Söfn

Fréttamynd

Náttúru­minja­safn Ís­lands má sinna sýninga­haldi!

Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið skoðun á kvörtun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Perlu norðursins hf. (PN) frá því í janúar í fyrra vegna áforma Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins ásamt Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, um að starfrækja sýningu með ríkisframlagi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Hjarta­staður – hvaðan ertu?

Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri.

Skoðun
Fréttamynd

Söfn í þágu fræðslu og rann­sókna

Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum.

Skoðun
Fréttamynd

Í til­efni af Al­þjóð­lega safnadeginum

Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta flugið til Ís­lands var hluti heimsviðburðar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Hljómahöllin fagnar 10 ára af­mæli með opnu húsi

Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram.

Lífið
Fréttamynd

Ást­ríðu­fullur safnari í Reykja­nes­bæ

Á heimili Ólafs Ólafssonar í Reykjanesbæ er líklega að finna eitt stærsta einkasafn landsins af merkjum og fatnaði sem tengjast starfsemi lögreglu, flugi, hersins og ýmissa annarra embættisaðila, bæði íslenskum og erlendum. Þar má meðal annars finna lögregluhúfu frá 1930, smellubindi frá Varnarmálastofnun Íslands, húfumerki yfirmanna Landhelgisgæslunnar frá tímum Þorskastríðsins því og svo mætti lengi telja.

Lífið
Fréttamynd

Rokksafni Ís­lands verður ekki lokað

Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af fólki sem ber hlýjar til­finningar til þessarar björgunar­þyrlu“

Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref.

Innlent
Fréttamynd

Ekið með björgunar­þyrlu til Akur­eyrar

Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Söfnin eru dauð -og þau drápu sig sjálf!

Byrjum á margtugginni yfirlýsingu Friedrich Nietzsche um dauða guðs og að við höfum drepið hana/hán/hann. Þetta er nákvæmlega það sem eru sífellt augljósari örlög stóru safnana á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaft­æði“

Guðný Kristjánsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ og tengdadóttir rokkarans keflvíska Rúnars Júlíussonar segir meirihluta bæjarbúa vera ósáttan með ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að flytja bókasafn bæjarins í Hljómahöll og takmarka starfsemi Rokksafns Íslands. Hún segist munu berjast gegn áformum bæjarstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum.

Innlent
Fréttamynd

Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið

„Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk strandmenning í brenni­depli á Akra­nesi

Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Menning
Fréttamynd

Sigurður Hjartar­son er látinn

Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Ekki kjörið að stærsta safngripageymsla landsins sé á Völlunum

Þjóðminjavörður segir að til langs tíma litið þurfi að skoða aðra staðsetningu fyrir stærstu munageymslu þjóðarinnar sem staðsett er á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hún segir starfsmenn nú hafa mestar áhyggjur af gasmengun vegna jarðhræringa frekar en af hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Systur jóla­sveinanna komnar til byggða

Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Lífið
Fréttamynd

Ástin og þráin alltaf eins

Sagnfræðingur segir ástina alltaf eins. Það megi lesa úr gömlum ástarbréfum sem séu til á Kvennasögusafninu. Oftast sé þráin mest í upphafi sambands og svo taki meiri praktík við. Skekkja sé þó í safninu því flest bréfin komi frá pörum þar sem kom til sambands. Önnur hafi líklega endað í eldinum. 

Lífið