Íslenski handboltinn HK lagði ÍBV HK vann auðveldan sigur á ÍBV, 35-22 í DHL deild karla í handknattleik, eftir að staðan hafði verið 16-8 í hálfleik, heimamönnum í vil. Vilhelm Bergsveinsson var atkvæðamestur heimamanna og skoraði 8 mörk, en Mladen Cacic skoraði sömuleiðis 8 fyrir Eyjamenn. Sport 23.10.2005 14:59 Þýski handboltinn í dag Nokkrum leikjum er lokið í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæstur í liði sínu Gummersbach sem sigraði Melsungen örugglega 38-21 á útivelli, en Guðjón skoraði 7 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði tvö. Sport 23.10.2005 14:59 Jafntefli í Mosfellsbæ Afturelding og Selfoss gerðu jafntefli 30-30 í síðasta leik dagsins í DHL deild karla í handbolta í dag, eftir að gestirnir höfðu yfir 15-14 í hálfleik. Hrafn Ingvarsson var markahæstur í liði heimamanna með 6 mörk og Daníel Jónsson skoraði 4. Sport 23.10.2005 14:59 Þór vann góðan sigur á Stjörnunni Þór frá Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna úr Garðabæ fyrir norðan nú áðan, lokatölur 25-24, eftir að gestirnir höfðu verið yfir í hálfleik 14-12. Sport 23.10.2005 14:59 Handboltinn í dag Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Sport 23.10.2005 14:59 Sex leikir í DHL deildinni í kvöld Það verða sex leikir á dagskrá DHL-deild karla í kvöld, en handboltavertíðin hófst formlega í gærkvöld með viðureign Vals og HK. Sport 17.10.2005 23:47 Fram yfir gegn Haukum Framarar hafa yfir í hálfleik gegn Haukum í DHL deildinni, en þar er fjöldi leikja á dagskrá í kvöld. Framarar hafa ráðið ferðinni í hálfleiknum, en Haukar skoruðu síðustu fjögur mörk hálfleiksins og náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Staðan 16-13 fyrir Fram. Sport 17.10.2005 23:47 Guðmundur byrjar vel með Fram Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Sport 17.10.2005 23:47 Haukar töpuðu fyrsta leiknum Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrsta leik sínum í DHL deild karla í handknattleik í kvöld, þegar þeir sóttu Framara heim. Lokatölur urðu 28-25 fyrir Fram, sem hafði þriggja marka forystu í hálfleik. Sport 17.10.2005 23:47 Knattspyrnudeild Vals sektuð Valur braut gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna þegar liðið ræddi án leyfis við Atla Jóhannesson, samningsbundinn leikmann ÍBV. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur nú kveðið upp úrskurð í málinu en ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna. Sport 17.10.2005 23:46 Fram með besta þjálfarann "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Sport 17.10.2005 23:45 Góður sigur Vals á HK Valsmenn bitu svo sannarlega í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum í leiknum við HK í kvöld, því eftir að hafa verið undir 17-13 í hálfleik, náðu þeir að vinna sigur í leiknum 36-25 með ótrúlegum endaspretti í leiknum. Ekki er því hægt að segja annað en að handboltinn fari vel af stað í vetur. Sport 17.10.2005 23:45 HK leiðir gegn Val í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Vals og HK í opnunarleik vetrarins í DHL deild karla í handbolta, en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Það eru HK-menn sem leiða 17-13 í hálfleik og Valdimar Þórsson hefur skorað mest gestanna eða sjö mörk. Sport 17.10.2005 23:45 Ólafur með tvö mörk gegn Bidasoa Ólafur Stefánson skoraði tvö mörk fyrir Ciudad Real í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið burstaði Bidasoa 30-21 í gærkvöld. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Torrevieja sem vann Granollers með eins marks mun, 26-25. Sport 14.10.2005 06:43 Guðjón í ham gegn Düsseldorf Íslenskir handknattleiksmenn gerðu það gott í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk fyrir Gummersbach sem kjöldró Düsseldorf 35-25. Markús Máni Michaelsson 6 fyrir Düsseldorf. Einar Hólmgeirsson skoraði 10 mörk fyrir Grosswallstadt þegar liðið lagði Flensburg 28-24. Sport 14.10.2005 06:43 Haukastúlkur yfir gegn Stjörnunni Haukastúlkur leiða gegn Stjörnunni í hálfleik, 15-7 í Meistarakeppni HSÍ í handbolta sem fram fer að Ásvöllum í dag en leikurinn hófst kl. 14.15. Ramûnë Pekarskytë og Hanna Guðrún Stefánsdóttir eru markahæstar hjá Haukum með 4 mörk hvor. Sport 14.10.2005 06:43 Haukar yfir í hálfleik gegn ÍR Haukar eru yfir í hálfleik, 21-19 gegn ÍR að Ásvöllum þar sem viðureign liðanna í Meistarakeppni HSÍ fer fram. Árni Sigtryggsson er markahæstur Hauka með 5 mörk en Kári Kristjánsson og Samúel Ívar koma næstir með 4 mörk. Hjá ÍR eru Hafsteinn Ingvason og Tryggvi Haraldsson markahæstir með 5 mörk hvor. Leikurinn hófst kl. 16:15. Sport 14.10.2005 06:43 Handboltinn farinn að rúlla á ný Handboltavertíðin hefst formlega í dag en þá verða leikirnir í Meistarakeppni HSÍ. Leikirnir fara báðir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar og Stjarnan mætast í kvennaflokki kl.14:15 og leikur Hauka og ÍR í karlaflokki kl.16:15. Sport 14.10.2005 06:43 Haukastúlkur meistarar Haukastúlkur eru meistarar meistaranna í kvennaflokki í handbolta eftir 29-24 sigur á Stjörnunni að Ásvöllum í Hafnarfirði en leiknum er nýlokið. Ramûnë Pekarskytë varð markahæst Hauka með 10 mörk, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8 mörk og Harpa Melsted 4. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir mest eða 10 mörk og Rakel Dögg Bragadóttir 4. Sport 14.10.2005 06:43 Meistarakeppnin í dag "Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistarakeppni HSÍ í dag. Sport 14.10.2005 06:43 36 reglubreytingar í handboltanum Handboltaáhugamenn mega búast við að íþróttin breytist örlítið ásýndum þegar nýtt tímabil hefst nú um helgina. Alls er búið að boða 39 reglubreytingar en þær koma frá Alþjóðahandknattleikssambandinu og miða að því að bæta íþróttina á heimsvísu. Sport 14.10.2005 06:42 Snorri Steinn skoraði 5 í tapleik Arnór Atlason skoraði eitt mark þegar Magdeburg vann nýliða Concordia Delitzscha, 36-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Kíl sigraði Minden, 38-27. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Minden. Sport 14.10.2005 06:42 Haukum spáð tvöföldum sigri Nú rétt í þessu var tilkynnt spá forráðamanna félaganna í DHL deild karla og kvenna fyrir veturinn, um uppröðun liða í deildunum tveimur. Það kemur kannski ekki á óvart að Íslandsmeisturum Hauka er spáð velgengni í bæði karla- og kvennaflokki. Sport 14.10.2005 06:42 Haukum spáð tvöföldum meisturum Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum. Sport 14.10.2005 06:42 Logi frá í a.m.k. 6 vikur Logi Geirsson, sem leikur með Lemgo, verður frá í að minnsta sex vikur í viðbót vegna meiðsla í baki en hann er með sprungu í hryggjarlið og óvíst hvort hann verði búinn að ná sér að sex vikum liðnum. Logi hefur ekkert leikið með Lemgo það sem af er leiktíð. Sport 14.10.2005 06:42 Guðjón með 5 mörk í sigurleik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk og Róbert Gunnarsson tvö þegar Gummersbach vann Göppingen, 27-26 , í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Það var rífandi stemmning á heimavelli Göppingen en Jaliesky Garcia tókst ekki að skora í leiknum, enda í strangri gæslu Guðjóns Vals allan leikinn. Sport 14.10.2005 06:42 Gummersbach í efsta sætinu Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar í þýska handboltanum, vann góðan sigur á Göppingen í kvöld 26-27 á útivelli, eftir að hafa verið undir í hálfleik. Sport 14.10.2005 06:42 Ásgeir með tvö í stórsigri Lemgo Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo þegar liðið kjöldró Nordhorn með 40 mörkum gegn 28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Düsseldorf og Magdeburg skildu jöfn, 30-30, Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf og sama gerði Sigfús Sigurðsson fyrir Magdeburg. Sport 14.10.2005 06:42 Tvöfaldur sigur Hauka Karla- og kvennalið Hauka gerðu það gott í Evrópukeppninni í handknattleik í gær, en karlaliðið er komið í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan sigur á austurríska liðinu Berchem. Kvennaliðið tapaði síðari leik sínum við ítalska liðið Pelplast með sex marka mun ytra, en er samt komið áfram eftir stórsigur í fyrri leiknum. Sport 14.10.2005 06:41 Annar stórsigur Vals á Tbilisi Handknattleikslið Vals var ekki í teljandi vandræðum í síðari leik sínum gegn HC Tbilisi frá Georgíu í EHF bikarnum í dag og rótburstuðu andstæðinga sína aftur, nú með 47 mörkum gegn aðeins 13. Sport 14.10.2005 06:41 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 123 ›
HK lagði ÍBV HK vann auðveldan sigur á ÍBV, 35-22 í DHL deild karla í handknattleik, eftir að staðan hafði verið 16-8 í hálfleik, heimamönnum í vil. Vilhelm Bergsveinsson var atkvæðamestur heimamanna og skoraði 8 mörk, en Mladen Cacic skoraði sömuleiðis 8 fyrir Eyjamenn. Sport 23.10.2005 14:59
Þýski handboltinn í dag Nokkrum leikjum er lokið í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæstur í liði sínu Gummersbach sem sigraði Melsungen örugglega 38-21 á útivelli, en Guðjón skoraði 7 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði tvö. Sport 23.10.2005 14:59
Jafntefli í Mosfellsbæ Afturelding og Selfoss gerðu jafntefli 30-30 í síðasta leik dagsins í DHL deild karla í handbolta í dag, eftir að gestirnir höfðu yfir 15-14 í hálfleik. Hrafn Ingvarsson var markahæstur í liði heimamanna með 6 mörk og Daníel Jónsson skoraði 4. Sport 23.10.2005 14:59
Þór vann góðan sigur á Stjörnunni Þór frá Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna úr Garðabæ fyrir norðan nú áðan, lokatölur 25-24, eftir að gestirnir höfðu verið yfir í hálfleik 14-12. Sport 23.10.2005 14:59
Handboltinn í dag Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Sport 23.10.2005 14:59
Sex leikir í DHL deildinni í kvöld Það verða sex leikir á dagskrá DHL-deild karla í kvöld, en handboltavertíðin hófst formlega í gærkvöld með viðureign Vals og HK. Sport 17.10.2005 23:47
Fram yfir gegn Haukum Framarar hafa yfir í hálfleik gegn Haukum í DHL deildinni, en þar er fjöldi leikja á dagskrá í kvöld. Framarar hafa ráðið ferðinni í hálfleiknum, en Haukar skoruðu síðustu fjögur mörk hálfleiksins og náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Staðan 16-13 fyrir Fram. Sport 17.10.2005 23:47
Guðmundur byrjar vel með Fram Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Sport 17.10.2005 23:47
Haukar töpuðu fyrsta leiknum Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrsta leik sínum í DHL deild karla í handknattleik í kvöld, þegar þeir sóttu Framara heim. Lokatölur urðu 28-25 fyrir Fram, sem hafði þriggja marka forystu í hálfleik. Sport 17.10.2005 23:47
Knattspyrnudeild Vals sektuð Valur braut gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna þegar liðið ræddi án leyfis við Atla Jóhannesson, samningsbundinn leikmann ÍBV. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur nú kveðið upp úrskurð í málinu en ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna. Sport 17.10.2005 23:46
Fram með besta þjálfarann "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Sport 17.10.2005 23:45
Góður sigur Vals á HK Valsmenn bitu svo sannarlega í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum í leiknum við HK í kvöld, því eftir að hafa verið undir 17-13 í hálfleik, náðu þeir að vinna sigur í leiknum 36-25 með ótrúlegum endaspretti í leiknum. Ekki er því hægt að segja annað en að handboltinn fari vel af stað í vetur. Sport 17.10.2005 23:45
HK leiðir gegn Val í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Vals og HK í opnunarleik vetrarins í DHL deild karla í handbolta, en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Það eru HK-menn sem leiða 17-13 í hálfleik og Valdimar Þórsson hefur skorað mest gestanna eða sjö mörk. Sport 17.10.2005 23:45
Ólafur með tvö mörk gegn Bidasoa Ólafur Stefánson skoraði tvö mörk fyrir Ciudad Real í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið burstaði Bidasoa 30-21 í gærkvöld. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Torrevieja sem vann Granollers með eins marks mun, 26-25. Sport 14.10.2005 06:43
Guðjón í ham gegn Düsseldorf Íslenskir handknattleiksmenn gerðu það gott í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk fyrir Gummersbach sem kjöldró Düsseldorf 35-25. Markús Máni Michaelsson 6 fyrir Düsseldorf. Einar Hólmgeirsson skoraði 10 mörk fyrir Grosswallstadt þegar liðið lagði Flensburg 28-24. Sport 14.10.2005 06:43
Haukastúlkur yfir gegn Stjörnunni Haukastúlkur leiða gegn Stjörnunni í hálfleik, 15-7 í Meistarakeppni HSÍ í handbolta sem fram fer að Ásvöllum í dag en leikurinn hófst kl. 14.15. Ramûnë Pekarskytë og Hanna Guðrún Stefánsdóttir eru markahæstar hjá Haukum með 4 mörk hvor. Sport 14.10.2005 06:43
Haukar yfir í hálfleik gegn ÍR Haukar eru yfir í hálfleik, 21-19 gegn ÍR að Ásvöllum þar sem viðureign liðanna í Meistarakeppni HSÍ fer fram. Árni Sigtryggsson er markahæstur Hauka með 5 mörk en Kári Kristjánsson og Samúel Ívar koma næstir með 4 mörk. Hjá ÍR eru Hafsteinn Ingvason og Tryggvi Haraldsson markahæstir með 5 mörk hvor. Leikurinn hófst kl. 16:15. Sport 14.10.2005 06:43
Handboltinn farinn að rúlla á ný Handboltavertíðin hefst formlega í dag en þá verða leikirnir í Meistarakeppni HSÍ. Leikirnir fara báðir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar og Stjarnan mætast í kvennaflokki kl.14:15 og leikur Hauka og ÍR í karlaflokki kl.16:15. Sport 14.10.2005 06:43
Haukastúlkur meistarar Haukastúlkur eru meistarar meistaranna í kvennaflokki í handbolta eftir 29-24 sigur á Stjörnunni að Ásvöllum í Hafnarfirði en leiknum er nýlokið. Ramûnë Pekarskytë varð markahæst Hauka með 10 mörk, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8 mörk og Harpa Melsted 4. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir mest eða 10 mörk og Rakel Dögg Bragadóttir 4. Sport 14.10.2005 06:43
Meistarakeppnin í dag "Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistarakeppni HSÍ í dag. Sport 14.10.2005 06:43
36 reglubreytingar í handboltanum Handboltaáhugamenn mega búast við að íþróttin breytist örlítið ásýndum þegar nýtt tímabil hefst nú um helgina. Alls er búið að boða 39 reglubreytingar en þær koma frá Alþjóðahandknattleikssambandinu og miða að því að bæta íþróttina á heimsvísu. Sport 14.10.2005 06:42
Snorri Steinn skoraði 5 í tapleik Arnór Atlason skoraði eitt mark þegar Magdeburg vann nýliða Concordia Delitzscha, 36-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Kíl sigraði Minden, 38-27. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Minden. Sport 14.10.2005 06:42
Haukum spáð tvöföldum sigri Nú rétt í þessu var tilkynnt spá forráðamanna félaganna í DHL deild karla og kvenna fyrir veturinn, um uppröðun liða í deildunum tveimur. Það kemur kannski ekki á óvart að Íslandsmeisturum Hauka er spáð velgengni í bæði karla- og kvennaflokki. Sport 14.10.2005 06:42
Haukum spáð tvöföldum meisturum Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum. Sport 14.10.2005 06:42
Logi frá í a.m.k. 6 vikur Logi Geirsson, sem leikur með Lemgo, verður frá í að minnsta sex vikur í viðbót vegna meiðsla í baki en hann er með sprungu í hryggjarlið og óvíst hvort hann verði búinn að ná sér að sex vikum liðnum. Logi hefur ekkert leikið með Lemgo það sem af er leiktíð. Sport 14.10.2005 06:42
Guðjón með 5 mörk í sigurleik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk og Róbert Gunnarsson tvö þegar Gummersbach vann Göppingen, 27-26 , í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Það var rífandi stemmning á heimavelli Göppingen en Jaliesky Garcia tókst ekki að skora í leiknum, enda í strangri gæslu Guðjóns Vals allan leikinn. Sport 14.10.2005 06:42
Gummersbach í efsta sætinu Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar í þýska handboltanum, vann góðan sigur á Göppingen í kvöld 26-27 á útivelli, eftir að hafa verið undir í hálfleik. Sport 14.10.2005 06:42
Ásgeir með tvö í stórsigri Lemgo Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo þegar liðið kjöldró Nordhorn með 40 mörkum gegn 28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Düsseldorf og Magdeburg skildu jöfn, 30-30, Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf og sama gerði Sigfús Sigurðsson fyrir Magdeburg. Sport 14.10.2005 06:42
Tvöfaldur sigur Hauka Karla- og kvennalið Hauka gerðu það gott í Evrópukeppninni í handknattleik í gær, en karlaliðið er komið í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan sigur á austurríska liðinu Berchem. Kvennaliðið tapaði síðari leik sínum við ítalska liðið Pelplast með sex marka mun ytra, en er samt komið áfram eftir stórsigur í fyrri leiknum. Sport 14.10.2005 06:41
Annar stórsigur Vals á Tbilisi Handknattleikslið Vals var ekki í teljandi vandræðum í síðari leik sínum gegn HC Tbilisi frá Georgíu í EHF bikarnum í dag og rótburstuðu andstæðinga sína aftur, nú með 47 mörkum gegn aðeins 13. Sport 14.10.2005 06:41