Innlent

Fréttamynd

Grunaðir um að hafa skotið á bænahús gyðinga í Osló

Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að hafa gert árás á bænahús gyðinga í borginni um síðustu helgi. Skotið var á bænahúsið. Einn þeirra handteknu var tekinn höndum í Þýskalandi síðasta sumar, grunaður um að skipuleggja hryðjuverkaárás þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst.

Erlent
Fréttamynd

Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða

Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig.

Innlent
Fréttamynd

Viktor fer ekki í prófkjörsslag

Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Innlent
Fréttamynd

Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða

Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn

Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 113% verðmismunur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum

Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% frá því í janúar samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ og munur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum var allt að 113%. Í átján tilvikum af þeim tuttugu og níu, sem skoðuð voru, var munur á hæsta og lægsta verði um og yfir 50%. Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði en oftast hæst í Gallerý fiski við Nethyl í Reykjavík. Athygli vekur að hæsta verð var oft í nýju verslanakeðjunni Fiskisögu, þannig að hagkvæmni stærðarinnar virðist ekki vera að skila sér til neytenda í þeim fiskbúðum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu

Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju mikið um árekstra í Reykjavík í gær

Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag þrátt fyrir hin ákjósanlegustu akstursskilyrði. Frá klukkan sjö í gærmorgun fram til klukkan níu í gærkvöldi urðu 24 árekstrar, þar af einn fimm bíla á Breiðholtsbraut, en engin slasaðist alvarlega. Þau mynduðu löggæslumyndavélar lögreglunnar tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í borginni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sumarbústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður í Sléttuhlíð, suðaustur af Hafnarfirði, brann til kaldra kola í nótt. Vegfarandi sá reyk langt að og tilkynnti um hann, en þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var bústaðurinn al elda. Engin hafði verið í honum eða nálægum bústöðum í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk leyniþjónusta starfrækt fyrir seinni heimsstyrjöld

Vísir að íslenskri leyniþjónustu var starfræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina. Tíu árum síðar beitti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir leynilegri öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið greinir frá því að þetta komi fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, sem hann ritar í tímaritið Þjóðmál og kemur út á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Enn í yfirheyrslum vegna afbrota

Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir tveimur síbrotamönnum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl tveimur nóttum fyrr. Eftir yfirheyrslur í Keflavík, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim, sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi. Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðalagi síbrotamanna er lokið

Tveir ungir menn sem grunaðir eru um innbrot víðs vegar um landið voru í gærkvöld úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í síbrotagæslu til 20. desember.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát

Tveir Pólverjar segja vinnuveitendur sína ekki hafa staðið í skilum með laun og hafa svikið annað samkomulag. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Þeir voru látnir búa í hálf-fokheldum bát í Reykjavíkurhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Ómar er bara góður vinur

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það túlkunaratriði hvort Ómar Ragnarsson fjalli minna eða meira um umhverfismál á næstunni. Ætli hann fjalli ekki bara þeim mun meira um þau, segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Dísilolía dýrari en bensínið

Í fyrsta skipti í sögunni er dísilolía dýrari en bensín á Íslandi. Lítri af dísilolíu með olíugjaldi var að meðaltali 30 aurum dýrari en bensínlítrinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistar heyri sögunni til

Á næsta ári verður ráðist í stækkun barna- og unglingageðdeildar. Þá færast greiningar á vægari tilfellum geðrænna vandamála til heilsugæslustöðva. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að með þessum aðgerðum heyri biðlistar brátt sögunni til. Áætlaður kostnaður stækkunarinnar er um 340 milljónir. Þess má geta að nú bíða 108 börn og unglingar eftir fyrsta viðtali á BUGL og hafa sumir beðið í á annað ár.

Innlent
Fréttamynd

Berjast um fyrsta sæti á lista

stjórnmál Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og alþingismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Efnt verður til sameiginlegs prófkjörs fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og mun annað sætið í því veita forystusæti á öðrum listanum. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun að líkindum sækjast einn eftir fyrsta sæti í prófkjörinu og skipa sama sæti á lista og í síðustu kosningum, það er fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að spila með öðru liðinu

Umhverfismál Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í Sjónvarpinu og ætlar að beita sér í umhverfismálum þjóðarinnar. Hann segir það hafa verið draum sinn frá tíu ára aldri að beita sér í þjóðmálaumræðu.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin og Lúðvík í 1. sæti

Þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson sækjast báðir eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf rökstuddan grun um afbrot

Lögregla hefur ekki mikið svigrúm til að grípa inn í mál sem bent geta til yfirvofandi hryðjuverka. Hún getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum, nema um rökstuddan grun sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Kæfisvefn getur valdið slysum

„Okkar aðal­áhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfi­svefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hlutur Íslands vel viðunandi

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í fyrradag samkomulag milli Íslands, Danmerkur, Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunns utan tvö hundruð mílna í suðurhluta Síldarsmugunnar. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu á landgrunnsréttindum Íslands yfir 29 þúsund ferkílómetra svæði vestast í Síldarsmugunni í beinu framhaldi af íslensku efnahagslögsögunni norðaustur af landinu.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir öðru sæti

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var kjörin á þing í síðustu kosningum en þá skipaði hún fjórða sætið á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Innlent