Innlendar

Fréttamynd

Jafnt á öllum vígstöðvum í hálfleik

Nú hefur verið flautað til leikhlés í leikjunum þremur sem fram fara í 8-liða úrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu og er staðan jöfn 1-1 í þeim öllum. Valsmenn taka á móti Víkingum á Laugardalsvelli, ÍA tekur á móti Keflvíkingum á Skaganum og þá mætast KA og Þróttur fyrir norðan.

Sport
Fréttamynd

Slæmur endasprettur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Ísland í fjórða sæti á NM

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn.

Sport
Fréttamynd

Faldo Series til Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur frábær í dag

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna.

Golf
Fréttamynd

Frábær sigur á Evrópumeisturunum

Íslenska U-18 landsliðið vann í gærkvöld frábæran sigur á Evrópumeisturum Frakka á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi 73-61. Sigur liðsins er einhver sá óvæntasti í langan tíma, en dugði íslenska liðinu þó ekki til áframhaldandi þáttöku og vermdi það að lokum neðsta sætið í riðli sínum. Hörður Hreiðarsson skoraði 17 stig fyrir íslenska liðið, Brynjar Björnsson 16 og þeir Þröstur Jóhannsson og Hörður Vilhjálmsson 15 hvor.

Sport
Fréttamynd

Spila um bronsið á NM

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Svíum í leik um bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu um helgina. Það verða Bandaríkin og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik, eftir að bandaríska liðið lagði heimamenn Norðmenn 4-0 í kvöld og hafnaði því fyrir ofan íslenska liðið á markamun.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur á Dönum

Íslenska kvennalandsliðið U-21 árs vann í dag stórsigur á Dönum 6-1 í leik liðanna á Norðurlandamótinu sem stendur yfir í Noregi um þessar mundir. Íslenska liðið hefur því náð forystu í riðli sínum, en lið Bandaríkjanna getur jafnað íslenska liðið að stigum með sigri á heimamönnum í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Blika í botnslagnum

Breiðablik lyfti sér í kvöld úr fallsæti í Landsbankadeild karla þegar liðið vann gríðarlega mikillvægan 1-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Það var Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmark Blika strax aftir fjórar mínútur. Víkingur og Keflavík skildu jöfn 1-1 í Fossvogi. Guðmundur Steinarsson skoraði mark Keflvíkinga en Viktor Bjarki Arnarsson jafnaði metin fyrir heimamenn. Þá gerðu Grindavík og Fylkir 1-1 jafntefli í Grindavík þar sem Ray Anthony Jónsson og Páll Einarsson voru á skotskónum.

Sport
Fréttamynd

Blikar yfir í Eyjum

Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik hefur yfir gegn ÍBV í Eyjum þegar flautað hefur verið til hálfleiks og það var Marel Baldvinsson sem skoraði mark Blika í upphafi leiks. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 á Víkingsvelli með marki Guðmundar Steinarssonar og þá er jafnt 1-1 hjá Grindvíkingum og Fylki suður með sjó þar sem Páll Einarsson og Ray Anthony Jónsson skoruðu mörkin.

Sport
Fréttamynd

Jafnt gegn Bandaríkjamönnum

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði 1-1 jafntefli við það bandaríska á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Áður hafði íslenska liðið unnið sigur á heimamönnum Norðmönnum 3-2. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í dag og mætir það Dönum á fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Íslenska liðið fékk skell

Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk þungan skell gegn Hollendingum á Evrópumótinu í Portúgal í dag 99-58. Jóhann Árni Ólafsson átti ágætan leik í íslenska liðinu og skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst og félagi hans Kristján Sigurðsson úr Njarðvík skoraði 16 stig.

Sport
Fréttamynd

Mætir Spánverjum þann 15. ágúst

Vináttulandsleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag vegna leiks Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni þar í landi. Leikurinn var upphaflega settur á 16. ágúst en verður háður þann 15. ágúst vegna meistarakeppninnar á Spáni, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Espanyol þann 17. ágúst. Frá þessu var greint á Vísi í gær.

Sport
Fréttamynd

Íslenska liðið spilar í Magdeburg

Búið er að tilkynna hvar riðlarnir á HM í Þýskalandi á næsta ári verða spilaðir og í ljós kom að íslenska landsliðið mun spila fyrstu þrjá leiki sína í Magdeburg. Það verður að teljast íslenska liðinu til tekna, því eins og flestir vita eru nokkrir af landsliðsmönnunum öllum hnútum kunnugir þar á bæ. Alfreð Gíslason stýrði liði Magdeburg við frábæran orðstír í mörg ár og þá hafa leikmenn eins og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason gert fína hluti með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Sáttur við mótherjana

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist mjög ánægður með mótherja íslenska liðsins í B-riðlinum á HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í janúar næstkomandi. Í samtali við NFS sagði Alfreð að Evrópumeistarar Frakka væru ekkert verri mótherji en hinar þjóðirnar í efsta styrkleikaflokki á mótinu, en benti á að þó vissulega væri lið Úkraínu sýnd veiði en ekki gefin, væri íslenska liðið heldur ekki skipað neinum aukvisum.

Sport
Fréttamynd

Ísland í riðli með Frökkum, Úkraínu og Ástralíu

Nú rétt áðan var dregið í riðla fyrir HM í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi snemma næsta árs. Íslendingar munu leika í B-riðli mótsins ásamt Frökkum, Úkraínumönnum og Áströlum og ljóst að íslenska liðið getur verið nokkuð sátt við mótherja sína.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar burstuðu ÍBV

Keflvíkingar tóku Eyjamenn í bakaríið í leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og sigruðu 6-2. Stefán Örn Arnarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu sitt hvor tvö mörkin fyrir Keflavík og Kenneth Gustavsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu eitt hvor. Pétur Runólfsson og Ulrik Drost skoruðu mörk ÍBV, en Páli Hjarðar var vikið af leikvelli fyrir olnbogaskot á 70. mínútu og léku Keflvíkingar því manni fleiri síðasta korterið í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Valur lá í Danmörku

Valsmenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða 3-1. Danska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik, en Garðar Gunnlaugsson náði að rétta hlut íslenska liðsins undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 gegn ÍBV á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Pétur Runólfsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu, en þeir Kenneth Gustavsson og Stefán Örn Arnarsson skoruðu fyrir heimamenn.

Sport
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Val

Það stefnir í langt kvöld hjá Valsmönnum sem etja nú kappi við danska liðið Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir heimamenn, sem komust yfir strax eftir 8 mínútur og bættu svo við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir hálftíma leik. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer fram í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá ÍA í Danmörku

Skagamenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á útivelli 1-0. Heimamenn í Randers voru ívið sterkari í leiknum, en sá síðari fer fram á Skipaskaga þann 27. júlí næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Skagamönnum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Skagamanna og danska liðsins FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Staðan er enn 0-0. Heimamenn voru hættulegri framan af leik, en Skagaliðið komst betur inn í leikinn þegar á leið.

Sport
Fréttamynd

Suðurlandströllið 2006 um helgina

Á laugardag fer fram hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið. Keppnin hefst á Selfossi klukkan 13:30 þar sem meðal annars verður keppt í trukkadrætti og drumbalyftu. Klukkan 15:30 verður keppt í axlalyftu við Hótel Örk og keppninni lýkur við Eden í Hveragerði þar sem keppendur burðast með Húsafellshelluna. Á meðal keppenda verða Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" sem nýlega tryggði sér þáttökurétt í keppninni um sterkasta mann heims og Auðunn "Verndari" Jónsson.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Vals heldur áfram

Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum.

Sport
Fréttamynd

Fylkir lagði Víking

Lið Fylkis er komið í annað sæti Landsbankadeildarinnar eftir 1-0 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn, en Sævar Þór Gíslason skoraði eina mark leiksins með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður á 70. mínútu. Fylkir er því í í öðru sæti deildarinnar með 16 stig, en Víkingur í þriðja með 14 stig.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Árbænum í hálfleik

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en leikið er í Árbænum. Hvort lið hefur átt fjögur markskot í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fylkir - Víkingur í beinni á Sýn

Leikur Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Þetta er næstsíðasti leikurinn í 10. umferðinni. Nýliðar Víkings sitja nokkuð óvænt í öðru sæti Landsbankadeildarinnar með 14 stig og Fylkir er í fimmta sæti með einu stigi minna og getur því skotist í annað sætið með sigri í Árbænum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Farinn aftur til Færeyja

Færeyski leikmaðurinn Rógvi Jacobsen sem leikið hefur með liði KR í Landsbankadeildinni er farinn aftur til Færeyja og leikur því ekki meira með vesturbæjarliðinu. Rógvi hefur ekki átt fast sæti í liði KR í sumar og er genginn í raðir HB í Færeyjum. Þetta kemur fram á vef KR-inga í dag.

Sport
Fréttamynd

Sólheimar tóku KR í bakaríið

Lið Sólheima tók úrvalsdeildarlið KR í bakaríið á Sólheimum í gærkvöld þegar liðin mættust í vináttuleik. Heimamenn sigruðu 6-3 í veðurblíðunni og ku hafa verið mikill fögnuður þar á bæ eftir sigurinn. Eftir leikinn gæddu leikmenn beggja liða sér svo á mat sem grillaður var á svæðinu í góðri stemmingu.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar náðu jafntefli

Keflvíkingar gerðu 2-2 jafntefli við Lilleström í Keflavík í dag í síðari leik liðanna í Intertoto keppninni í knattspyrnu. Norska liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og gerði út um einvígi liðanna með tveimur mörkum. Keflvíkingar sýndu þó hvað í þeim bjó í síðari hálfleiknum og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Þórarinn Kristjánsson jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum um miðbik hálfleiksins. Lilleström er þó komið áfram í keppninni og mætir Newcastle í næstu umferð.

Sport