Kvöldfréttir

Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland
Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri.

Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð
Engin virkni hefur verið í gossprungunni á Reykjanesskaga síðan síðdegis í gær, þó að kvika flæði enn inn í kvikuganginn sem er sá lengsti frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga 2021. Við verðum í beinni frá Reykjanesskaga í kvöldfréttunum og ræðum við sérfræðing um framhaldið.

Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli
Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið.

Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði
Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum.

Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður
Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla
Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart.

Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum að háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað.

Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa
Fyrrverandi formaður Sameykis sem þáði sjötíu milljóna króna starfslokagreiðslu frá félaginu telur ekkert óeðlilegt við hana. Forseti ASÍ segir greiðsluna hins vegar seint falla undir heilbrigða skynsemi. Fjallað verður um umdeildar starfslokagreiðslu stéttafélagsins um í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís
Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið. Eftir mikið álag sem fylgdi kæruferlinu hafi niðurstaðan verið eins og blaut tuska. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtum við myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út.

Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við sem mennta- og barnamálaráðherra síðdegis í dag af Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Guðmundur Ingi segist reiðubúinn til að takast á við verkefnin í ráðuneytinu þó hann vildi að aðstæðurnar væru öðruvísi. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni
Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins
Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta
Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu varðandi fyrirkomulag Heinemann, sem tekur við rekstri fríhafnarinnar, gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort tilefni sé til að bregðast við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör
Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri
Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða.

Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum.

Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen
Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni
Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun
Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar
Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir nokkrum þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær eftir að hafa fundist þungt haldinn í Gufunesi og fimm eru í haldi lögreglu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá héraðsdómi þegar sakborningar voru leiddir fyrir dómara og förum yfir málið.

Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg
Fimm eru í haldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Við verðum í beinni frá lögreglustöðinni á Selfossi í kvöldfréttum Stöðvar 2, förum yfir atvik málsins og sjáum myndir af eftirför sem tengist rannsókninni.

Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni
Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól
Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjó á Austurlandi sem segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

„Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum
Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Eflingar sem segir hækkunina óskiljanlega og óréttlætanlega.

Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum
Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu.

Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna
Lögmenn sakborninganna í hryðjuverkamálinu svokallaða boða tugmilljóna skaðabótakröfu eftir sýknu í alvarlegasta þætti málsins í Landsrétti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt veið Svein Andra Sveinsson lögmann, sem segir þetta tímamótadóm.

Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps
Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2.