Ólympíuleikar 2020 í Tókýó

Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs.

Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19.

Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins
Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni.

Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu
Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram.

Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull
Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.

Stefna bæði hátt á Ólympíuleikunum
Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag.

Japanir tvístígandi varðandi Ólympíuleikana
Aðeins 27% Japana vilja að Ólympíuleikarnir fari fram á fyrirhugðum tíma en þeir verða að óbreyttu haldnir í Tókýó 23. júlí til 8. ágúst. Leikunum var frestað vegna Covid-19 faraldursins en þeir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst sl.

Guðlaug Edda kemst loks til æfinga í Bandaríkjunum
Þríþrautakonan Guðlaug Edda Hannesdóttir heldur loks vestanhafs, til Bandaríkjanna, til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar.

Bara ein kona í nýjum Ólympíuhópi FRÍ
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur myndað sérstakan Ólympíuhóp FRÍ og í honum eru fimm keppendur þar af fjórir karlar.

Heimsmeistarinn dæmdur í tveggja ára bann | Missir af Ólympíuleikunum
Christian Coleman hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa misst af þremur lyfjaprófum í röð. Hann mun þar af leiðandi missa af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

„Þetta er það sem mig dreymdi um“
„Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina.

27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á ÓL í Tókýó 2021 en þeim gæti fjölgað þegar líður nær leikum.

Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika
Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum.

Kastvegalengd Guðna hefði dugað til ólympíugulls
Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum.

Synti yfir alla laugina með fullt kókómjólkurglas á höfðinu
Ólympíumeistarinn Katie Ledecky bjó til nýja áskorun sem vakið hefur talsverða athygli enda þraut sem gæti verið erfitt að leika eftir í sundlaugum heimsins.

Frestun Ólympíuleikana jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara
Frestun Ólympíuleikana í Tókýó er jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara, Hilmar Örn Jónsson, en hann hafði enn ekki náð lágmarki á leikana.

Hafdís best og vill vera þeim yngri fyrirmynd: Hef fundið að ég er ekki sú vinsælasta
Hafdís Sigurðardóttir hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir Ísland, jafnvel með rifinn liðþófa í hné, slegið lífseig Íslandsmet en líka þurft að sætta sig við að vera „einu kreditkorti“ frá sæti á Ólympíuleikum og vera utanveltu í íslenska landsliðinu.

Útséð um að Aron fari á Ólympíuleikana
Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta og mun einbeita sér að nýju starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Hauka.

Hefur æft eins og skepna og hlakkar til að keppa: „Þetta er það sem við lifum fyrir“
Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina.

Sextán ára rísandi íþróttastjarna hrapaði til bana
Framtíðarstórstjarna í klifurheiminum náði bara að verða sextán ára eftir hryllilegt slys í frönsku Ölpunum.

Fari Ólympíuleikarnir ekki fram næsta sumar þá verður þeim aflýst
Ólympíuleikarnir sem fram áttu að fara í sumar hefur verið frestað til sumarsins 2021. Verði þeir ekki haldnir þá verður þeim einfaldlega aflýst.

Sænsk sundstjarna óttast meira svindl í skjóli COVID-19
Sænskur Ólympíu- og heimsmeistari óttast það að þessir tímar séu kjöraðstæður fyrir ólöglega lyfjanotkun í íþróttunum.

Óviss með framtíðina eftir frestun Ólympíuleikanna
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir er ekki viss hvað hún gerir en hún stefndi á að hætta eftir Ólympíuleikana sem nú hefur verið frestað til 2021.

Ólympíuleikarnir fara annað hvort fram næsta sumar eða aldrei
Ólympíuleikunum í Tókýó verður ekki frestað aftur en þetta segir yfirmaður Ólympíuleikanna 2020.

Leikmenn voru hitamældir inn á æfingar hjá Degi: „Ég vildi slútta þessu“
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum.

Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024
Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út.

Svindlarar komast á ÓL í Tókýó
Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum.

Sú sigursælasta mun að öllum líkindum hætta eftir Ólympíuleikana næsta sumar
Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, stefnir á ÓL 2021 áður en kalkið fer endanlega á hilluna.

„Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni
Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni.

Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro.