Verkföll 2020

Fréttamynd

Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar

Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Verkfall í augum barns

Ég sat á miðju Stjörnutorgi með fimm ára leikskólabarninu mínu í vikunni. Hún átti að vera í leikskólanum en í staðinn sat hún með brauðstangarsósu út á kinn og með sleikjó í vasanum.

Skoðun
Fréttamynd

Að komast í bað

Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi.

Skoðun
Fréttamynd

Verktakar máttu ganga í störf blaðamanna Mbl.is

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, var sýknað í meginatriðum af ásökunum um verkfallsbrot í verkfalli vefblaðamanna fyrir áramót. Kveðinn var upp úrskurður þess efnis núna klukkan 16:30 í húsakynnum Landsréttar. Fréttaskrif Baldurs Arnarsonar, blaðamanns Morgunblaðsins, á Mbl.is voru úrskurðaðar ólöglegar.

Innlent
Fréttamynd

Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni.

Innlent
Fréttamynd

Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli

Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu

Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti.

Innlent