Erlendar Skipti hjá Boston og Minnesota Minnesota Timberwolves og Boston Celtics skiptu í nótt 7 leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum, sem hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar. Mestu munar þar um að framherjinn Wally Szczerbiak fer til Boston og bakvörðurinn Ricky Davis fer til Minnesota. Sport 27.1.2006 13:40 Phoenix skellti Miami Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Sport 27.1.2006 13:46 Steve McClaren semur við Boro til 2009 Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, hefur undirritað framlengingu á samningi sínum við félagið sem gildir til ársins 2009. McClaren hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfarastarfið á Englandi síðan Sven-Göran Eriksson tilkynnti að hann mundi hætta eftir HM í sumar, en nú virðist ólíklegt að McClaren verði eftirmaður hans. Sport 27.1.2006 13:19 Sögulegt tap hjá Chelsea Knattspyrnufélagið Chelsea var rekið með 140 milljón punda halla á síðasta ári, en það er mesta tap hjá einu félagi í knattspyrnusögunni. Hallinn var 88 milljónir punda á árinu þar á undan, en forráðamenn Chelsea telja til nokkrar ástæður fyrir svo hrikalegum halla nú. Sport 27.1.2006 13:09 Federer á siglingu Stigahæsti tennisleikari heims, Roger Federer, verður ekki árennilegur í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis, en hann tryggði sér farseðilinn þangað með sannfærandi sigri á Nicolas Kiefer í dag, 6-3, 5-7, 6-0 og 6-2. Federer mætir þar "öskubuskuævintýrinu" Marcos Baghdatis frá Grikklandi. Sport 27.1.2006 13:05 Ólafur Stefánsson ekki með gegn Dönum Ólafur Stefánsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í gegn Dönum á EM í Sviss í kvöld en óttast er að hann sé með brákað rifbein eftir átökin við Serbana í gær. Svo gæti farið að Ólafur yrði ekki meira með í keppninni. Sport 27.1.2006 12:17 Ísland mætir Svíum aftur Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur í riðli með Svíum, Spánverjum, Dönum, Lettum, Norður-Írum og Liechtenstein í undankeppni EM 2008, en dregið var í riðla í morgun. Sport 27.1.2006 12:11 Seattle - Dallas í beinni Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum. Sport 26.1.2006 21:28 Woods náði sér ekki á strik Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring á Buick Invitational mótinu í Kaliforníu í kvöld. Woods á titil að verja á mótinu, sem er nokkuð sterkt, en hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi. Þrír kylfingar deila með sér toppsætinu á mótinu og eru á 66 höggum. Sport 26.1.2006 22:11 Danir sigruðu Ungverja Danir lögðu Ungverja á EM í handbolta í kvöld 29-25, en liðin eru með okkur Íslendingum í C-riðli. Þá lögðu Slóvenar Svisslendinga 29-25 í A-riðli og Rússar lögðu Norðmenn 24-21 í D-riðlinum. Sport 26.1.2006 21:48 Framkvæmdastjóri Toronto rekinn Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus. Sport 26.1.2006 20:55 Mikið tap á árinu Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið hafi verið rekið með miklu tapi á síðasta ári eins og á árinu þar á undan, en formlegar tölur þess efnis verða gerðar opinberar á morgun. "Stefnan hjá okkur hefur alltaf verið að koma félaginu yfir í það að skila hagnaði, en það verður nú ekki strax," sagði Buck. Sport 26.1.2006 21:41 Clijsters frá í tvo mánuði Belgíska tenniskonan Kim Clijsters verður frá keppni í um tvo mánuði vegna meiðslanna sem urðu þess valdandi að hún varð að hætta keppni í undanúrslitaeinvígi sínu við Amelie Mauresmo á opna ástralska meistaramótinu. Sport 26.1.2006 20:34 Túnis áfram Núverandi Afríkumeistarar Túnis eru komnir upp úr riðlakeppninni eftir öruggan sigur á Suður Afríku í Alexandríu í dag, 2-0. Það voru þeir Francileudo dos Santos og Slim Benachour sem skoruðu mörk Túnis. Þá er Gínea einnig komið í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Zambíu í dag. Sport 26.1.2006 20:44 Hugar strax að eftirmanni Eriksson Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að ekki verði beðið lengi með að huga að ráðningu eftirmanns Sven-Göran Eriksson og í dag sagði hann að stefna sambandsins varðandi ráðninguna yrði mörkuð á fundi strax í næstu viku. Sport 26.1.2006 20:07 Viggó kátur með sína menn Landsliðsþálfarinn Viggó Sigurðsson var kampakátur með sína menn í kvöld eftir að íslenska landsliðið bar sigurorð af Serbum í fyrsta leik á EM. Viggó var fyrst og fremst ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik, en sagðist hafa búist við grófum leik og sú hafi orðið raunin. Sport 26.1.2006 20:25 Super Aguri verður ellefta liðið Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár. Sport 26.1.2006 19:57 Úrslit dagsins Nokkrum leikjum er þegar lokið á EM í handbolta í dag. Þjóðverjar og Spánverjar gerðu jafntefli 31-31 í opnunarleik mótsins, en liðin keppa í B-riðli. Í öðrum leik riðilsins burstuðu Frakkar Slóvaka 35-21. Sport 26.1.2006 18:56 Góður sigur á Serbum í fyrsta leik Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Serbum í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld 36-31, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-11. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Sport 26.1.2006 18:38 Ísland yfir í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 16-11 í hálfleik gegn Serbum í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Sviss. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skoraði 5 mörk hvor. Sport 26.1.2006 17:40 Ronaldo á yfir höfði sér bann Gary Neville er ekki eini leikmaður Manchester United sem hefur verið tekinn fyrir vegna ósæmilegrar framkomu á leikvellinum í dag, því nú hefur evrópska knattspyrnusambandið kært Cristiano Ronaldo fyrir að storka áhorfendum Benfica í leik í Portúgal í Meistaradeildinni þegar United féll úr keppni. Sport 26.1.2006 16:46 Jafnt hjá Spánverjum og Þjóðverjum Opnunarleikurinn á EM í Sviss var æsispennandi en honum lauk með jafntefli Spánverja og Þjóðverja 31-31 í B-riðli. Spánverjar höfðu raunar ágæta möguleika að ná öllum stigunum úr leiknum á síðustu mínútunni, en sterk vörn Þjóðverja hélt í lokin. Klukkan 17 eigast svo Íslendingar og Serbar við í C-riðli. Sport 26.1.2006 16:23 Svissneskir dómarar dæma í kvöld Dómarar í leik Íslands og Serbíu síðar í dag koma frá Sviss og heita Falcone og Ratz en eftirlitsmennirnir koma frá Þýskalandi og Ísrael. Íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson verða einnig í eldlínunni í dag en þeir dæma leik Frakka og Slóvaka í Basel. Sport 26.1.2006 15:36 Risasamningur Henry kominn á borðið Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið sé búið að fá Thierry Henry tilboð í hendur sem sé líklega hærra en öll lið á englandi gætu boðið leikmanninnum, hugsanlega að Chelsea undanskildu. "Þetta er mjög há upphæð," sagði Hill-Wood. Sport 26.1.2006 15:10 Baghdatis óvænt í úrslitin Hinn óþekkti gríski tennisleikari Marcos Baghdatis tryggði sér mjög óvænt farseðilinn í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði fjórða stigahæsta tennisleikara heims, David Nalbandian í undanúrslitunum 3-6,5-7, 6-3, 6-4 og 6-4. Sport 26.1.2006 14:48 Neville kærður Gary Neville, fyrirliði Manchester United, hefur verið kærður fyrir ósæmilega hegðun sína eftir leik United og Liverpool á dögunum þegar hann fagnaði sigurmarki félaga síns með því að hlaupa í átt að stuðningsmönnum andstæðinga sinna og benti á merki Manchester United á treyju sinni. Sport 26.1.2006 14:27 Níu í röð hjá Detroit Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Sport 26.1.2006 14:11 Breytir engu fyrir heimsmeistaramótið John Terry, fyrirliði Chelsea, neitar því að brotthvarf Sven Goran Eriksson hafi slæm áhrif á enska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Segir Terry að þetta hafi engin bein áhrif á leikmannahópinn. Sport 26.1.2006 10:26 Mauresmo og Henin Hardenne mætast í úrslitum Það verða Amelie Mauresmo og Justine Henin-Hardenne sem mætast í úrslitum í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne. Henin-Hardenne sigrðai Mariu Sharapovu í undanúrslitum og Mauresmo lagði Kim Clijsters í hinum undanúrslitaleiknum. Sport 26.1.2006 10:15 Vantar nauðsynlega miðjumann Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun líklega kaupa miðjumann áður en félagaskiptagluggi janúarmánaðar er úti. Ástæðan er að margir miðjumanna liðsins eru meiddir þessa stundina þannig að nauðsynlegt er að fá inn nýjan leikmann núna. Sport 26.1.2006 10:04 « ‹ 220 221 222 223 224 225 226 227 228 … 264 ›
Skipti hjá Boston og Minnesota Minnesota Timberwolves og Boston Celtics skiptu í nótt 7 leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum, sem hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar. Mestu munar þar um að framherjinn Wally Szczerbiak fer til Boston og bakvörðurinn Ricky Davis fer til Minnesota. Sport 27.1.2006 13:40
Phoenix skellti Miami Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Sport 27.1.2006 13:46
Steve McClaren semur við Boro til 2009 Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, hefur undirritað framlengingu á samningi sínum við félagið sem gildir til ársins 2009. McClaren hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfarastarfið á Englandi síðan Sven-Göran Eriksson tilkynnti að hann mundi hætta eftir HM í sumar, en nú virðist ólíklegt að McClaren verði eftirmaður hans. Sport 27.1.2006 13:19
Sögulegt tap hjá Chelsea Knattspyrnufélagið Chelsea var rekið með 140 milljón punda halla á síðasta ári, en það er mesta tap hjá einu félagi í knattspyrnusögunni. Hallinn var 88 milljónir punda á árinu þar á undan, en forráðamenn Chelsea telja til nokkrar ástæður fyrir svo hrikalegum halla nú. Sport 27.1.2006 13:09
Federer á siglingu Stigahæsti tennisleikari heims, Roger Federer, verður ekki árennilegur í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis, en hann tryggði sér farseðilinn þangað með sannfærandi sigri á Nicolas Kiefer í dag, 6-3, 5-7, 6-0 og 6-2. Federer mætir þar "öskubuskuævintýrinu" Marcos Baghdatis frá Grikklandi. Sport 27.1.2006 13:05
Ólafur Stefánsson ekki með gegn Dönum Ólafur Stefánsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í gegn Dönum á EM í Sviss í kvöld en óttast er að hann sé með brákað rifbein eftir átökin við Serbana í gær. Svo gæti farið að Ólafur yrði ekki meira með í keppninni. Sport 27.1.2006 12:17
Ísland mætir Svíum aftur Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur í riðli með Svíum, Spánverjum, Dönum, Lettum, Norður-Írum og Liechtenstein í undankeppni EM 2008, en dregið var í riðla í morgun. Sport 27.1.2006 12:11
Seattle - Dallas í beinni Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum. Sport 26.1.2006 21:28
Woods náði sér ekki á strik Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring á Buick Invitational mótinu í Kaliforníu í kvöld. Woods á titil að verja á mótinu, sem er nokkuð sterkt, en hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi. Þrír kylfingar deila með sér toppsætinu á mótinu og eru á 66 höggum. Sport 26.1.2006 22:11
Danir sigruðu Ungverja Danir lögðu Ungverja á EM í handbolta í kvöld 29-25, en liðin eru með okkur Íslendingum í C-riðli. Þá lögðu Slóvenar Svisslendinga 29-25 í A-riðli og Rússar lögðu Norðmenn 24-21 í D-riðlinum. Sport 26.1.2006 21:48
Framkvæmdastjóri Toronto rekinn Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus. Sport 26.1.2006 20:55
Mikið tap á árinu Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið hafi verið rekið með miklu tapi á síðasta ári eins og á árinu þar á undan, en formlegar tölur þess efnis verða gerðar opinberar á morgun. "Stefnan hjá okkur hefur alltaf verið að koma félaginu yfir í það að skila hagnaði, en það verður nú ekki strax," sagði Buck. Sport 26.1.2006 21:41
Clijsters frá í tvo mánuði Belgíska tenniskonan Kim Clijsters verður frá keppni í um tvo mánuði vegna meiðslanna sem urðu þess valdandi að hún varð að hætta keppni í undanúrslitaeinvígi sínu við Amelie Mauresmo á opna ástralska meistaramótinu. Sport 26.1.2006 20:34
Túnis áfram Núverandi Afríkumeistarar Túnis eru komnir upp úr riðlakeppninni eftir öruggan sigur á Suður Afríku í Alexandríu í dag, 2-0. Það voru þeir Francileudo dos Santos og Slim Benachour sem skoruðu mörk Túnis. Þá er Gínea einnig komið í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Zambíu í dag. Sport 26.1.2006 20:44
Hugar strax að eftirmanni Eriksson Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að ekki verði beðið lengi með að huga að ráðningu eftirmanns Sven-Göran Eriksson og í dag sagði hann að stefna sambandsins varðandi ráðninguna yrði mörkuð á fundi strax í næstu viku. Sport 26.1.2006 20:07
Viggó kátur með sína menn Landsliðsþálfarinn Viggó Sigurðsson var kampakátur með sína menn í kvöld eftir að íslenska landsliðið bar sigurorð af Serbum í fyrsta leik á EM. Viggó var fyrst og fremst ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik, en sagðist hafa búist við grófum leik og sú hafi orðið raunin. Sport 26.1.2006 20:25
Super Aguri verður ellefta liðið Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár. Sport 26.1.2006 19:57
Úrslit dagsins Nokkrum leikjum er þegar lokið á EM í handbolta í dag. Þjóðverjar og Spánverjar gerðu jafntefli 31-31 í opnunarleik mótsins, en liðin keppa í B-riðli. Í öðrum leik riðilsins burstuðu Frakkar Slóvaka 35-21. Sport 26.1.2006 18:56
Góður sigur á Serbum í fyrsta leik Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Serbum í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld 36-31, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-11. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Sport 26.1.2006 18:38
Ísland yfir í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 16-11 í hálfleik gegn Serbum í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Sviss. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skoraði 5 mörk hvor. Sport 26.1.2006 17:40
Ronaldo á yfir höfði sér bann Gary Neville er ekki eini leikmaður Manchester United sem hefur verið tekinn fyrir vegna ósæmilegrar framkomu á leikvellinum í dag, því nú hefur evrópska knattspyrnusambandið kært Cristiano Ronaldo fyrir að storka áhorfendum Benfica í leik í Portúgal í Meistaradeildinni þegar United féll úr keppni. Sport 26.1.2006 16:46
Jafnt hjá Spánverjum og Þjóðverjum Opnunarleikurinn á EM í Sviss var æsispennandi en honum lauk með jafntefli Spánverja og Þjóðverja 31-31 í B-riðli. Spánverjar höfðu raunar ágæta möguleika að ná öllum stigunum úr leiknum á síðustu mínútunni, en sterk vörn Þjóðverja hélt í lokin. Klukkan 17 eigast svo Íslendingar og Serbar við í C-riðli. Sport 26.1.2006 16:23
Svissneskir dómarar dæma í kvöld Dómarar í leik Íslands og Serbíu síðar í dag koma frá Sviss og heita Falcone og Ratz en eftirlitsmennirnir koma frá Þýskalandi og Ísrael. Íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson verða einnig í eldlínunni í dag en þeir dæma leik Frakka og Slóvaka í Basel. Sport 26.1.2006 15:36
Risasamningur Henry kominn á borðið Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið sé búið að fá Thierry Henry tilboð í hendur sem sé líklega hærra en öll lið á englandi gætu boðið leikmanninnum, hugsanlega að Chelsea undanskildu. "Þetta er mjög há upphæð," sagði Hill-Wood. Sport 26.1.2006 15:10
Baghdatis óvænt í úrslitin Hinn óþekkti gríski tennisleikari Marcos Baghdatis tryggði sér mjög óvænt farseðilinn í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði fjórða stigahæsta tennisleikara heims, David Nalbandian í undanúrslitunum 3-6,5-7, 6-3, 6-4 og 6-4. Sport 26.1.2006 14:48
Neville kærður Gary Neville, fyrirliði Manchester United, hefur verið kærður fyrir ósæmilega hegðun sína eftir leik United og Liverpool á dögunum þegar hann fagnaði sigurmarki félaga síns með því að hlaupa í átt að stuðningsmönnum andstæðinga sinna og benti á merki Manchester United á treyju sinni. Sport 26.1.2006 14:27
Níu í röð hjá Detroit Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Sport 26.1.2006 14:11
Breytir engu fyrir heimsmeistaramótið John Terry, fyrirliði Chelsea, neitar því að brotthvarf Sven Goran Eriksson hafi slæm áhrif á enska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Segir Terry að þetta hafi engin bein áhrif á leikmannahópinn. Sport 26.1.2006 10:26
Mauresmo og Henin Hardenne mætast í úrslitum Það verða Amelie Mauresmo og Justine Henin-Hardenne sem mætast í úrslitum í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne. Henin-Hardenne sigrðai Mariu Sharapovu í undanúrslitum og Mauresmo lagði Kim Clijsters í hinum undanúrslitaleiknum. Sport 26.1.2006 10:15
Vantar nauðsynlega miðjumann Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun líklega kaupa miðjumann áður en félagaskiptagluggi janúarmánaðar er úti. Ástæðan er að margir miðjumanna liðsins eru meiddir þessa stundina þannig að nauðsynlegt er að fá inn nýjan leikmann núna. Sport 26.1.2006 10:04
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti