Viðskipti

Fréttamynd

Nýr forstjóri Icelandic Group

Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Eyris dróst saman milli ára

Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpa 1,6 milljarða krónur í hitteðfyrra. Eigið fé Eyris jókst um 51 prósent í fyrra með hagnaði og hlutafjáraukningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn

Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

365 féll um 6,8 prósent

Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir lækka í Bretlandi

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock

Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rólegt á markaði í veðurhamnum

Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HBSC sagður bjóða í Société Generale

Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto

Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna

Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búast við samþykki Yahoo tilboðsins

Bandarískir stjórnmálamenn hittast seinna í vikunni til að ræða tilboð Microsoft í Yahoo. Stjórn Yahoo veltir nú fyrir sér 44,6 milljarða dollara tilboðinu en nefnd á vegum þingsins segir að hún muni grandskoða tilboðið 8. febrúar næstkomandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjálfstæður atvinnurekandi - eða ríkur?

Þeir Bandaríkjamenn sem vinna fyrir sjálfan sig, eða þéna meira en eina milljón bandaríkjadala ( 65 milljónir íslenskra króna) á ári, eru líklegri til að verða skoðaðir sérstaklega af ríkisskattstofu Bandaríkjanna en aðrir Bandaríkjamenn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðskiptavinir Egg bankans mótmæla kortasvipti

Reiðir viðskiptavinir internetbankans Egg hafa mótmælt ákvörðun bankans um að ógilda kreditkort þeirra eftir 35 daga. Egg segir að 161 þúsund kortum verði lokað þar sem lánstraust korthafanna hafi versnað frá því að þeir tóku upp viðskipti við bankann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft vill kaupa Yahoo

Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Útflutningur á óunnum botnfiski eykst

Útflutningur á óunnum botnfiski hefur aukist fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin í útflutningi á óunninni ýsu eða 32 prósent. Starfsgreinasambandið vill að ríkisstjórnin geri það fýsilegra fyrir fyrirtæki að vinna aflann hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nova boðar harðnandi samkeppni á farsímamarkaði

Samskiptafyrirtækið Nova býður fría farsímanotkun að eitt þúsund krónum á mánuði þeim 3G farsímaeigendum sem skrá sig í viðskipti til fyrirtækisins í eitt ár. Þá er öllum sem kaupa 3G farsíma hjá Nova boðið að nota símann endurgjaldslaust fyrir tvö þúsund krónur á mánuði þegar gengið er til liðs við fyrirtækið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmenn Skagen fá 12 milljónir í bónus

Á meðan flestir aðilar á verðbréfamörkuðum heims bera sig illa fagna eigendur, starfsmenn og viðskiptavinir norska fjárfestingarsjóðsins Skagen. Sjóðnum tókst furðuvel að halda sjó síðustu mánuði og við ársuppgjör í vikunni var ávöxtunin svo góð að hver einasti starfsmaður fékk sem svarar um tólf milljónum íslenskra króna í bónus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flaga fellur eftir háflug

Gengi Flögu féll um 3,2 prósent eftir ofsaflug í vikunni. Gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinuhafði legið í lægstu lægðum alla síðustu viku en tók skyndilegan kipp undir vikulokin og rauk upp um rúm 160 prósent á fjórum viðskiptadögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Microsoft vill kaupa Yahoo

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga í hæstu hæðum á evrusvæðinu

Verðbólga mælist 3,2 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga hefur aldrei verið meiri en nú og er hætt á stöðnun á evrusvæðinu, að sögn markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá OMX-samstæðunni

OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi.

Viðskipti innlent