Innflytjendamál

Fréttamynd

Mann­úð­legri úr­ræði

Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður hafi mögu­lega fengið sig full­saddan

Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka.

Innlent
Fréttamynd

„Við skulum ekki endur­taka gömlu mis­tökin“

Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök.

Innlent
Fréttamynd

Ung­linga­vanda­málið

Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­læti Hall­gríms Helga­sonar

Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert er „út­lendinga­vanda­málið“?

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendingur eða inn­flytjandi?

Þegar ég heyri orðið útlendingur fæ ég alltaf vonda tilfinningu. Fyrir mér vísar orðið „út-lendingur“ til einhvers sem tilheyrir ekki eða er ekki hluti af samfélaginu, en ekki til einstaklings af erlendu bergi brotinn sem er fullgildur meðlimur samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum ekki slaufunarflokkur“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir skynsemishyggju og innihaldi umfram umbúðum. Hann segir Klausturmálið ekki koma flokknum illa. Það sé þvert á móti traustvekjandi ef það sé eina málið sem fólk geti dregið upp til að draga úr trúverðugleika þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sam­starf um menntun og mót­töku barna af er­lendum upp­runa

Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendingar í eigin landi

Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

„Við biðjum öll fyrir fram­tíð þessa unga efnismanns“

„Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“

Innlent
Fréttamynd

Hall­grímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab

Ég fann fyrir hlýjum stuðningsstraumum þegar Hallgrímur Helgason bað fyrir mér í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn. Skáldið hefur vissulega greint frá því að hann stefni (enn sem komið er!) á að kjósa Samfylkinguna en ekki okkur í Miðflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Innflytjendalandið Ís­land – nokkrar stað­reyndir

Um fimmta hver manneskja, sem býr á Íslandi rekur uppruna sinn út fyrir landsteinanaum áttatíu þúsundum manns. Öðruvísi mér áður brá, kynni einhver að segja og rétt er það að fjölgun innflytjenda hefur verið mjög hröð.

Skoðun
Fréttamynd

Eru mót­töku­skólar málið?

Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls.

Skoðun
Fréttamynd

Menningar­blöndun: Styrkur sam­fé­lagsins

Málflutningur forsætisráðherra í gær um blöndun menningarheima er skaðlegur fyrir samfélagið okkar. Í okkar samfélagi búa tæplega 80 þúsund innflytjendur frá ýmsum löndum. Þannig þessi orðræða hefur gríðarlegan shrif á þennan risa stóra hóp og okkur öll. Ástæða fólksfjölgunar er einfaldlega sú að íslenskt atvinnulíf þarf hæfileikaríkt fólk frá öðrum löndum til að skapa verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

Segir kennara fagna hug­myndinni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu.

Innlent
Fréttamynd

Höfnum gamal­dags að­greiningu

Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­legar lexíur: Jafn­vægi milli sér­kennslu fyrir inn­flytj­endur og fé­lags­legrar sam­þættingar

Menntun barna innflytjenda stendur frammi fyrir einstöku verkefni, þar sem þarf að finna jafnvægi milli sérhæfðs stuðnings og nauðsynlegrar samfélagslegrar samþættingar. Sérskólar eða bekkir sem eru sérstaklega ætlaðir börnum innflytjenda geta veitt þann nauðsynlega stuðning sem þarf til að læra tungumálið, aðlagast menningu og takast á við tilfinningalega erfiðleika.

Skoðun
Fréttamynd

Öðru­vísi Ís­lendingar

Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni.

Skoðun
Fréttamynd

Dag­björt eyddi færslu eftir hörð við­brögð

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk ekki at­vinnu­við­töl vegna kín­verska nafnsins

„Ég hef oft lent í aðstæðum þar sem fólk sem þekkir mig ekki er að hrósa mér og segja mér hvað ég tali rosalega góða íslensku. Ég veit þá ekki alveg hvernig ég á að bregðast við, ég meina ég er fædd á Íslandi þannig að hvaða annað tungumál á ég að tala?“ segir Ósk Hoi Ning Chow sem er hálf íslensk og hálf kínversk. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi hefur Ósk þurft að takast á við ýmsar hindranir fyrir það eitt að bera kínverskt eftirnafn, og þá ekki síst á vinnumarkaðnum.

Lífið
Fréttamynd

Ýmsar á­hyggjur varðandi flótta­menn í JL-húsinu

Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum.

Innlent
Fréttamynd

Yazan og fjöl­skylda komin með vernd

Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra.

Innlent