
Íþróttir

Tvær og hálf milljón á fjóra staði í úthlutun Afrekskvennasjóðsins
Fjórir aðilar fengu úthlutað í dag úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ en markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.

Einar Kristinn við sinn besta árangur
Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar hafnaði í 17. sæti á stórsvigsmóti í Åre í Svíþjóð í gærkvöldi.

Mills hættir við þátttöku í Sochi
Heather Mills, fyrrum eiginkona Bítilsins Paul McCartney, hefur dregið sig úr breska ólympíuhópnum fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sochi í vetur.

Aníta og Helgi Íþróttafólk Reykjavíkur 2013
Frjálsíþróttafólkið Helgi Sveinsson úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur voru í dag valin Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013 en í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur.

Ásgeir og Jórunn skotíþróttafólk ársins
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunni Harðardóttur, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur, skotíþróttafólk ársins 2013.

Einar Kristinn og María skíðafólk ársins
Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir hafa verið útnefnd skíðamaður og skíðakona ársins 2013. Bæði æfa og keppa með Skíðafélagi Akureyrar.

Freydísi Höllu gekk best
Freydís Halla Einarsdóttir, María Guðmundsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir kepptu í tveimur stórsvigsmótum í heimsbikarbrekkunni í Åre í Svíþjóð í gær.

Jón Ingi og Rannveig best í krullu á árinu
Kosning fór fram á meðal krullufólks í röðum Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein.

55 metra vallarmark sekúndum fyrir leikslok tryggði sigurinn
Baltimore Ravens unnu dramatískan sigur á Detroit Lions í mánudagsleiknum í NFL-deildinni í gærkvöldi.

Ber að neðan í beinni útsendingu
Johannes Thingnes Bö vann sigur í skíðagöngukeppni í Noregi um helgina. Áhorfendur heima í stofu fengu að sjá einum of mikið af kappanum.

Benedikt vann þriðju umferð Crossbollans
Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur.

Berglind Gígja og Lúðvík Már eru blakfólk ársins
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK.

Hin fullkomna gjöf á 125 ára afmælinu
Glímufélagið Ármann og allar starfandi deildir félagsins hlutu í gær gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viðurkenningin var afhent á 125 ára afmæli félagsins.

Hilmar Örn og Þorbjörg best í skylmingum árið 2013
Hilmar Örn Jónsson úr FH og Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur hafa verið útnefnd skylmingafólk ársins 2013.

Lést eftir göngu með Ólympíueldinn
Kyndilberi lét lífið af völdum hjartaáfalls í Rússlandi í gær. Gangan með Ólympíueldinn gengur ekki áfallalaust fyrir sig.

Telma Rut og Kristján Helgi best í karate á árinu
Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu og og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útefnd karatekona og karatemaður ársins 2013 af Karatesambandi Íslands.

Gautaborg United vann miðriðil Superettunnar
Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með skelltu Tuve 3-0 í síðasta leik sínum í miðriðli Superettunnar, þriðju efstu deildar í blaki í Svíþjóð.

HK áfram á toppnum eftir sigur á Þrótti Reykjavík
HK vann 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld.

Kári og Tinna badmintonfólk ársins
Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013.

Dominiqua og Ólafur Garðar fimleikafólk ársins
Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins.

„Ég spái voða lítið í að tapa“
Bardagakappinn Gunnar Nelson er klár í slaginn fyrir einvígið gegn Rússanum Omari Akhmedov í London í mars.

Mestar vonir bundnar við Eygló á Jótlandi
Ísland sendir sex manna sundsveit á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug sem hefst á Jótlandi í Danmörku í dag. Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur úr Ægi en allir fulltrúar Íslands stefna að því að bæta sinn besta árangur á mótinu.

21 Ólympíuverðlaunahafi mættur til Herning
Evrópumeistaramótið í 25 metra laug hefst í Herning í Danmörku á morgun. Ísland á sex keppendur á mótinu.

María hafnaði í sjötta sæti í seinna mótinu
María Guðmundsdóttir bætti sinn besta árangur í stórsvigi á móti í Trysil í Noregi í dag.

Verður hjá þjálfaranum um jólin
„Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson.

Ingvar og Jónína best í íshokkí árið 2013
Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013.

Brynjar Leó nálgast lágmarkið
Skíðagöngukapparnir Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson voru í banastuði á móti í Östersund í Svíþjóð um helgina.

Strákarnir kepptu í Trysil í dag
Einar Kristinn Kristgeirsson, Magnús Finnsson og Sigurður Hauksson kepptu á stórsvigsmótum í Trysil í Noregi í dag.

Hulda bætti Íslandsmetið um metahelgi
Hulda varpaði kúlunni 9,20 metra en gamla innanhússmetið hennar var 8,88 metrar.

Æðislegt að vera komin til baka
María Guðmundsdóttir rústaði á sér hnénu í apríl 2012 en kórónaði magnaða endurkomu sína með því að vinna alþjóðlegt svigmót í Noregi í gær.