18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda.
