Breiðablik

Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-3 | Breiðablik gerði góða ferð til Eyja

Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna“

„Breiðablik hefur oft fundið einhvern neista og viljað spila svona leiki. Þegar maður horfði á liðið í dag var svolítið eins og þær séu að koðna. Hvað sem veldur því. Þær voru ósáttar með að vera ekki spáð topp sæti. Sýndu það þá, þú ert á heimavelli. Við hvað ertu hræddur?“ segir Helena Ólafssdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hvar eru Garðbæingar?“

Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“

Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eins og við værum yfirspenntar“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að jafntefli hafi líklega verið sanngjörn úrslit í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Stjörnukonur komust yfir á 60. mínútu en Blikar jöfnuðu tíu mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu

Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki eitt­hvað sem allir for­eldrar myndu leyfa“

Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum

Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“

„Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Litlir hundar sem gelta hátt“

„Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld.

Fótbolti