Sigurður Ingi Friðleifsson Umhverfismál á kosningavetri Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti. Skoðun 10.2.2013 20:19 Það eina sem menn eru sammála um? Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, "Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?” þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Skoðun 22.11.2012 21:29 Hræðilegar virkjanir Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skoðun 11.4.2012 17:22 « ‹ 1 2 3 ›
Umhverfismál á kosningavetri Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti. Skoðun 10.2.2013 20:19
Það eina sem menn eru sammála um? Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, "Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?” þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Skoðun 22.11.2012 21:29
Hræðilegar virkjanir Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skoðun 11.4.2012 17:22