Fótbolti

Fréttamynd

FH-ingar furða sig á rán­­dýru Hauka­húsi

Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“

Innlent
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea

Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rétta þarf aftur í máli Ryan Giggs

Kviðdómi í máli Ryan Giggs tókst ekki að komast að niðurstöðu eftir að hafa rætt málið saman í alls tuttugu klukkustundir. Réttað verður aftur í málinu þann 31. júlí á næsta ári.

Enski boltinn
Fréttamynd

Orri Steinn lykillinn að sigri ung­linga­liðs FC Kaup­manna­hafnar á Dort­mund

Þó aðallið FC Kaupmannahafnar hafi tapað 3-0 gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld þá gerði U-19 ára lið Danmerkurmeistaranna góða ferð til Þýskalands. Orri Steinn Óskarsson hélt áfram uppteknum hætti en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri er U-19 ára lið félaganna mættust í Meistaradeild unglingaliða á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert fær Håland stöðvað

Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Okkur skorti hungur og á­kafa“

Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndasyrpa frá tapinu grátlega í Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað en liðið fékk hins vegar á sig mark undir lok leiks í Utrecht og þarf nú að fara í umspil sem fram fer í október.

Fótbolti
Fréttamynd

Kraftaverkið að engu en bakdyrnar standa opnar

Himnarnir grétu í Utrecht í kvöld, með tilheyrandi þrumum og eldingum, og tárin féllu sömuleiðis niður íslenska vanga eftir að draumurinn um að stelpurnar okkar kæmust á HM í fyrsta sinn varð ekki að veruleika.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla að fá að líða smá illa“

„Erfitt að segja, bara frekar tómlegt og skrítið, grátlegt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð hvaða tilfinningar bærust henni í brjósti eftir súrt tap Íslands í Hollandi í kvöld. Með jafntefli hefði Ísland tryggt sér farseðilinn á HM sumarið 2023 en sigurmarkið kom þegar aðeins 90 sekúndur voru til leiksloka.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona er umspilið sem Ísland fer í

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Dagný leyst þessa stöðu ótrúlega vel

Það kemur mikið til með að mæða á Dagný Brynjarsdóttur í kvöld sem aftasta miðjumanni íslenska landsliðsins í úrslitaleiknum gegn Hollandi um sæti á HM næsta sumar. Fyrirliðinn og liðsfélagi til margra ára, Sara Björk Gunnarsdóttir, treystir henni vel til verksins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum svo þakklát þjóðinni“

„Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég treysti þeim í allt“

Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“

„Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld

Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristófer Ingi aftur til Hollands

Kristófer Ingi Kristinsson er mættur aftur til Hollands eftir að hafa leikið með SönderjyskE á síðustu leiktíð. Hann hefur samið við B-deildarlið VVV-Venlo út yfirstandandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu?

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar.

Fótbolti