Viðreisn

Fréttamynd

Niðurgreiðsla sál­fræði­þjónustu verði tryggð

Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári.

Innlent
Fréttamynd

Átta utan­ríkis­ráðherrar for­dæma her­námið á Gasa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýn á að Trump nái árangri með Pútín

Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Flokkarnir dæla milljónum í á­róður á Meta

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega.

Innlent
Fréttamynd

Dvalar­leyfi langtum dýrara í hinum Norður­löndunum

Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bær rann­sókn dóms­mála­ráðu­neytisins

Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Boðar fund um tolla Trumps og ESB

Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Strangari reglur og ný gjald­skrá til að „tempra kraft­mikla fólks­fjölgun“

Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Boðar „norsku leiðina“ í út­lendinga­málum

Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að stjórnar­and­staðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Staða Sjálf­stæðis­flokksins versnar eftir þing­lok

Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Brottfararstöð dóms­mála­ráð­herra komin í samráðsgátt

Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn verði bara að treysta þjóðinni

Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðum er lokið í sumar

Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Strand­veiðar færast frá Við­reisn til Flokks fólksins

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“

Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn.

Innlent
Fréttamynd

Þinglokasamningur í höfn

Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

„Liggur al­veg ljóst fyrir að þetta frum­varp er drasl“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir

Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. 

Innlent