Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Hanna Guðrún: Við erum með rosalega gott lið

"Við bjuggumst alveg við þessari spá,“ segir Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. Stjörnunni er spáð efsta sætinu í Olís-deild kvenna í handknattleik tímabilið 2013-14.

Handbolti
Fréttamynd

Íslandsmótið í handbolta mun nú heita Olís-deildin

Handknattleikssamband Íslands og Olís hafa gert með sér samning um að Olís verði aðalstyrktaraðili í úrvalsdeildum karla og kvenna í Íslandsmótinu í handbolta næstu þrjú árin. Deildin mun því heita Olís-deildin en hefur undanfarin ár borið nafnið N1-deildin.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - OCI Lions 36-33

Haukar unnu nauman 36-33 sigur á OCI-Lions í fyrri leik liðanna í undankeppni EHF-bikars karla. Eftir að hafa leitt með sex mörkum þegar mest var í seinni hálfleik kom ágætis rispa gestanna á lokametrunum sem opnaði allt fyrir seinni leikinn á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Benedikt Reynir til FH

Handknattleiksdeild FH hefur gengið frá samningi við hornamanninn Benedikt Reyni Kristinsson. Benedikt kemur til liðs við FH frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið

Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Framarar æfa með KR

Guðjón Drengsson, Haraldur Þorvarðarson og Magnús Erlendsson æfa þessa dagana með meistaraflokki KR. Liðið leikur í 1. deild á næstu leiktíð en meistaraflokkurinn var endurvakinn hjá Vesturbæingum á vormánuðum.

Handbolti