
EM 2022 í Englandi

Aftur meiddist markvörður íslenska landsliðsins á æfingu á EM
Það á ekki eftir markvörðum íslenska kvennalandsliðsins að ganga á Evrópumótinu í Englandi því nú er annar markvörður liðsins meiddur eftir æfingu liðsins.

Gleðin við völd á æfingu hjá stelpunum okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Ítalíu
Ísland mætir Ítalíu í gríðarlega mikilvægum leik í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á morgun. Gleðin var við völd á síðustu æfingu fyrir leik en ljóst er að Ísland þarf sigur ætli liðið sér áfram í 8-liða úrslit þar sem ógnarsterkt lið Frakklands bíður í lokaleik riðilsins.

Stelpurnar æfðu ekki á vellinum þar sem þær spila á morgun
Íslensku stelpurnar eru komnar á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn á móti Ítalíu á EM í Englandi en þetta er annar leikur liðsins í riðlinum og leikur sem þær þurfa að vinna ætli þær sér að komast áfram í átta liða úrslitin.

„Hún er virkilega klár og hlý persóna“
Foreldrar miðvarðarins Guðrúnar Arnardóttur eru mætt til Englands til að styðja við bakið á sinni konu eins og þau eru vörn að gera.

Mörkin sem komu Þýskalandi í átta liða úrslit og héldu vonum Danmerkur á lífi
Tveir leikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær, þriðjudag. Þýskaland er komið í 8-liða úrslit eftir 2-0 sigur á Spáni og Danmörk á enn möguleika þökk sé sigurmarki Pernille Harder gegn Finnlandi.

„Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna og það skapar ákveðnar kröfur“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, vildi leggja áherslu á jákvæðu hlutina eftir að hafa fengið að melta jafnteflisleikinn á móti Belgum á EM í Englandi.

Putellas líklega frá út næsta tímabil: HM í hættu
Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona í heimi, sleit krossband í hné rétt fyrir fyrsta leik spænska landsliðsina á Evrópumótinu sem nú fer fram í Englandi. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða aftara krossband í vinstra hné.

Alls ekkert „fake“ hjá stelpunum okkar
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og hún eins og aðrir í hópnum tala vel um andann og stemmninguna í liðinu á EM í Englandi.

Mamma Karólínu er ekki öfundsjúk út í mömmu Gló
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mömmu á Íslandi og hefur síðan fundið sér aðra mömmu úti hjá Bayern München. Báðar mömmurnar eru mættar á EM í Englandi, önnur til að horfa en hin spilar með íslenska liðinu eins og Karólína.

Annað áfall Hollendinga: Sú markahæsta með veiruna
Það ætlar ekki af Hollendingum að ganga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Í fyrsta leik mótsins meiddist aðalmarkvörður liðsins, sem er einnig fyrirliði. Hún verður ekki meira með og nú er ljóst aðVivianne Miedema, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins missir að lágmarki af næsta leik.

Umfjöllun: Þýskaland-Spánn 2-0 | Þýskaland fyrsta liðið til þess að komast í átta liða úrslitin
Þýskaland og Spánn mættust í síðari leik dagsins í B-riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta á Brentford Community Stadium í Lundúnum í kvöld. Þjóðverjar fóru með 2-0 sigur af hólmi og tróna á toppi riðilsins með fullt hús stiga.

Umfjöllun: Danmörk-Finnland 1-0 | Harder hélt lífi í vonum Danmerkur
Danmörk lagði Finnland að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í B-riðli Evópumóts kvenna í fótbolta í dag.

Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd
Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn ellefta leik í sögu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna á móti Belgíu og Sandra Sigurðardóttir hafði verið á bekknum í þeim öllum. Nú fékk hún aftur á móti að standa í markinu í fyrsta sinn.

Er bæði hægri og vinstri hönd Steina
Ásmundur Guðni Haraldsson er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og ólíkt landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni þá hafði Ásmundur reynslu af EM áður.

Sjáðu markaflóðið á Amex-vellinum og mörk Austurríkis
England vann stærsta sigur í sögu Evrópumóts kvenna í fótbolta þegar liðið vann Noreg 8-0. Ótrúleg úrslit þar sem liðin eru ekki langt frá hvort öðru á heimslista FIFA. Þá vann Austurríki 2-0 sigur á Norður-Írlandi.

Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi.

Ólafur um Ceciliu: Svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter
Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en það hefur gengið óvenju mikið á í þeim hóp þótt stutt sé búið af mótinu.

Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi.

Vökvunarkerfið var duglegt að trufla viðtöl blaðamanna: Myndband
Nú er heitt í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búið að spila einn leik á EM og æfði í fyrsta sinn eftir hann.

Fjögur Covid-19 smit á EM
Þýska landsliðskonan Lea Schüller greindist í dag með Covid veiruna og er því komin í einangrun og mun missa af næstu leikjum Þýskalands á EM. Er hún fjórði leikmaðurinn á EM með staðfest smit.

Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins
Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði.

Noregur fór að hátta og England skoraði átta
Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu.

„Hún hefur örugglega elskað þessa athygli“
Sólveig Anna Gunnarsdóttir, móðir Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, fagnaði sextugs afmæli sínu í gær á sama tíma og Ísland og Belgía mættust í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi.

Lykilmenn með sólgleraugu á æfingu stelpnanna okkar í dag: Myndir
Það var rólegt hjá þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem spiluðu mest á móti Belgum í gær.

Búnir að skoða Belgíuleikinn betur og sáu fullt af góðum hlutum
Ásmundur Guðni Haraldsson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu íslenska liðsins á EM í Englandi í dag en þetta var fyrsta æfing liðsins eftir jafnteflið við Belga í gær.

Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með
Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu.

Sjáðu Frakkland salta Ítalíu
Frakkland átti ekki í neinum vandræðum gegn Ítalíu er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á sunnudag. Lokatölur 5-1 eftir að staðan var 5-0 í hálfleik.

Magakveisa herjar á lið Sviss
Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu.

Aðeins tvær þjóðir skotglaðari en okkar stelpur í fyrstu umferðinni á EM
Öll liðin hafa nú leikið einn leik á Evrópumótinu í Englandi en Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu í Manchester í gær.

Berglind hélt uppi hefð Eyjakvenna á EM
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu í Englandi þegar hún kom Íslandi yfir í jafnteflinu á móti Belgíu í Manchester í gær.