Breiðablik

Fréttamynd

„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“

„Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Boltinn vildi ekki inn í dag“

„Nei, mér fannst þetta ekki sanngjörn niðurstaða, mér fannst við stjórna leiknum frá byrjun og vera með yfirhöndina allan leikinn,“ Sagði Aron Sigurðarson, leikmaður KR, eftir jafntefli liðsins gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballið ekki búið hjá Breiðabliki

Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Lech Poznan - Breiða­blik 7-1 | Af­hroð í Pól­landi

Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fjöl­mennasti leikur sem Breiða­blik hefur spilað“

Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic er genginn til liðs við Rauðu stjörnuna frá Belgrad í Serbíu og einn af hans fyrstu leikjum fyrir félagið gæti orðið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­skiljan­legur miði Vestra vekur at­hygli

Vestri heimsótti Breiðablik í fimmtándu umferð Bestu-deildar karla á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur. Það voru þó ekki úrslit leiksins sem vöktu helst athygli sérfræðinga Stúkunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri

Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“

Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það.

Fótbolti