Skógareldar æ algengari 24. júlí 2006 06:15 Hveitiakur brennur Slökkviliðsmenn börðust í vikunni við bruna á hveitiakri í Montana í Bandaríkjunum. MYND/AP Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins. Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins.
Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira