Gervigreind

Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins
Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín.

Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum
Í tæknibyltingu okkar tíma hafa fáar nýjungar vakið jafnmikla athygli og skammtatölvur. Þessar tölvur, sem byggja á lögmálum skammtafræðinnar, lofa byltingu á ýmsum sviðum – allt frá lyfjaþróun til netöryggis.

Tækifæri gervigreindar í menntun
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið.

Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar
Í heimi þar sem gervigreind og tækniþróun færast sífellt í aukana er mikilvægt að endurskoða hvernig við nálgumst menntun og þekkingarleit. Menntun er ekki lengur einskorðuð við skólakerfi sem helst vill skila vel þjálfuðu vinnuafli.

Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi
Ríkisfjármál Íslands standa frammi fyrir miklum áskorunum, allt frá auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til flóknari alþjóðlegra reglugerða og öldrunar þjóðarinnar.

Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa
Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu.

Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti
Íslenskt samfélag stendur á krossgötum. Tækniþróun, leidd áfram af gervigreind, er að umbreyta atvinnulífi, menntun og daglegu lífi okkar á hraða sem við höfum aldrei áður séð.

Gervigreindin stýrði ferðinni
„Við vitum ekki til þess að gervigreind hafi verið nýtt við að semja söguþráð fyrir leikþátt í hlaðvarpi áður,“ segir Arnar Þór, annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Ólafssynir í Undralandi.

Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, deildi í gærkvöldi myndbandi á samfélagsmiðlinum X.

Gervilíf
Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi.

Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar
Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur verið í fararbroddi við að tryggja að íslenskt samfélag njóti góðs af nýjustu tækni og framfarir í stafrænum heimi. Með áherslu á réttlæti, öryggi og menningarlega sjálfbærni hefur VG leitt mikilvægar aðgerðir sem stuðla að því að Ísland standi sterkt í alþjóðlegu umhverfi gervigreindar og stafrænnar þróunar.

Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar
Miðeind, fyrirtæki sem starfar á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku, kynnti í dag nýja rafræna samheitaorðabók sem er öllum opin og aðgengileg á vefnum Samheiti.is.

Kannski, kannski ekki
Verður máltæknin aðeins tæki til að skapa steiktar myndir í greinunum mínum og kynningum eða til að leyfa forseta að kalla fram íslenskan hest við foss á tveimur sekúndum? Í gegnum tíðina höfum við oft látið tækifæri renna úr greipum okkar. Gervigreindin, og sérstaklega máltæknin, gæti skipt sköpum fyrir íslenskuna en það gerist ekki af sjálfu sér.

Íslenskan heldur velli
Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði.

Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum
Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast.

Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna?
Í aðdraganda Alþingiskosninga getur verið erfitt fyrir kjósendur að leggja mat á það hvort að málflutningur stjórnmálamanna byggi á staðreyndum eða rakalausum þvættingi og hvort að framkomnar stefnur stjórnmálaflokkanna í hinum ýmsu málaflokkum séu nýjar og ferskar eða byggi á endurnýtingu eldri stefna með aðstoð gervigreindar, jafnvel frá öðrum stjórnmálaflokkum.

Þess vegna talar ChatGPT íslensku
Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman
Mustafa Suleyman (f. 1984) er frá London en býr nú í Kaliforníu. Hann er með áhrifamestu frumkvöðlum heims á sviði gervigreindar og einn af stofnendum fyrirtækisins DeepMind sem Google eignaðist árið 2014.

Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni
Eins og margar tækninýjungar sem á undan hafa komið vekur gervigreindin blendnar tilfinningar.


Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða fjölmiðla á málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar sem haldið er á morgun, föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík.

Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar
Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones.

Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs
Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar.

Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra
Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi.

Dætur, systur, frænkur, vinkonur
Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld.

Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif!
„Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Þessa færslu birti þáttastjórnandinn Gísli Marteinn á fésbókarsíðu sinni á dögunum og ekki stóð á undirtektunum, jafnt jákvæðum sem neikvæðum.

Gervigreindin og atvinnulífið
Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri.

Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki
„Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp.

Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening)
Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis.

Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum
Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna.