Ástin og lífið

Fréttamynd

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Makamál
Fréttamynd

Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn

Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.

Lífið
Fréttamynd

Linda Pé fann ástina á Spáni

Fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur fundið ástina í faðmi spænska folans, Jaime. Parið kynntist á Spáni.

Lífið
Fréttamynd

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum bara venjulegt par“

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir kynntist kærastanum, Alexander Egholm Alexandersyni, fyrir rúmu ári síðan. Fyrsti kossinn átti sér stað í samkvæmi í Garðabæ og segir Svala þau hafa verið óaðskiljanleg síðan.

Lífið
Fréttamynd

Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár

„Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar.

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum

Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur.

Makamál
Fréttamynd

Finnst stundum eins og Almar lifi og sé á leiðinni heim

Veröld Ástu Steinu Skúladóttur hrundi í desember 2021 þegar andleg veikindi drógu Almar Yngva Garðarsson, unnusta hennar, til dauða. Henni líður eins og hún hafi týnt sjálfri sér og finnst sem líf hennar hafi staðið í stað síðan Almar lést. Hún segir minningu hans ekki síst lifa í Eiríki Skúla, fjögurra ára syni þeirra, og þau ætla að hlaupa saman til minningar um hann í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði?

Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Knúsa reglulega bangsa úr fatnaði látins föður

Kona sem missti eiginmann sinn úr krabbameini á sér þá ósk heitasta að fá fólk í lið með sér að sauma persónulega bangsa handa börnum sem hafa misst foreldri sitt. Bangsi sem var saumaður úr fatnaði eiginmanns hennar er knúsaður reglulega á heimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Hittust fyrir til­viljun í flug­vél Icelandair og eru í dag hjón

Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.

Lífið
Fréttamynd

Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina

Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Tengir hjartagalla við það að geta ekki elskað

Hljómsveitin Hipsumhaps var að senda frá sér lagið „Hjarta“. Er um að ræða aðra smáskífu af væntanlegri plötu og er laginu lýst sem „indie-skotnum“ óð til einmana flagara sem veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað að eigin heilsufari, nánar tiltekið hjartanu, þegar kemur að erfiðleikum í málefnum ástarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

„Allir staðir eru rómantískir með réttu mann­eskjunni“

Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 

Makamál
Fréttamynd

„Vorum ekki lengur nafn­laus og í felum í dimmum skúma­skotum“

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu.

Lífið
Fréttamynd

Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna

Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt.

Áskorun
Fréttamynd

„Augna­blik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“

„Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna.

Lífið
Fréttamynd

Urðu ást­fangin í Marokkó

Listaparið Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson eru óumdeilanlega eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman um nokkurra ára skeið en vita fátt betra en að taka frá tíma til að vera bara tvö saman. 

Lífið
Fréttamynd

Redda mér yfir­leitt með raulinu

Tómas Oddur Eiríksson jógakennari og dans þerapisti lýsir sjálfum sér sem góðri blöndu af landafræðinörda, heimsspekifræðingi og áhugamanni um stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir framandi áhugamál er Tómas Oddur vel jarðtengdur en hann segist vera minnst þrettán komma átta milljarðar ára í anda. 

Makamál
Fréttamynd

Létu þjónana missa brúð­kaup­stertuna í gólfið

Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa.

Lífið