Óveður 10. og 11. desember 2019

Fimmtíu manns dvelja enn í fjöldahjálparstöð í Dalvík
Ein fjöldahjálparstöð verður áfram opin af hálfu Rauða kross Íslands í nótt.

Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann
Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga.

Björguðu ellefu hrossum úr snjónum
Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins.

Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni.

Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“
Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera.

Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu
Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö.

Harðorðar bókanir frá sveitarstjórnum fyrir norðan: „Ljóst er að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins brugðust“
Sveitarstjórn Húnaþings vestra sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafa sent frá sér nokkuð harðorðar bókanir vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í sveitarfélögunum tveimur vegna óveðursins sem gekk yfir landið í vikunni.

Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna
Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu.

Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík
Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík.

Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði
Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða.

„Snýst auðvitað um líf fólks í landinu“
Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.

Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft.

Aðstæður í Sölvadal „eins krefjandi og erfiðar“ og hugsast getur
Hátt í áttatíu manns taka þátt í björgunaraðgerðunum í Sölvadal.

Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann.

Þarf að fljúga frá Reykjavík til Keflavíkur til að afferma búnað
C130 Hercules-flugvél danska flughersins þarf að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar, áður en haldið er norður í land, þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík.

Dönsk herflugvél á leið norður í leitina
Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal.

Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins
"Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum.

Varðskip veitir Dalvíkingum rafmagn
Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn

Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.

Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi
Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar.

Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi
Í næstu viku dregur svo úr frosti.

Flestar leiðir færar um sunnanvert landið en mikil ófærð norðan- og austantil
Enn mikil ófærð á norðan- og austanverðu landinu en unnið að hreinsun á vegum.

Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn
Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður.

Bjargað af ísköldum bænum ásamt tveimur ungum dætrum
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, bóndi á Böðvarshólum í Vestur-Hópi á austanverðu Vatnsnesi, kveðst afar hugsi yfir því hversu lengi rafmagnsleysið á Norðurlandi vestra hefur varað.

Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi.

Maður féll í Núpá í Sölvadal
Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal.

Tugir tilkynninga um tjón hafa borist tryggingarfélögum
Tugir tjónatilkynninga hafa borist tryggingarfélögum í dag en búist er við að fjöldi tilkynninga til viðbótar berist á næstu dögum.

Rafmagn skammtað á Króknum
Rafmagnslaust er nú víða um land vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir síðasta eina og hálfa sólarhringinn eða svo.

„Samfélagið er meira og minna lamað“
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.