Viðskipti

Fréttamynd

Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga

Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrstu jöklabréf ársins gefin út í dag

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, gaf út svokölluð jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag. Bréfið er með gjalddaga 11. janúar á næsta ári og ber 14 prósenta vexti. Þetta er fyrsta jöklabréfið á árinu og það fyrsta síðan í byrjun desember, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Jöklabréf fyrir 35 milljarða krónur verða á gjalddaga á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af eru 5 milljarðar á gjalddaga á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi AMR tók á rás vestanhafs

Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkaði mest um rúm 7,20 prósent. Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna undir lok síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesti munur á evru og jeni

Gengi evru hefur aldrei verið veikara gagnvart japanska jeninu en í dag. Helstu ástæðurnar eru minna atvinnuleysi í Þýskalandi í desember auk þess sem sérfræðingar telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í tvígang á fyrri helmingi ársins en að japanski seðlabankinn hækki ekki vextina líkt og búist var við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf falla í Taílandi

Gengi hlutabréfa hefur fallið um 3,8 prósent í kauphöllinni í Bangkok í Taílandi í kjölfar þess að átta sprengjur sprungu í borginni á nýársnótt. Þrír létust í árásunum og um 40 manns særðust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ICEX-15 hækkaði um 15,8 prósent í fyrra

ICEX-15 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,8 prósent á síðasta ári. Til samanburðar nam árleg hækkun vísitölunnar 56-65 prósentum á árunum 2003-2005, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem spáði 15-25 prósenta hækkun á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kauphöllin fær nýtt nafn á föstudag

Kauphöll Íslands tekur upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi frá og með 5. janúar í framhaldi af því að rekstur hallarinnar er orðinn hluti af rekstri hinnar norrænu OMX-kauphallar. Þessi breyting verður sýnileg á vef Kauphallarinnar á föstudaginn. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að frá og með 3. janúar verði isec-markaðurinn hluti af First North hliðarmarkaði OMX.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 61 dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 61 dal á tunnu á helstu mörkuðum eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var tekinn af lífi. Þá hefur gott veðurfar í Bandaríkjunum hjálpað til við að halda verðinu niðri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rannsókn hreinsar stjórnendur Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði ársuppgjöri sínu á föstudag í síðustu viku, sem var síðasti dagur fyrirtækisins til að gera slíkt. Uppgjörið tafðist vegna rannsóknar bandaríska fjármálaeftirlitsins á kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtækisins sem meðal annars voru veittir Steve Jobs, forstjóra fyrirtækisins. Rannsóknin hreinsar fyrirtækið og stjórnendur þess af misgjörðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hjálmur kaupir Birtíng

Verið er að leggja lokahönd á kaup Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfufélaginu Birtíngi. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður skrifað undir samning um söluna síðar í dag eða strax 2. janúar. Nokkur uppstokkun verður á útgáfustarfseminni við sameiningu fyrirtækjanna en til stendur að leggja niður tímaritin Mannlíf, Hér og nú og Veggfóður. Talsmaður Hjálms neitar hins vegar að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útgáfu Mannlífs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsti banki Hollands segir upp starfsfólki

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, ætlar að segja upp 900 manns sem starfa hjá fyrirtækinu í Kanada og Bandaríkjunum um mitt næsta ár. Þetta jafngildir um 5 prósentum af starfsliði bankans. Ákvörðunin var tekin eftir að hagnaður bankans dróst saman um 6 prósentí fyrsta sinn á þriðja ársfjórðungi en um er að ræða fyrsta samdrátt hjá bankanum í fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nikkei í methæðum á nýju ári?

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 endaði í 17.225,83 stigum við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan á síðasta viðskiptadegi ársins í morgun. Þetta er 7 prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og fjórða árið í röð sem vísitalan hækkar á milli ára. Hagfræðingar búast við að vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta ári þrátt fyrir að hagvöxtur þar í landi hafi ekki mælst minni í 18 mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn tæpir 123 milljarðar

Vöruskipti voru óhagstæð um 13,5 milljarða krónur í nóvember, sem er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 11 mánuðum ársins voru vörur fluttar inn fyrir 335,6 milljarða krónur en út fyrir 213 milljarða og nemur heildarviðskiptahalli ársins 122,6 milljörðum króna sem er 27,9 milljörðum meiri halli en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður

365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 og Baugur stofna nýtt fyrirtæki í Danmörku

365 hf. og Baugur Group hafa stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á danska dagblaðið Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta eða 51 prósent í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson, fyrrum forstjóri Dagsbrúnar, er forstjóri fyrirtækisins sem mun meðal annars skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlend verðbréfakaup jukust milli ára

Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9 milljörðum krónum umfram sölu í síðasta mánuði. Stærstur hluti kaupanna eru viðskipti með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands. Heildarkaupin á árinu nema 124,5 milljörðum króna samaborið við 105 milljarða krónur í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkjastjórn í vegi fyrir Virgin America

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað að veita Virgin Group, félagi breska auðkýfingsins sir Richard Bransons, leyfi til að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag vestanhafs. Bandarísk lög kveða á um að 75 prósent hlutafjár í flugfélögum verður að vera í eigu Bandaríkjamanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búast við tapi hjá AMR

Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Salan á Sterling kom ekki á óvart

Greiningardeild Landsbankans segir enga lognmollu í kringum FL Group á síðustu dögum ársins. Greiningardeildin segir sölu félagsins á danska lággjaldafélaginu Sterling ekki koma á óvart enda hafi komið fram á við uppgjör þriðja ársfjórðungs að stjórnendur FL Group ætluðu að selja Sterling að hluta eða félagið allt fyrir lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ford og Toyota í samstarf?

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Toyota fór í methæðir í dag í kjölfar fregna þess efnis að stjórnarformaður fyrirtækisins og forstjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford hefðu fundað í Tókýó í Japan í síðustu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Baugur orðaður við kaup á Moss Bros

Gengi hlutabréfa í bresku herrafataverslanakeðjunni Moss Bros hefur hækkað um rúm 13,6 prósent í kauphöll Lundúna í dag vegna orðróms um að Baugur ætli að kaupa verslanakeðjuna. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity. Moss Bros reka meðal annars Hugo Boss búðir í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða

FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandinn er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu, Northern Travel Holding, sem er í eigu íslensku fjárfestingafélanna Fons, FL Group og Sund. Hannes Smárason segir söluna á Sterling mikilvægt skref og að spennandi afl verði til á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman einn og hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er minni eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum yfir jólin vegna góðs veðurfars. Lækkunin sló á fyrri hækkun á hráolíuverði vegna ótta við að Íranar drægju úr olíuframleiðslu vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Fjármálaeftirlitið birti á vef sínum í gær breytingu á skilgreiningu í leiðbeinandi tilmælum um efni starfsreglna stjórna fjármálafyrirtækja um hverjir teljist venslaðir fjármálafyrirtækjum. Hluti var þar undanskilinn skýrslugjöf um fyrirgreiðslur sem áður þurfti að skila reglulegum skýrslum um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins

Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar.

Viðskipti innlent