Viðskipti

Fréttamynd

Tilraunaskot skekur markaðinn

Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM

Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukin verðbólga innan OECD

Verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, mældist 3,1 prósent í maí. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá apríl. Verðbólga hér á landi mældist 7,5 prósent í maí, samkvæmt OECD. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD en mest var hún í Tyrklandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki

Glitnir banki hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska verðbréfafyrirtækin Fisher Partners Fondkommission. Í tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands segir að bæði fjármálaeftirlitið hér á landi og í Svíþjóð hafi formlega samþykkt kaupin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rætt um stýrivexti í Japan

Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Norkom valið í glæpaviðbúnað

Landsbanki Íslands, Glitnir og Sparisjóðirnir, ásamt Seðlabanka Íslands, hafa samið um not á sérhæfðum hugbúnaði Norkom Technologies til að bregðast við og verjast fjárplógsstarfsemi og peningaþvætti. Í tilkynningu sem Norkom sendi frá sér í gær segir að bankarnir séu með þessu einnig að bregðast við bæði lögbundnum ákvæðum og erlendum kröfum um ásættanlegar varnir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni framleiðni í Bandaríkjunum

Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir spáir 50 til 75 punkta stýrivaxtahækkun

Greiningardeild Glitnis telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,50 til 0,75 prósentustig. Ef af hækkun verður munu stýrivextir Seðlabankans verða á bilinu 12,75 til 13,0 prósent en þeir hafa ekki verið jafn háir í meira en áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Cyntellect hætt við skráningu á iSEC

Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect, sem framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur hætt við skráningu á iSEC markað Kauphallar Íslands. ISEC markaður var opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virði hlutar BAE í Airbus rýr

Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóri FL Group furðar sig á stjórn LV

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, furðar sig á vinnubrögðum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) sem hefur opinberlega auglýst fimm prósenta hlut sinn til sölu. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig þetta þjónar hagsmunum hluthafa og hagsmunum sjóðsfélaga að senda tölvupóst út um allan bæ og bjóða hlutinn með þeim hætti. Að hans mati er aðferðin, sem beitt er við söluna, til þess fallin að setja þrýsting á aðra hluthafa og vekja upp deilur meðal þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tuttugufaldast í virði á einu ári

Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nærri 4,8 milljarða tap á 2. ársfjórðungi hjá Avion

Nærri 4,8 milljarða króna tap varð af rekstri Avion Group á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, sem miðast við 1. febrúar til 30. apríl. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að tapið megi að miklu leyti rekja til gengistaps af erlendum skuldum.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður hækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfarið útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hluthafar styðja yfirtökutilboð Mittal Steel

Rúmur helmingur hluthafa í evrópska stálframleiðandanum Arcelor var mótfallinn samruna við rússneska stálfyrirtækið Severstal á hluthafafundi fyrirtækisins í dag. Meirihluti hluthafa er hins vegar fylgjandi yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bauð hæst í mat með Buffett

Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljónir íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha“, sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eimskip tapaði 1,37 milljörðum

Eimskip tapaði rúmum 1,37 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 496 milljónum króna. Afkoman er í takt við væntingar stjórnenda Eimskips. Starfsemi félagsins er háð árstíðasveiflum og myndast meirihluti af árshagnaði félagsins á síðari hluta rekstrarársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum hækkaði talsvert í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta í 5,25 prósentur. Þetta er 17. stýrivaxtahækkunin í Bandaríkjunum en Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að hækkanaferlið væri brátt á enda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt

Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis.

Innlent
Fréttamynd

Loftleiðir kaupa lettneskt flugfélag

Loftleiðir Icelandic, leiguflugfélag Icelandair Group, hefur gengið frá kaupum á 55 prósentum hlutafjár í lettneska leiguflugfélaginu Latcharter Airlines. Þá hafa Loftleiðir skuldbundið sig til að kaupa félagið að fullu innan ákveðins tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

World Class hyggur á landvinninga í Danmörku

Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót.

Innlent
Fréttamynd

Lánshæfismat Straums-Burðaráss staðfest

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka í kjölfar tilkynningar um nýjan forstjóra og breytingar í hluthafahópi. Fyrirtækið staðfesti langtímaeinkunnina BBB- og segir horfur lánshæfiseinkunna stöðugar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EADS kærir dagblaðið Le Monde

EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólgan skapar óvissu

Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréfaverð hækkaði í morgun

Gengi hlutabréfa hækkað á Norðurlöndunum í morgun eftir lækkanir í gær og nokkrar sveiflur undanfarnar vikur. Aðalvísitalan hækkaði um 1,2 prósent í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í morgun, um 1,4 prósent í Osló í Noregi og í Stokkhólmi í Svíþjóð og um 2,1 prósent í Kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karen Millen vinsæl í Rússlandi

Fáar breskar tískuvöruverslunarkeðjur skila jafn miklum hagnaði á erlendri grundu og Mosaic Fasions, að sögn Dereks Lovelock, forstjóra félagsins. Á síðasta rekstrarári jókst velta félagsins um 41 prósent erlendis. Einkum hafa verslanir undir merkjum Karen Millen og Oasis gengið vel í útrás til annarra landa og er viðbúið að verslunum fjölgi hratt á næstu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Opnum kerfum

Agnar Már Jónsson hefur að eigin ósk sagt upp störfum sem forstjóri Opinna kerfa. Gylfi Árnason, forstjóri móðurfélagsins Opinna kerfa Group, tekur tímabundið við störfum hans. Gylfi gegndi starfinu jafnframt á undan Agnari sem tók við starfinu í nóvember 2004.

Viðskipti innlent