SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2020 12:03 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira