
Um land allt

Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku
Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi.

Barðstrendingar berjast gegn lokun sveitaskólans
Íbúar á Barðaströnd óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt.

Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta
"Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn."

Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu
Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi.

40 ár frá upphafi Kröfluelda
Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit.

Fótboltamenn ágæt tilraunadýr fyrir hross
Maðurinn notar gjarnan dýr í tilraunaskyni þegar prófa þarf eitthvað nýtt. Það er hins vegar fáheyrt að menn séu notaðir í tilraunum í þágu dýra.

Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma.

Engin ótvíræð vísbending um dularfulla torfbæinn
Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að ráða gátuna um hvar þessi bær var á landinu.

Hvar á landinu var þessi bær?
Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað.

Er þetta konungur íslenskra torfbæja?
Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari.

Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur
Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum.

Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu
Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar.

Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný?
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur.

Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar
Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum.

Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“
"Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember.

Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar
Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi.

Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi
Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins.

Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina
Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni.

Hvaða bergtegund er steinn Íslands?
Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands?

Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka
Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum.

Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði
Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu.

Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn
Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi.

Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester
Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri.

Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness
Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar.

Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey
Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni.

Með sérleyfi á fjöllin fyrir þyrluskíðaferðir
Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi.

Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi
Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn.

Sveitarstjórn auglýsir eftir kaupmanni
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að auglýsa eftir aðila sem er tilbúinn að taka að sér að reka matvöruverslun á Reykhólum.

Matthew svaf Knútsmegin í rúminu hennar Önnu á Hofi
Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna.

Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun
Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna.