Guðmundur byrjar vel með Fram 21. september 2005 00:01 Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll. Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll.
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira