Viðskipti

Fréttamynd

Háfleygi Íslendingurinn

Töluvert hefur verið fjallað um kaup FL Group á Sterling í dönskum fjölmiðlum. Berlingske Tidende birti heilsíðugrein um feril Hannesar Smárasonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterlingmenn úr stjórninni

Pálmi Haraldsson, Jóhannes Kristinsson og Almar Þór Hilmarsson sögðu sig í gær úr stjórn flugfélagsins Iceland Express. Í stjórn félagsins settust í þeirra stað lögmennirnir Einar Þór Sverrisson, Gunnar Jónsson og Hörður Felixson. Jafnframt var tekin ákvörðun um það að fela fyrirtækjasviði KB banka að selja fyrirtækið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki skilaði methagnaði

Íslandsbanki skilaði methagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var um fjórir komma átta milljarðar króna eftir skatta.

Innlent
Fréttamynd

Ben Bernanke tilnefndur sem seðlabankastjóri BNA

George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Ben Bernanke, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke er ætlað að taka við af Alan Greenspan sem hættir snemma á næsta ári eftir ríflega 18 ár í starfi seðlabankastjóra.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling

Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

4,3 milljóna hagnaður Nýherja á fjórðungnum

Hagnaður Nýherja nam 4,3 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Það sem af er ári hefur félagið þá hagnast um 51,4 milljónir. Í uppgjöri félagsins kemur meðal annars fram að tekjur á fjórðungnum hafi verið 1366 milljónir króna sem er þriggja prósenta vöxtur frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögbrot ef rétt reynist

Stjórn Lánasjóðs Landbúnaðarins hefur borist erindi þess efnis að KB banki búi yfir upplýsingum um stöðu og kjör lántakenda hjá sjóðnum og hafi notað þær upplýsingar til að bjóða bændum betri kjör viðskiptabankans. Hjálmar Árnason, formaður lánasjóðsins segir þetta fyrsta dæmi þess að starfsmenn banka misnoti þekkingu sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fons hagnast um milljarða króna

FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group keypti á 15 milljarða

FL-Group hefur keypt lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir fimmtán milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins telur samt að SAS vilji ekki slíta samstarfi. Gengið var frá samningum í dag og greint frá uppstokkun félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður enn í gangi

Viðræður um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling standa enn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, verður eigendum Fons, fjárfestingafélags í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar, greitt með hlutabréfum í FL-Group. Kaupverðið er ekki gefið upp né við hvaða gengi á hlutabréfum í FL-Group verði miðað, náist samningar. Forstjóri SAS hefur sagt að verði félögin tvö sameinuð, muni SAS slíta öllu samstarfi við Icelandair. Verði félögin hins vegar áfram sjálfstæð, geti SAS hugsað sér enn frekara samstarf við Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupverðið 15 milljarðar

FL Group kaupir danska flugfélagið Sterling á 15 milljarða króna. Á næstunni verður farið í hlutabréfaútboð í FL Group upp á 44 milljarða króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum sem enn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group að kaupa Sterling

Viðræður um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Fons eru nú á lokastigi og er búist við að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Ericsson eykst um 22%

Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson nam rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi og jókst því hagnaðurinn um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Ericsson er stærsti framleiðandi þráðlauss fjarskiptabúnaðar í heimi og hafa viðskiptavinir verið að uppfæra búnað sinn að undanförnu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óttast lækkandi íbúðaverð

Viðskiptabankarnir, sem hófu að lána allt að hundrað prósent til íbúðakaupa í fyrra, óttast nú að íbúðaverð kunni að fara lækkandi. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka lánahlutfallið niður í áttatíu prósent til að verja veðhagsmuni sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hámark íbúðalána lækkað í 80%

Landsbankinn hefur lækkað hámark íbúðalána úr 90% í 80% af markaðsvirði eigna. Bankinn segir ákvörðunina tekna í ljósi þess að aðstæður á fasteignamarkaði séu að breytast og ekki sé gert ráð fyrir að áframhald verði á þeim hröðu verðhækkunum sem átt hafa sér stað að undanförnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesta hækkun frá áramótum

Gengi hlutabréfa í Bakkavör Group hafa enn hækkað eftir síðustu kaup félagsins á bresku matvælafyrirtæki og hefur Bakkavör nú slegið Landsbankanum við hvað varðar mestu hækkun í Kauphöllinni frá áramótum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa þrjár Airbus-vélar

Avion Aircraft Trading, dótturfyrirtæki Avion Group, hefur keypt þrjár Airbus-farþegavélar sem breytt verður í fraktvélar. Vélarnar fást afhentar fullkláraðar á næsta ári og byrjun árs 2007 en heildarkostnaður eftir breytingar er 4,3 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Húsnæðisverð lækkar 2007-2008

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hannes í stað Ragnhildar

Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hannes verður forstjóri FL Group

Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group breytt vegna fjárfestinga

Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

P. Samúelsson líklega selt

Fyrirtækið Páll Samúelsson, sem meðal annars selur Toyota-bifreiðar, verður að öllum líkindum selt á næstunni en ýmsir aðilar hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vífilfell kaupir þriðjung í Mjólku

Vífilfell, sem meðal annars framleiðir Coke, hefur keypt um þriðjungshlut í Mjólku ehf. sem fjölskyldan að Eyjum II í Kjós stofnaði fyrr á árinu til að framleiða osta fyrir innanalndsmarkað. Mjólka starfar utan greiðslukerfis landbúnaðarins og nýtur engra styrkja þaðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ragnhildur sagði upp

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir eða Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi að því er netmiðillinn Travel People greinir frá í morgun. Ástæðan er sögð óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling og þá sérstaklega að FL Group ætli að greiða allt of hátt verð fyrir það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5%

Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hver á að greiða sektina?

Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Avion næstframsæknast í Evrópu

Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann.

Viðskipti innlent