ÍBV

Umfjöllun: Sandra María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum
Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik.

Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri
„Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik.

Umfjöllun og viðtal: Haukar - ÍBV 29-26 | Haukakonur knúðu fram oddaleik í Eyjum
Haukar höfðu betur í framlengingu gegn ÍBV í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum 29-26.

„Hann sveik dálítið liðið“
FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31.

Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“
Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað.

„Náðum að þreyta þá og þeir tóku skot úr erfiðum stöðum“
ÍBV vann fjögurra marka útisigur gegn FH 27-31. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigur í fyrsta leik í undanúrslitum gegn FH.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 27-31 | ÍBV stal heimavallarréttinum
ÍBV er komið í forystu í undanúrslitum gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í Kaplakrika í kvöld.

Meira en þrjátíu ár síðan FH tókst síðast að slá ÍBV út úr úrslitakeppninni
FH-ingar taka í kvöld á móti Eyjamönnum í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta.

Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg
Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki.

Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“
„Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta.

Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda
Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur
Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 3-1 | Fyrsti sigur Framara í hús
Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld.

Stoltur af systur sinni og segir hana yfirburða leikmann í deildinni
Orri Freyr Þorkelsson fylgist stoltur með systur sinni blómstra með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Hann segir hana besta leikmann deildarinnar.

„Ég er mjög mikill aðdáandi Eyjunnar en held að FH sé sterkari“
Logi Geirsson hefur meiri trú á FH en ÍBV í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla.

Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn
Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið
Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli
Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.

„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“
Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍBV 1-3 | Eyjamenn unnu fyrsta útisigurinn
Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.

„Við stækkuðum um helming“
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Haukar 29-22 | Eyjakonur taka forystuna
ÍBV vann nokkuð öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í dag, 29-22.

Eyjakonur fá kýpverska landsliðskonu
ÍBV hefur hefur samið við kýpversku landsliðskonuna Marinella Panayiotou um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu.

Félögin selja hamborgara, bjór og varning fyrir tugi milljóna
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.

Oliver til ÍBV
Fótboltamaðurinn Oliver Heiðarsson er genginn í raðir ÍBV frá FH. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV.

ÍBV fær tvöfaldan liðsstyrk frá Jamaíku
ÍBV hefur fengið tvo jamaíska leikmenn til sín. Þeir hafa báðir leikið fyrir landslið Jamaíku sem Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson þjálfar.

„Óskar verður ekki ánægður með þetta“
ÍBV vann Breiðablik 2-1 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum síðastliðin sunnudag. Varnarleikur gestanna var vægast sagt lélegur í fyrsta marki leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 1-0 | Eyjakonur unnu fyrsta sigur tímabilsins
ÍBV vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Selfyssingum í Suðurlandsslag í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

„Ekkert séð frá honum“
Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður Breiðabliks í 2-1 tapi liðsins á móti ÍBV. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu frammistöðu hans í leiknum.