Kvikmyndagerð á Íslandi
Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“
Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið.
Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur
„Ég er fyrst og fremst ótrúlega stolt af myndinni – og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri; að leika þessa flóknu konu sem fær þennan stóra boga. Það er ekki á hverjum degi á Íslandi sem það kemur út kvikmynd sem er þroskasaga einnar konu, skrifuð af konu og leikstýrt af konu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem fer með burðarhlutverkið í íslensku stórmyndinni Eldarnir sem frumsýnd verður þann 11. september næstkomandi.
Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna
Rómantíski spennutryllirinn Eldarnir var frumsýndur fyrir fullum sal í Smárabíó 3. september síðastliðinn. Eftirvæntingin var mikil og stemmingin brakandi af myndum að dæma.
Balta bregst bogalistin
Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu.
Betri kvikmyndaskóli
Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022.
Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann
Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni.
ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver
Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, hið spænska Secuoya Studios, um fjármögnun og samframleiðslu á efni sem ACT4 framleiðir.
Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð
Saga Garðarsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðalhlutverk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film.
Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum
Þeir Þorsteinn Bachmann, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney hafa verið ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskóla Íslands.
Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf
Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar.
Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin.
Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana
Fyrsta kitlan úr rómantíska spennutryllinum Eldunum er komin á Vísi. Eldarnir er fyrsta kvikmynd Uglu Hauksdóttur, skartar Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Pilou Asbæk í aðalhlutverkum og verður frumsýnd hér á landi 11. september.
Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian
Hlynur Pálmason, leikstjóri og myndlistarmaður, sýnir tvær kvikmyndir í keppni kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián og er jafnframt heiðraður með einkasýningu á Tabakalera, alþjóðlegri miðstöð samtímalistar í borginni.
Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám
Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika.
Sannfærði Balta um að snúa aftur
Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd.
Lög Sálarinnar verða að kvikmynd
Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.
Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs
Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram sigurför sinni um heiminn en hún er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025.
Forsetahjónin létu sig ekki vanta
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.
Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins
Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson.
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“
Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann.
Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi.
„Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér
Tómas Lemarquis er í stóru hlutverki í geimþáttunum Foundation. Tómas vann náið með leiklistarþjálfara í undirbúningi fyrir hlutverkið og kafaði þar ofan í erfiðar æskuminningar. Úr varð heilandi innra ferðalag sem hafði djúpstæð áhrif á hann.
Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“
Saga Garðarsdóttir hvetur gesti og gangandi til að taka mynd af sér með klofi hennar sem prýðir auglýsingaskilti víða um borgina í tilefni af nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar.
Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta
Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.
Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi
Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu.
Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.
Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV
Sjónvarpsþættirnir Krautz in Seltjarnarnes, sem þrír ungir listamenn framleiddu á vegum skapandi sumarstarfa sumarið 2023, verða á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar. Þáttagerðarmennirnir hlakka til að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi.
Zendaya sást í miðbænum
Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu.