið sem þau hafa. Ef það umhverfi er ekki sterkt, fjölbreytt og málfræðilega rétt getur það haft áhrif á möguleika þeirra til að ná tökum á tungumálinu á sama hraða og jafnaldrar þeirra. Máltaka er félagsleg, hún gerist í samskiptum. Börn læra ekki tungumál með því að heyra brotakennda eða ófullnægjandi máltilburði. Þau þurfa ríka málnotkun, fyrirmyndir og örvun. Tungumálið sem lykill framtíðarmöguleika Íslenskan er ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menntun, þátttöku í samfélaginu og framtíðartækifærum barna á Íslandi, hvort sem þau eru fædd hér eða hafa flust hingað. Ef við viljum tryggja að íslenskan lifi, dafni og sé aðgengileg öllum sem búa hér, þá þurfa leikskólar að vera mállega sterk rými með starfsfólk sem hefur fullnægjandi tungumálakunnáttu til að leiða málþroska barna á þessum mikilvægu mótunarárum. Samfélagslegt viðvörunarmerki Það að um 10 prósent leikskólastarfsfólks nái ekki meðalhæfni í íslensku er ekki aðeins tölfræðileg staðreynd, það er samfélagslegt viðvörunarmerki. Á máltökuskeiði barna er ómetanlegt að þau heyri gott mál, fái tækifæri til að nota það og upplifi íslensku sem lifandi hluta af daglegu lífi. Ef við stöndum ekki vörð um íslenskt málumhverfi barna, sérstaklega í leikskólum, stöndum við ekki einungis frammi fyrir málvanda heldur félagslegum, menningarlegum og jafnvel lýðræðislegum vanda til framtíðar. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar