Erlent

Eldsneytisverð í hámarki
Eldsneytisverð á bensínstöðvum í Bandaríkjunum er komið í rúma 3 bandaríkjadali á gallonið og hefur aldrei verið hærra. Þetta jafngildir því að lítrinn af bensíni í Bandaríkjunum kosti um 56 krónur.

Líðan Sharon fer versnandi
Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Tel Aviv í morgun en líðan hans hefur farið stöðugt versnandi um liðna helgi.

Búið að ráða um 100 starfsmenn
Undirbúningur gengur vel fyrir útkomu Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, forstjóri 365 media Scandinavia, segir að fyrsta blaðið muni koma út þegar keppninautar blaðsins eiga síst von á því.

Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag
Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael.

Doha samningalotunni frestað
Svokallaðri Doha-samningalotu helstu viðskiptaríkja heims var frestað um óákveðinn tíma í dag. Viðræðurnar hafa farið fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Samningalotunni var ýtt úr vör í borginni Doha í Katar í nóvember 2001 og ætlað að taka sérstakt mið af hagsmunum þróunarríkja. Stefnt var að því að bæta aðkomu þeirra að alþjóðaviðskiptasamfélaginu. Áætlað var að nýr samningur gæti tekið gildi í byrjun þessa árs en svo var ekki.

Schwartzenegger styður Ísraela
Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles í Bandaríkjunum í gær til að sýna Ísraelsmönnum stuðning. Schwarzenegger sagði það rétt Ísraelsmanna að verja sig og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Talið er að um tvö til þrjú þúsund manns hafi komið saman í Los Angeles til að styðja árásir Ísraela á Líbanon og innrásina á Gaza-svæðið. Ekki kom til átaka þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi komið saman skammt frá.

AMD kaupir ATI
Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel.

Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe
18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda.

Hagnaður Nintendo jókst á milli ára
Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins.

Olíuævintýri í uppsiglingu við strendur Grænlands
Vera má að mikið olíuævintýri sé í uppsiglingu fyrir Grænlendinga. Nýjar rannsóknir við hafbotni vesturstrandar Grænlands benda til að þar gæti verið að finna álíka mikla olíu og á olíusvæðum Noregs, Danmerkur og Bretlands í Norðursjónum til samans, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Nú standa yfir heimastjórnarviðæður milli danskra stjórnvalda og grænlensku heimastjórnarinnar en nýting olíusvæðisins skipar veigamikinn sess í viðræðunum.

Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice
Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta.

Mikið um neyslu áfengis meðal ófrískra kvenna
Talið er að á hverju ári fæðast tæplega 400 börn í Danmörku með skaðleg einkenni sem rakin eru til áfengisneyslu móður á meðgöngu. Þar af fæðast um 70-100 börn með alvarleg einkenni sem munu há þeim alla ævi samkvæmt umfjöllun Politiken. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku íhuga átak gegn drykkju ófrískra kvenna en um 80% danskra kvenna drekka áfengi einhvern tíman á meðgöngu og er tíðnin sú hæsta innan Evrópusambandsins.

Íbúar í Queens orðnir langþreyttir á rafmagnsleysi
Um 6.000 íbúar í Queens í New York hafa nú verið í viku án rafmagns. Eftir að rafmagnið fór af í hitabylgju sem gengið hefur yfir. Raforkufyrirtækið á svæðinu hefur unnið hörðum höndum að viðgerðum en 19.000 af 25.000 heimilum hafa nú fengið rafmagn. Íbúarnir sem enn hafa ekkert rafmagn eru orðnir þreyttir og pirraðir og hafa beðið fylkisstjóra New York ríkis að grípa inn í og sjá til þess að viðgerðir gangi hraðar.

Fastur í vatnsstokk í fimmtíu tíma
Ungur indverskur drengur átti heldur eftirminnilegan afmælisdag í gær þegar honum var bjargað úr vatnsveitustokk, eftir um fimmtíu tíma dvöl í prísundinni. Drengurinn átti sex ára afmæli og var að leik í heimabæ sínum Aldeharhi, þegar hann féll niður í stokkinn.

Fljúgandi listaverk drepur tvo
Tveir létust og tólf manns slösuðust þegar risastórt uppblásið listaverk losnaði úr festingum sínum á sunnudag. Slysið varð í Durham-sýslu í Englandi samkvæmt fréttavef BBC.

Árásir Ísraela fordæmdar
Yfirmaður Neyðarhjálpar SÞ fordæmir loftárásir Ísraelsmanna sem mannréttindabrot. Um 600.000 Líbanir hafa flosnað upp frá heimilum sínum. Skotið var á líbanska flóttamenn í suðurhluta landsins í gær.

Bjargað eftir fimmtíu tíma
Litlum dreng var bjargað úr átján metra djúpri holu á Indlandi í gær. Drengurinn hafði mátt dúsa í holunni í tæpar fimmtíu klukkustundir eða síðan á föstudaginn.

Nútímaþrælabúðir starfræktar á Ítalíu
Pólskir og ítalskir lögreglumenn frelsuðu um eitt hundrað Pólverja úr þrælahaldi á Ítalíu í mánuðinum. Tuttugu og fimm voru handteknir í lögregluaðgerðinni, en hún var árangur hálfs árs langrar rannsóknar.

Barist gegn félagslegu misrétti
Fríverslunarsamtök rómönsku Ameríku, Mercosur, bættu Venesúela formlega í sinn hóp á fundi í Argentínu í síðustu viku. Þetta er ein mesta stækkun samtakanna frá stofnun þeirra árið 1991 og eru nú þrjú stærstu hagkerfi Suður-Ameríku; Brasilía, Argentína og Venesúela, saman komin í þeim.

Ísraelar á sjálfseyðingarbraut
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir í gær að Ísraelsmenn hefðu „þrýst á sjálfseyðingarhnapp“ með aðgerðum sínum í Líbanon. Hann útskýrði orð sín ekki nánar, en gaf til kynna að múslimaríki og önnur gætu einangrað Ísraelsríki á einhvern hátt. Yfirmaður herráðs Írana hafði tilkynnt daginn áður að Íranar mundu alls ekki blanda sér í stríðið í Mið-Austurlöndum.

Skógareldar æ algengari
Loftslagshlýnun hefur valdið því að skógareldum, kjarreldum og fleiri brunum úti í náttúrunni fjölgar. Vísbendingum um þetta fjölgar stöðugt, hvort sem litið er til Bandaríkjanna, Síberíu eða Ástralíu.

Saddam lagður á sjúkrahús
Eftir sautján daga langt hungurverkfall þótti ástand Saddams Hussein svo slæmt að hann var færður á spítala í gær. Hann neitar enn að innbyrða heilar máltíðir en fær nú næringu í gegnum slöngu.

Vilja fá sína eigin hersveit
Um 500 súnnímúslimar hópuðust saman fyrir framan helsta helgidóm súnnía í Bagdad eftir reglulegar föstudagsbænir síðustu viku og kröfðust þess að borgarhverfi þeirra fengi sína eigin hersveit.

Hafa tekið tvo bæi í Sómalíu
Hundruð eþíópískra hermanna fóru í fyrradag inn í sinn annan bæ í Sómalíu til að styðja stjórn stríðsherra í landinu. Eþíópísk stjórnvöld neita að hafa sent herlið inn í landið en íbúar og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru á öðru máli. Auk þess sveima herþyrlur um svæðið, en engin slík er í eigu sómalska hersins.

Saddam neyddur til að borða
Sextán daga löngu hungurverkfalli Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, lauk í dag þegar Bandaríkjamenn sem hafa hann í haldi tóku að neyða ofan í hann mat. Aðallögfræðingur Saddams er æfur yfir framgöngu þeirra og sagði hann í samtali við Reuters-fréttastofuna að ætlun þeirra væri að brjóta niður vilja hans.

Á sjötta tug Íraka féll í morgun
Á sjötta tug Íraka liggur í valnum eftir að tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í borgunum Bagdad og Kirkuk í morgun. Fyrri sprengjan sprakk í Sadr-hverfinu í höfuðborginni þar sem sjíar eru þorri íbúanna.

Jarðskjálfti skekur Sulawesi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir indónesísku eynna Sulawesi nú á tíunda tímanum. Að svo stöddu er ekki vitað um manntjón eða hvort flóðbylgja hafi myndast í kjölfar skjálftans.

Saur á samkynhneigða
Saur og eggjum var kastað að hópi samkynhneigðra og stuðningsmanna þeirra í Ríga í Lettlandi þegar fólkið var að koma úr guðsþjónustu í gær. Réttur í Ríga úrskurðaði á föstudag að ekki skyldi leyfa skrúðgöngu samkynhneigðra í borginni og hafði fjöldi baráttufólks um réttindi samkynhneigðra safnast saman í kirkjunni.

Hætta árásum á Ísrael
Uppreisnarmenn á Gaza hafa fallist á að hætta flugskeytaárásum á Ísrael og tók einhliða vopnahléð gildi aðfaranótt sunnudags, að sögn palestínsks embættismanns.

Helmingur barnakláms hýstur á bandarískum vefsvæðum
Rétt rúmlega helmingur barnaklámmynda á netinu kemur frá Bandaríkjunum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá bresku eftirlitsstofnuninni Internet Watch Foundation