Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu

Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Ísland langefst á lista Riot Games

Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Einn greinst með suður-afríska afbrigðið

Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Svona var 166. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara nú fram einu sinni í viku, á fimmtudögum, en faraldurinn er í lægð hér á landi og ekki greinst smit undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekki hugsað um hags­muni ís­lensku þjóðarinnar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir óskiljanlegt að Íslendingar vilji ekki vera í fremstu röð þegar kemur að bólusetningum gegn COVID-19, rétt eins og við höfum verið almennt í vörninni gegn veirunni. Þetta kom fram í spjalli hans við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun.

Harmageddon
Fréttamynd

Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug.

Erlent
Fréttamynd

Sjö sendir til baka án gildra vottorða

Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels

Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

81 árs og eldri streyma í bólusetningu

Í dag hófst bólusetning fyrir Covid-19 á einstaklingum í aldurshópnum 81 árs og eldri. Á höfuðborgarsvæðinu fer bólusetningin fram í Laugardalshöll en þangað eru þeir boðaðir sem fæddir eru 1939 eða fyrr að því er segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Að væng­stífa fólk

Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að bólu­setja um 3,5% Ís­lendinga

Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir.

Innlent