Söfn

Fréttamynd

Sögu­leg skóla­muna­stofa heyrir sögunni til

Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Saka Lilju um metnaðar­leysi við ráðningu eftir­manns Hörpu

Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir á Ysta­felli ætlar sér að stækka bíla­safnið sitt

Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Þjóð­minja­safns harma verk­lag Lilju

Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Harpa Þórs­dóttir er nýr þjóð­minja­vörður

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000.

Innlent
Fréttamynd

Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík

Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins.

Innlent
Fréttamynd

Söfn fyrir öll

Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar.

Skoðun
Fréttamynd

85 ára með glæsilegt minjasafn á Mánárbakka á Tjörnesi

Hann lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera orðinn 85 ára og fer með gesti út um allt á safninu sínu á Mánárbakka á Tjörnesi. Hér erum við að tala um Aðalgeir Egilsson, sem á og rekur minjasafnið og tekur á móti fólki með bros á vör alla daga.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi

„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.

Innlent
Fréttamynd

Sak­sóknari með styttu­hvarfið til skoðunar

Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mögnuð upp­lifun á Skrímsla­setrinu á Bíldu­dal

Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði tertu í Monu Lisu

Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París.

Erlent
Fréttamynd

Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins

Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. 

Lífið
Fréttamynd

Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir

Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar.

Innlent
Fréttamynd

Opnum hliðin – stækkum dalinn

Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi.

Skoðun