„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 22:05 Glódís Perla Viggósdóttir taldi sig hafa átt að gera betur í marki Hollands. Vísir/J „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil. „Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn. Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar. „Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“ „Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar. „Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“ „Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil. „Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn. Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar. „Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“ „Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar. „Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“ „Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43