Viðskipti Sýslumaður samþykkti beiðni Kers Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í dag beiðni Kers og fleiri hluthafa í Festingu ehf. um að setja lögbann við því að Angus hagnýti sér þann rétt sem fylgir hlutafjáreign félagsins í Festingu. Jafnframt var lagt lögbann við því að Angus gæti framselt hluti sína til þriðja aðila. Lögbannið tekur gildi síðar í dag þegar lögð hefur verið fram 75 milljóna króna trygging af hálfu Kers. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Össur vann mál í Bandaríkjunum Össur tilkynnti í dag um að sigur hefði unnist í málarekstri sem félagið höfðaði á hendur Bledsoe Brace System vegna brota á einkaleyfum. Dómstóll í Seattle komst að þeirri niðurstöðu að Bledsoe, sem er dótturfyrirtæki Medical Technology Inc., þyrfti að greiða Össuri bætur vegna brotanna upp á 3,4 milljónir bandaríkjadala. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Síminn ekki á hendi eins aðila Formaður einkavæðinganefndar segir grundvallarhugsunina við sölu Símans þá, að enginn einn aðili nái yfirráðum í félaginu. Árið 2008 verður búið að skrá Símann á markað og öll skilyrði um eignarhald falla niður. Þá verður að vera búið að selja 30 prósent til almennings og annara fjárfesta. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Fjármálaþjónusta jöfn sjávarútvegi Fjármálaþjónusta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og skilar jafn miklu til þjóðarbúsins og sjávarútvegur. Líkja má þróun undanfarins áratugar við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Leitað eftir samstarfi um kaup Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Í skugga hákarlanna Sparisjóðirnir hafa hver á fætur öðrum birt uppgjör fyrir árið 2004 og fara þeir ekki varhluta af góðærinu frekar en aðrar fjármálastofnanir. Samanlagður hagnaður stærstu sparisjóðanna varð meiri en nokkru sinni fyrr og efnahagur þeirra þandist út. </font /> Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Varað við sænsku fyrirtæki Samtök atvinnulífsins vara á heimasíðu sinni við sænska félaginu Nordisk Industri, sem hefur skrifað íslenskum fyrirtækjum og óskað eftir almennum upplýsingum um þau. Samtökin telja að þarna séu svikahrappar á ferð og segja að nokkuð hafi borið á því að að íslenskum fyrirtækjum hafi borist erindi frá sænska fyrirtækinu þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi á upplýsingum, meðal annars um símanúmer og heimilisfang. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 80% hagnaðaraukning á árinu Hagnaður helstu félaganna í Kauphöllinni á fyrstu þremur mánuðum ársins eykst um tæp 80 prósent milli ára ef afkomuspá greiningardeildar Íslandsbanka gengur eftir. Munar þar mestu um 11,3 milljarða króna hagnað KB banka en hagnaður KB banka á sama tíma í fyrra var 2,65 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Vinnslustöðin umbunar starfsfólki Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að umbuna fastráðnum starfsmönnum sínum til sjós og lands fyrir vel unnin störf með því að afhenda þeim hlutabréf í félaginu að nafnvirði um 2 milljónir króna. Heildarverðmæti bréfanna er um 8 milljónir króna miðað við gengið 4, síðasta skráða gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Útlit fyrir fimm milljarða halla Útlit er fyrir að vöruskiptahalli í mars verði rúmir fimm milljarðar, en innflutningur í mánuðinum var 16 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hálffimm-fréttum KB banka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Rúmir 20 milljarðar í arð frá 1989 Landssíminn hefur greitt ríkissjóði rúmlega 20 milljarða króna í arðgreiðslur frá árinu 1989 að því er fram kemur í svari Geirs Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri - grænna, um greiðslur Landssímans til ríkisins. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Úrvalsvísitala yfir 4000 stig Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01 Síminn: Annarlegir hagsmunir? Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Ólíklegt til að skila hæsta verði Fyrirkomulagið við sölu Landssímans er við fyrstu sýn fremur ógegnsætt og því ólíklegt til að skila núverandi eigendum hæsta mögulega verði, að mati greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Actavis sendir lyf til Rússlands Lyfjafyrirtækið Actavis hefur sent fyrstu lyfjasendinguna til Rússlands af lyfjum sem framleidd eru á Íslandi en fyrirtækið sendi um tvær milljónir taflna af hjartalyfinu lisinopril í byrjun apríl. Í tilkynningu frá Actavis segir að Rússland og nálæg lönd séu stór markaður fyrir Actavis og nemur salan þar um fimmtán prósentum af heildarsölu samstæðunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Segir söluferli Símans gagnsætt Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir unnið að því að skilgreina vægi hvers þáttar sem horft verður til þegar tilboð fjárfesta í Símann verða metin. Það verði kynnt um leið og verklagsreglurnar liggi fyrir. Innlent 13.10.2005 19:00 Síminn: Tveir fjárfestar augljósir Greiningardeild Íslandsbanka telur sölufyrirkomulagið á Símanum minnka líkur á að erlend símafyrirtæki geri tilboð. Tveir fjárfestahópar séu hins vegar augljósir: hópur í kringum Burðarás, Landsbankann og eigendur Samsonar annars vegar, og hópur í kringum Meið, VÍS og KB banka hins vegar - en fleiri muni væntanlega gera tilboð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Esso dró hækkun til baka Olíufélagið Esso ákvað í gærkvöld að draga til baka hækkun sína á eldsneyti frá því á miðnætti í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá félagin segir að ástæðan fyrir þessari breytingu sé markaðsaðstæður á Íslandi en Olíufélagið vilji ætíð tryggja að viðskiptavinir þess njóti samkeppnisfærra verða á hverju markaðssvæði fyrir sig. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Sölunni á að ljúka í sumar Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Sáttaumleitanir í kringum Ker Boðað var til fundar í stjórn Festingar í gærkvöld vegna deilna sem hafa staðið um hlutafjáraukningu félagsins 22. mars sl. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja hluthafar vinda ofan af þeirri stöðu sem upp er komin í kringum félagið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Sölu Símans verði lokið í júlí Allur eignarhlutur ríkisins í Símanum verður seldur í einu lagi til hóps fjárfesta í júlí í sumar. Enginn fjárfestir í hópnum má eiga meira en 45 prósent hlut í fyrirtækinu og verða því að minnsta kosti þrír aðilar að vera á bak við hvert tilboð. Fyrir árslok 2007 verður að bjóða almenningi og öðrum fjárfestum að kaupa 30 prósent af heildarhlutafé. Innlent 13.10.2005 19:00 Síminn: 30% boðið almenningi Hlutur ríkisins í Símanum verður seldur kjölfestufjárfesti í einu lagi og er stefnt að því að ljúka sölunni í júlí á þessu ári. Þrjátíu prósent af heildarhlutafé Símans skal boðið almenningi og öðrum fjárfestum til kaups fyrir árslok 2007. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Afgreiðslu lögbannsbeiðni frestað Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík frestaði í gær úrskurði um lögbannsbeiðni á hlutafjáraukningu í Festingu, sem á og rekur fasteignir Olíufélagsins Essó og Samskipa. Verður málið tekið fyrir næsta föstudag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Salan snupruð af stjórnarandstöðu Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 19:00 Blaðamannafundur vegna Símans Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefnið er fyrirkomulag sölu á hlut ríkisins í Landssímanum. Innlent 13.10.2005 19:00 Olíuverð hækkar áfram Olíuverð heldur áfram að hækka og í morgun var verðið á olíufatinu orðið tæpir fimmtíu og átta dollarar. Forystumenn OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, hafa boðað til fundar þar sem rætt verður um leiðir til þess að auka framboð á olíu til að sporna við hinu háa verði. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:00 Síminn seldur í heilu lagi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð samkomulagi um að selja hlut ríkisins í Símanum einum hópi kjölfestufjárfesta. Ríkisstjórnin hóf fund klukkan tólf sem er óvenjulegur fundartími og -dagur þar sem á að ræða málefni Símans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00 Kröfur þrettánfalt hærri en eignir Lýstar kröfur í þrotabú Fróða, stærstu tímaritaútgáfu landsins, nema rúmlega hálfum milljarði króna. Eignir í búinu eru tæplega 40 milljónir. Skiptastjóri hafnaði einu forgangskröfunni í búið sem kom frá fyrrverandi eiganda Fróða. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Olíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:59 Verðið hæst hjá Atlantsolíu Atlantsolía er með hæsta verð á bensíni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu Bylgjunnar. Á bensínstöð félagsins í Reykjavík kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 101,2 krónur til samanburðar við sjálfsafgreiðsluverð hinna olíufélaganna sem er frá rúmum 97 krónum í rúmar 98 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 « ‹ 191 192 193 194 195 196 197 198 199 … 223 ›
Sýslumaður samþykkti beiðni Kers Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í dag beiðni Kers og fleiri hluthafa í Festingu ehf. um að setja lögbann við því að Angus hagnýti sér þann rétt sem fylgir hlutafjáreign félagsins í Festingu. Jafnframt var lagt lögbann við því að Angus gæti framselt hluti sína til þriðja aðila. Lögbannið tekur gildi síðar í dag þegar lögð hefur verið fram 75 milljóna króna trygging af hálfu Kers. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Össur vann mál í Bandaríkjunum Össur tilkynnti í dag um að sigur hefði unnist í málarekstri sem félagið höfðaði á hendur Bledsoe Brace System vegna brota á einkaleyfum. Dómstóll í Seattle komst að þeirri niðurstöðu að Bledsoe, sem er dótturfyrirtæki Medical Technology Inc., þyrfti að greiða Össuri bætur vegna brotanna upp á 3,4 milljónir bandaríkjadala. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Síminn ekki á hendi eins aðila Formaður einkavæðinganefndar segir grundvallarhugsunina við sölu Símans þá, að enginn einn aðili nái yfirráðum í félaginu. Árið 2008 verður búið að skrá Símann á markað og öll skilyrði um eignarhald falla niður. Þá verður að vera búið að selja 30 prósent til almennings og annara fjárfesta. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Fjármálaþjónusta jöfn sjávarútvegi Fjármálaþjónusta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og skilar jafn miklu til þjóðarbúsins og sjávarútvegur. Líkja má þróun undanfarins áratugar við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Leitað eftir samstarfi um kaup Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Í skugga hákarlanna Sparisjóðirnir hafa hver á fætur öðrum birt uppgjör fyrir árið 2004 og fara þeir ekki varhluta af góðærinu frekar en aðrar fjármálastofnanir. Samanlagður hagnaður stærstu sparisjóðanna varð meiri en nokkru sinni fyrr og efnahagur þeirra þandist út. </font /> Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Varað við sænsku fyrirtæki Samtök atvinnulífsins vara á heimasíðu sinni við sænska félaginu Nordisk Industri, sem hefur skrifað íslenskum fyrirtækjum og óskað eftir almennum upplýsingum um þau. Samtökin telja að þarna séu svikahrappar á ferð og segja að nokkuð hafi borið á því að að íslenskum fyrirtækjum hafi borist erindi frá sænska fyrirtækinu þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi á upplýsingum, meðal annars um símanúmer og heimilisfang. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
80% hagnaðaraukning á árinu Hagnaður helstu félaganna í Kauphöllinni á fyrstu þremur mánuðum ársins eykst um tæp 80 prósent milli ára ef afkomuspá greiningardeildar Íslandsbanka gengur eftir. Munar þar mestu um 11,3 milljarða króna hagnað KB banka en hagnaður KB banka á sama tíma í fyrra var 2,65 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Vinnslustöðin umbunar starfsfólki Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að umbuna fastráðnum starfsmönnum sínum til sjós og lands fyrir vel unnin störf með því að afhenda þeim hlutabréf í félaginu að nafnvirði um 2 milljónir króna. Heildarverðmæti bréfanna er um 8 milljónir króna miðað við gengið 4, síðasta skráða gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Útlit fyrir fimm milljarða halla Útlit er fyrir að vöruskiptahalli í mars verði rúmir fimm milljarðar, en innflutningur í mánuðinum var 16 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hálffimm-fréttum KB banka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Rúmir 20 milljarðar í arð frá 1989 Landssíminn hefur greitt ríkissjóði rúmlega 20 milljarða króna í arðgreiðslur frá árinu 1989 að því er fram kemur í svari Geirs Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri - grænna, um greiðslur Landssímans til ríkisins. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Úrvalsvísitala yfir 4000 stig Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:01
Síminn: Annarlegir hagsmunir? Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Ólíklegt til að skila hæsta verði Fyrirkomulagið við sölu Landssímans er við fyrstu sýn fremur ógegnsætt og því ólíklegt til að skila núverandi eigendum hæsta mögulega verði, að mati greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Actavis sendir lyf til Rússlands Lyfjafyrirtækið Actavis hefur sent fyrstu lyfjasendinguna til Rússlands af lyfjum sem framleidd eru á Íslandi en fyrirtækið sendi um tvær milljónir taflna af hjartalyfinu lisinopril í byrjun apríl. Í tilkynningu frá Actavis segir að Rússland og nálæg lönd séu stór markaður fyrir Actavis og nemur salan þar um fimmtán prósentum af heildarsölu samstæðunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Segir söluferli Símans gagnsætt Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir unnið að því að skilgreina vægi hvers þáttar sem horft verður til þegar tilboð fjárfesta í Símann verða metin. Það verði kynnt um leið og verklagsreglurnar liggi fyrir. Innlent 13.10.2005 19:00
Síminn: Tveir fjárfestar augljósir Greiningardeild Íslandsbanka telur sölufyrirkomulagið á Símanum minnka líkur á að erlend símafyrirtæki geri tilboð. Tveir fjárfestahópar séu hins vegar augljósir: hópur í kringum Burðarás, Landsbankann og eigendur Samsonar annars vegar, og hópur í kringum Meið, VÍS og KB banka hins vegar - en fleiri muni væntanlega gera tilboð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Esso dró hækkun til baka Olíufélagið Esso ákvað í gærkvöld að draga til baka hækkun sína á eldsneyti frá því á miðnætti í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá félagin segir að ástæðan fyrir þessari breytingu sé markaðsaðstæður á Íslandi en Olíufélagið vilji ætíð tryggja að viðskiptavinir þess njóti samkeppnisfærra verða á hverju markaðssvæði fyrir sig. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Sölunni á að ljúka í sumar Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Sáttaumleitanir í kringum Ker Boðað var til fundar í stjórn Festingar í gærkvöld vegna deilna sem hafa staðið um hlutafjáraukningu félagsins 22. mars sl. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja hluthafar vinda ofan af þeirri stöðu sem upp er komin í kringum félagið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Sölu Símans verði lokið í júlí Allur eignarhlutur ríkisins í Símanum verður seldur í einu lagi til hóps fjárfesta í júlí í sumar. Enginn fjárfestir í hópnum má eiga meira en 45 prósent hlut í fyrirtækinu og verða því að minnsta kosti þrír aðilar að vera á bak við hvert tilboð. Fyrir árslok 2007 verður að bjóða almenningi og öðrum fjárfestum að kaupa 30 prósent af heildarhlutafé. Innlent 13.10.2005 19:00
Síminn: 30% boðið almenningi Hlutur ríkisins í Símanum verður seldur kjölfestufjárfesti í einu lagi og er stefnt að því að ljúka sölunni í júlí á þessu ári. Þrjátíu prósent af heildarhlutafé Símans skal boðið almenningi og öðrum fjárfestum til kaups fyrir árslok 2007. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Afgreiðslu lögbannsbeiðni frestað Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík frestaði í gær úrskurði um lögbannsbeiðni á hlutafjáraukningu í Festingu, sem á og rekur fasteignir Olíufélagsins Essó og Samskipa. Verður málið tekið fyrir næsta föstudag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Salan snupruð af stjórnarandstöðu Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 19:00
Blaðamannafundur vegna Símans Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefnið er fyrirkomulag sölu á hlut ríkisins í Landssímanum. Innlent 13.10.2005 19:00
Olíuverð hækkar áfram Olíuverð heldur áfram að hækka og í morgun var verðið á olíufatinu orðið tæpir fimmtíu og átta dollarar. Forystumenn OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, hafa boðað til fundar þar sem rætt verður um leiðir til þess að auka framboð á olíu til að sporna við hinu háa verði. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:00
Síminn seldur í heilu lagi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð samkomulagi um að selja hlut ríkisins í Símanum einum hópi kjölfestufjárfesta. Ríkisstjórnin hóf fund klukkan tólf sem er óvenjulegur fundartími og -dagur þar sem á að ræða málefni Símans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:00
Kröfur þrettánfalt hærri en eignir Lýstar kröfur í þrotabú Fróða, stærstu tímaritaútgáfu landsins, nema rúmlega hálfum milljarði króna. Eignir í búinu eru tæplega 40 milljónir. Skiptastjóri hafnaði einu forgangskröfunni í búið sem kom frá fyrrverandi eiganda Fróða. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Olíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:59
Verðið hæst hjá Atlantsolíu Atlantsolía er með hæsta verð á bensíni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu Bylgjunnar. Á bensínstöð félagsins í Reykjavík kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 101,2 krónur til samanburðar við sjálfsafgreiðsluverð hinna olíufélaganna sem er frá rúmum 97 krónum í rúmar 98 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59