Breiðablik

Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar
Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi.

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri
Íslandsmeistarar Breiðabliks virðast óstöðvandi í Bestu deild kvenna í fótbolta og sendu skýr skilaboð með 4-0 stórsigri gegn Val á Kópavogsvelli í kvöld. Valskonur hafa þar með tapað þremur deildarleikjum í röð, í fyrsta sinn frá árinu 2015.

Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn.

Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit
Breiðablik og Vestri, tvö af þremur efstu liðum Bestu deildar karla í fótbolta, mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli.

„Þurftum að grafa djúpt“
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag.

„Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum”
KA-menn sitja áfram í botnsæti Bestu deildar karla eftir tap á móti Blikum en þjálfarinn var ánægður með spilamennsku liðsins.

Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin
Blikar hoppuðu upp í annað sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir nauman 1-0 útisigur á botnliði KA fyrir norðan.

Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum
Þór/KA og Breiðablik voru fyrstu tvö liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en sextán liða úrslitin hófust í dag.

Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld.

Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“
Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans og nú er Kristófer mættur aftur inn á völlinn og það með miklu látum.

Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Bestu deildar liðs Breiðabliks, sem sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn í síðustu umferð gegn KR og skoraði dramatískt jöfnunarmark, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu er hann vann í því að komast aftur inn á völlinn eftir aðgerð á báðum ökklum.

Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning
Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Breiðabliks þegar hann jafnaði metin á 92. mínútu leiksins þegar Breiðablik og KR skildu jöfn í Kópavogi fyrri í kvöld. Leikið var í 5. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 3-3 í gjörsamlega frábærum fótboltaleik.

Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslandsmeistarar Breiðabliks náðu að bjarga stigi með marki í uppbótartíma eftir frábæran fótboltaleik gegn KR í 5. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Blikar tveimumr mörkum yfir í seinni hálfleik. KR tók forystuna en Blikar jöfnuðu á 92. mínútu. Lokastaðan 3-3. Frábær fótboltaleikur.

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Framherjinn Þorleifur Úlfarsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik og mun því spila með Íslandsmeisturunum í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa spilað erlendis síðustu þrjú ár.

Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni
Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig.

„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust.

Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar.

Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta á láni frá skoska félaginu Rangers. Hún mun spila með Breiðabliki næstu tvo mánuðina.

Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag
Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum.

Dagur Örn sagður á leið til FH
Dagur Örn Fjeldsted er sagður á leið til FH á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu.

Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð
Breiðablik vann 0-1 sigur á Vestra á Kerecisvellinum í hörkuleik í Bestu deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og var það ekki fyrr en seint í leiknum sem að Breiðablik skildi sig frá Vestra.

Ármann í úrslit um sæti í efstu deild
Ármann tryggði sér í dag sæti í úrslitaeinvíginu um laust sæti í Bónus-deild karla er liðið vann öruggan 19 stiga sigur gegn Breiðabliki í fjórða leik liðanna í kvöld.

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
„Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna.

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Blikinn Andri Rafn Yeoman lék í kvöld sinn þrjú hundraðasta leik í efstu deild í fótbolta. Hann er sá fimmti sem nær þessum áfanga.

Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar
Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur.

„Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“
Óli Valur Ómarsson var að vonum kampa kátur með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld en Breiðablik skoraði sigurmarkið í uppbótartíma til þess að tryggja sér 2-1 sigur.

Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu 0-2 undir gegn Þrótti Reykjavík í leik liðanna í 2. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Meistararnir létu ekki deigann síga og tókst að jafna metin í uppbótartíma, jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum.

Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin
Undanúrslit umspilsins um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð héldu áfram í dag. Breiðablik hefur nú jafnað metin gegn Ármanni á meðan Hamar er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Fjölni.

Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar
Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu ekki í neinum vandræðum gegn Fjölni og eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Á Húsavík var Lengjudeildarslagur og var það Þróttur Reykjavík sem fór með sigur af hólmi.

Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni
Hamar og Ármann eru með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígum sínum í baráttunni um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.