Besta deild karla

KA að kaupa Viktor Jóns frá Þrótti?
Þróttur Reykjavík hefur samþykkt kauptilboð KA í markahæsta leikmann Inkasso-deildarinnar 2018 samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Gunnar áfram í markinu hjá FH
Færeyingurinn hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH.

Brynjar Ásgeir aftur til FH
Brynjar Ásgeir Guðmundsson er genginn til liðs við FH á nýjan leik en hann kemur til liðsins frá Grindavík.

Elís Rafn kominn í Stjörnuna
Elís Rafn Björnsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Pepsi deild karla á næsta tímabili.

Ægir og Alex Freyr sömdu við KR
Alex Freyr Hilmarsson og Ægir Jarl Jónasson gengu til liðs við KR í dag og munu spila með liðinu í Pepsi deild karla næsta sumar.

Laugi Bald aftur í þjálfarateymi FH
Guðlaugur Baldursson er kominn aftur inn í þjálfarteymi FH og þeir Ásmundur Haraldsson og Eiríkur Þorvarðarson hafa skrifað undir framlengingu á sínum samningum.

Atli Viðar gerir upp ferilinn í frábæru innslagi: Fyrsta æfingin hjá FH var í reiðhöll
Atli Viðar Björnsson lagði skóna á hilluna eftir tímabilið í Pepsi-deild karla en Atli hefur verið einn albesti framherji íslenska boltans.

Elfar Árni áfram á Akureyri
Elfar Árni Aðalsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA en félagið tilkynnti þetta síðdegis í dag.

Guðmundur kominn til Eyja
Guðmundur Magnússon er genginn til liðs við ÍBV og mun spila með liðinu í Pepsi deild karla á næsta ári.

Þórir Guðjónsson úr Grafarvogi í Kópavog
Sóknarmaðurinn knái Þórir Guðjónsson er genginn til liðs við Pepsi-deildarlið Breiðabliks eftir að hafa fallið úr deildinni með Fjölni á síðustu leiktíð.

Gonzalo Zamorano á Skagann
Spænski sóknarmaðurinn er genginn í raðir nýliða ÍA.

Guðmann kominn aftur í FH
Miðvörðurinn fer frá Akureyri til Hafnafjarðar.

Sam Hewson í Fylki
Sam Hewson skrifaði undir samning við Fylki en þetta var staðfest á blaðamannafundi í Árbænum i dag.

Ásgeir Börkur yfirgefur Fylki
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á förum frá Fylki en hann tilkynnti þetta í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Björn Berg í Garðabæinn
Bronsliðið í Pepsi-deild karla, Stjarnan, er búið að semja við Björn Berg Bryde um að leika með liðinu næstu þrjú tímabil.

Jón Þór hættur hjá Stjörnunni
Jón Þór Hauksson er hættur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann komst að samkomulagi við félagið um starfslok.

Túfa búinn að semja við Grindavík
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grindavík og mun hann því þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Knattspyrnudeild Grindavíkur var rétt í þessu að tilkynna þetta á Facebook síðu sinni.

Arnar Gunnlaugsson orðinn þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem þjálfari Víkings Reykjavíkur en hann semur til tveggja ára við félagið.

Helgi Sig verður áfram í Árbænum
Helgi Sigurðsson verður þjálfari Fylkis næstu tvö árin. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Aron Snær framlengdi við Fylki
Markmaðurinn Aron Snær Friðriksson verður áfram í Árbænum næstu ár, hann skrifaði undir nýjan samning við Fylki í dag.

Kristján Guðmunds orðaður við Stjörnuna: „Af hverju ekki?“
Lesa mátti milli línanna í viðtali Kristjáns Guðmundssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann yrði næsti þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

Frá Þórsvellinum á Anfield
Þóroddur Hjaltalín lauk dómaraferli sínum þegar hann dæmdi sinn síðasta leik hér á landi um helgina. Hann hefur klifið metorðastigann og kveður sáttur en segir ákveðins tómleika gæta á þessari stundu.

Áhorfendum fjölgaði örlítið á milli ára í Pepsi-deild karla
Jákvæð teikn á lofti en betur má ef duga skal.

Logi hættur í Víkinni
Víkingur er án þjálfara í Pepsi-deild karla eftir að Logi Ólafsson og knattspyrnudeild félagsins komust að samkomulagi um að halda samstarfinu ekki áfram.

Atli Viðar: Stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð
Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum.

Franski bakvörðurinn framlengir í Krikanum
FH er byrjað að vinna í sínum leikmannahóp eftir að tímabilinu lauk í Pepsi-deildinni á laugardaginn en liðið endaði í fimmta sæti deildarinnar.

Fjölgun á áhorfendum í Pepsideild karla
Þrátt fyrir mikla umræðu um dræma mætingu á Pepsideild karla í sumar var fjölgun í áhorfendatölum ársins frá því síðasta sumar.

Óvissa ríkir um gervigrasið í Víkinni
Víkingar gætu tekið eitt ár til viðbótar á grasi í Pepsi-deildinni.

Atli Viðar leggur skóna á hilluna
Atli Viðar Björnsson hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á Instagram í dag.

Gísli Eyjólfs: Eins og vanþakklátur krakki á jólunum
Miðjumaður Breiðabliks vill fara í atvinnumennsku en norska úrvalsdeildin heillar ekki.