„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2023 20:05 Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Hann gerði málaralistina að ævistarfi og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. „Ásgrímsleiðin” er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands
Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira