Innlent

Slapp ómeiddur úr brennandi íbúð
Maður slapp ómeiddur út um glugga á bakhlið á brennandi íbúð við Miklubraut, á móts við Miklatún, laust fyrir klukkan átta í morgun. Allt húsið var rýmt til öryggis.

Mikil aukning á akstri undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Selfossi tók fjóra ökumenn úr umferð í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja, en aðeins einn vegna ölvunar. Þetta eru fleiri svona atvik á einni nóttu á Suðurlandi en nokkru sinni fyrr og til samanburðar var aðeins einn tekinn grunaður um ölvunarakstur á svæði lögreglunnar í Árnessýslu í nótt.

Skagfirðingar leggja til mótvægisaðgerðir
Skagfirðingar hafa þungar áhyggjur af þeim búsifjum sem sveitarfélagið verður fyrir við niðurskurð þorskkvóta. Byggðaráð sveitarfélagsins hefur því lagt fram lista yfir mótvægisaðgerðir sem það vill að ríkisvaldið grípi til og eru þær í 26 liðum. Lagt er til að háskólanám verði eflt í Skagafirði, að þar verði komið upp aðstöðu til kvikmyndagerðar og athugað verði hvort sveitarfélagið geti hýst netþjónabú.
Fjórir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Selfossi tók fjóra ökumenn úr umferð í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Þetta er óvenju mikill fjöldi slíkra atvika á einni nóttu á Suðurlandi og til samanburðar var aðeins einn tekinn grunaður um ölvunarakstur á svæði lögreglunnar í Árnessýslu í nótt.
Slapp ómeiddur úr brennandi íbúð
Maður slapp ómeiddur út um glugga á bakhlið á brennandi íbúð við Miklubraut, á móts við Miklatún, laust fyrir klukkan átta í morgun. Reykur meinaði honum útgöngu um dyrnar. Óttast var að tveir til viðbótar væru í íbúiðnni og voru sjö reykkafarar sendir inn en fundu engan.
Unglingapartý í Hafnarfirði leyst upp
Lögreglumenn handtóku tvær fimmtán ára stúlkur eftir að þær réðust á lögregluþjóna við skyldustörf í Hafnarfirði í nótt. Lögreglan hafði verið kölluð að húsi þar sem mikið fjölmenni var í unglingapartíi, sem olli nágrönnum ónæði. Húsráðandi reyndist vera 15 ára stúlka, sem umsvifalaust sló lögreglumann.
Fimm líkamsárásir í nótt
Fimm líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórar í miðborginni. Í einni þeirra var maður barinn með öflugu barefli, og var hann fluttur á Slysadeild, meðal annars með áverka á höfði. Árásarmaðurinn var handtekinn og gistir fangageymslur. Í hinum tilvikunum komust árásarmennirnir undan og fórnarlömbin meiddust minna.

Naust Íslendings reist með Smithsonian í Reykjanesbæ
Samningur um að reisa skála yfir víkingaskipið Íslending var undirritaður í Reykjanesbæ í dag. Samningnurinn milli Íslendings ehf og Spangar ehf tekur til smíði skálans yfir skipið og sýningar því tengdu, m.a. í samstarfi við Smithsonian safnið. Skálinn er sagður verða hinn glæsilegasti. Kostnaðaráætlun er rúmlega 240 milljónir króna.
Óforskammaðir piltar fjarlægðu hraðahindrun
Á vef lögreglunnar kemur fram að tveir hafi fjarlægt hraðahindrun í í Mosfellsbæ í nótt. Til þeirra sást og hafði lögreglan hendur í hári þeirra skömmu síðar. Piltarnir báru því við að vinir þeirra hefðu skemmt bílana sína á þessari hindrun og því ákváðu þeir að taka lögin í sínar hendur.
Úthlutun lóða í Úlfársdal staðfest í borgarráði
Borgarráð samþykkti í gær úthlutun lóða í Úlfársdal. Á fundinum var lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 3. júlí, þar sem lögð er til úthlutun á byggingarrétti fyrir 4 fjölbýlishús, 11 raðhús, 27 parhús og 65 einbýlishús í Úlfarsárdal. Samtals eru þetta 107 lóðir og 380 íbúðir.
Markvörður í lögregluyfirheyrslu í hálfleik
Beitir Ólafsson, fyrirliði og markvörður 3. deildarliðsins Ýmir, var í sviðsljósinu í Fagralundi í gær. Í fyrri hálfleik varði hann vítaspyrnu eftir að hafa lent í samstuði við leikmann KB. Við samstuðið rotaðist leikmaður KB og þurfti að fara á brott með sjúkrabíl. Í hálfleik var svo lögreglan mætt á svæðið og yfirheyrði Beiti vegna atviksins. Eftir yfirheyrslur hélt leikurinn áfram og Beitir stóð sem áður í marki Ýmismanna.

Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu
19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum.

Fljúgandi asparfræ áberandi víða á landinu
Siðustu daga hafa fljúgandi asparfræ verið áberandi víða á landinu. Nú er grasfrjókornatímabilið hálfnað, en það hófst óvenju snemma í ár. Í júní var magn frjókorna í lofti einnig óvenjumikið suma daga. Mikill erill er hjá ofnæmislæknum og er fjöldi sjúklinga mjög illa haldinn. Yfirgnæfandi hluti þeirra er með grasfrjókornaofnæmi.

Hornhimnubanka komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms
Svokölluðum hornhimnubanka verður komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms. Þannig munu íslendingar eiga meiri möguleika en áður á að fá betri sjón.

Jón Steinar myndi fagna opinberri rannsókn á upphafi Baugsmálsins
Í viðtali sem birtist við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Viðskiptablaðinu í dag, segist hann telja eðlilegt ef gerð yrði opinber rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Hann segist ekki vilja leggja mat á hvort lagaheimildir fyrir slíkri rannsókn séu fyrir hendi. „Persónulega myndi ég þó fagna því," sagði Jón Steinar í viðtalinu.
Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi
Enn er varað við skemmdum á klæðningu á 1,5 km kafla á Þingvallavegi, við Grafningsvegamót. Bifhjólamenn eru sérstaklega varaðir við skemmdunum og er hraði takmarkaður við 50 km. Einnig eru vegfarendur beðnir um að sýna varúð við akstur um hálendið, sérstaklega við óbrúaðar ár.

Fyrsta BMW kraftmílan háð á morgun
Farið verður í fyrstu BMW kraftmíluna á kvartmílubrautinni í Kaplahrauni, laugardaginn 14 júlí næstkomandi. Slík kraftmíla hefur ekki verið háð hér á landi áður, og þarna er markmiðið að mynda öruggan og löglegan vettvang fyrir unga ökuþóra.
Ekki talið að Íslendingar tengist málinu
Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu.

Ber vott um ofstjórnarsamfélag
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum.

Magnús Þór ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra og starfandi borgarritari
Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til eins árs. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra þess efnis. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Neyslugleðin náði hámarki í júnímánuði
Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði og er þessi mikla neyslugleði meðal annars rakin til góðviðris.

Ólympíumeistarinn á meðal alþjóðlegra afrekshlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis
Stefano Baldini, sigurvegari í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, verður meðal keppenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 18. ágúst næstkomandi. Baldini sigraði einnig í Evrópumeistaramótinu í Gautaborg árið 2006. Hann gerir ráð fyrir að hlaupa hálft maraþon hér á landi að þessu sinni.

Vændiskona játaði
Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína. Henni verður ekki vísað úr landi og ólíklegt er talið að hún verði kærð.
Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veitir milljón króna styrk
Harpa Þorvaldsdóttir, mezzosópran hlýtur einnar milljón króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til efnilegs söngfólks til framhaldsnáms erlendis. Auglýst var eftir styrkhöfum fyrir árið í ár og bárust 15 umsóknir.

Ekki vísað úr landi
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða.

Leikskólakennsla í skógarlundi
Leikskólinn Rauðhóll í Norðlingaholti býr svo vel að eiga aðgang að útikennslustofu. Þar fara krakkarnir í leiki, klifur og láta mývarginn hvorki stoppa sig í leik né starfi.

Dularfulla svanahvarfið
Álftapar sem hefur um árabil komið ungum sínum á legg á lóni í Elliðaárdal hefur horfið á dularfullan hátt. Íbúarnir skilja ekki hvert, en spurst hefur til veiðiþjófa á svæðinu.
Í skýrslutöku hjá lögreglu
Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali.

Nágrannar við Njálsgötu 74 eiga fund með borgarstjóra í dag
Nágrannar við Njálsgötu 74 eiga fund með borgarstjóra í dag klukkan 14:00 vegna fyrirætlana um rekstur heimilis fyrir karlmenn í virkri áfengis- og fíkniefnaneyslu að Njálsgötu 74. Ákvörðun velferðarráðs um málið verður tekin fyrir í borgarráði á morgun.
Fleiri leita til Símavers Reykjavíkurborgar
Umtalsverð aukning varð í þjónustu Símavers Reykjavíkurborgar milli áranna 2006 og 2007. Þegar bornir eru saman fyrstu sex mánuðir áranna sést að 20% aukning símtala er á milli ára. Símaver Reykjavíkurborgar, sem stofnað var fyrir tveimur árum, er allsherjar upplýsinga- og þjónustuver fyrir borgarbúa.