Söfn

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum.

Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi
Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi.

Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum
Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum.

Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í átján útköll vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu á um tveimur klukkustundum. Meðal útkalla var vatnstjón á Kjarvalsstöðum.

Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn
Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg.

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda
Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Íslenskur fjárhundur á Bessastaði?
Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum.

„Ég var örugglega getinn í Land Rover“
27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp.

Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Ég þakka innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér um árabil með því að bera undir mig ýmsa texta í nafni eins af fáum (3) höfuðsöfnum Íslands. Það hefur verið ómetanlegur heiður og honum mun ég ei gleyma svo lengi eða skammt sem ég lifi.

Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum
Nýjum listaverkum eftir þá Sigurð Árna Sigurðsson og Helga Má Kristinsson hefur verið komið upp við Center hótelið á Héðinsreit í Reykjavík.

Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur
Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið.

Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sjö manns sóttu um stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem auglýst var á dögunum. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri
Tékkneski flugherinn og kafbátaleitarflugvél bandaríska sjóhersins eru meðal sýningaratriða á árlegum flugdegi Flugsafns Íslands sem fram fer á Akureyrarflugvelli í dag, laugardag. Þá verða Flugsystur með atriði en það eru ný samtök kvenna í flugi.

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum
Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa
Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn.

Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og dagskrárgerðarkona hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri.

Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand
Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands.

Segja ógnarstjórn ríkja á Þjóðminjasafninu
Þau Þorvaldur Óttar Guðlaugsson og Helena Mirra Stefánsdóttir fyrrverandi starfsmenn Þjóðminjasafnsins, fara fyrir um tuttugu manna hópi starfsmanna sem krefjast stjórnsýsluúttektar á störfum Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavarðar.

Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum
Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584.

Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands?
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um óvæntar uppsagnir fjögurra starfsmanna á Þjóðminjasafni Íslands. Það sem mesta athygli hefur vakið er uppsögn þriggja fornleifafræðinga sem hver um sig gegndi mikilvægu hlutverki hjá safninu.

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu
Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru.

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku.

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti.

Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu
Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim.

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum.

Bók skilað eftir 56 ára útlán
Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins.

Uppsagnir á Þjóðminjasafninu
Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna.

Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins
Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag
Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.