Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Langar að halda áfram

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur óhræddur við Serbana

Guðjón Valur Sigurðsson er bjartsýnn fyrir síðari leik Íslendinga og Serba í Laugardalshöllinni um helgina þar sem þjóðirnar mætast öðru sinni í umspili um laust sæti á EM í Noregi. Serbar höfðu eins marks sigur í fyrri leiknum. Smelltu á spila til að sjá Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 ræða við nafna sinn í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór Atlason í landsliðshópinn í ný

Á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í hádeginu tilkynnti Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari landsliðshópinn sem mætir Serbum í síðari leiknum í umspili um sæti á EM í Noregi þann 17. júní næstkomandi. Ein breyting hefur verið gerð á hópnum frá fyrri leiknum ytra, Arnór Atlason hjá FCK í Kaupmannahöfn kemur inn í hópinn.

Handbolti
Fréttamynd

Eins marks tap í Serbíu

Íslenska landsliðið í handknattleik stendur ágætlega að vígi eftir eins marks tap 30-29 fyrir Serbum ytra í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á EM í Noregi á næsta ári. Íslenska liðið var skrefinu á undan lengst af í leiknum í kvöld og hafði yfir 14-13 í hálfleik, en góður lokakafli tryggði heimamönnum sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Fín staða hjá íslenska liðinu í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í fyrri leik Íslands og Serbíu í umspili um laust sæti á EM í Noregi á næsta ári. Íslensku strákarnir hafa yfir 14-13 og hafa í fullu tré við heimamenn sem eru ákaft studdir af áköfum áhorfendum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur staðið vaktina vel í markinu og er kominn með 12 varin skot. Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa verið atkvæðamestir í markaskorun íslenska liðsins með 4 mörk hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Níu marka tap gegn þjóðverjum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld 26-35 fyrir þjóðverjum í vináttulandsleik í Framheimilinu. Úrslitin voru ráðin í hálfleik en þá höfðu þjóðverjar yfir 11-21.

Handbolti
Fréttamynd

Annar sigur á Tékkum

Íslenska A-landsliðið í handbolta lagði Tékka 26-25 í æfingaleik í Tékklandi í kvöld. Þetta var annar sigur íslenska liðsins á því tékkneska á tveimur dögum en fyrri leik liðanna lauk einnig með eins mark sigri í gærkvöld. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir íslenska liðið í kvöld og Róbert Gunnarsson 5. Leikirnir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Serba síðar í þessum mánuði.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland mætir Þýskalandi í Framheimilinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því þýska í kvöld í vináttuleik. Leikurinn fer fram klukkan 20:00 og verður leikinn í Framheimilinu. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í Vestmannaeyjum en því var breytt.

Handbolti
Fréttamynd

Eins marks sigur á Tékkum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann í dag sigur á Tékkum 29-28 í fyrri æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum en leikið var í Tékklandi. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina gegn Serbum síðar í þessum mánuði. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Birkir Ívar með gegn Serbum

Birkir Ívar Guðmundsson landsliðsmarkvörður í handbolta leikur með íslenska landsliðinu gegn Serbum. Málið var leyst síðdegis í dag. Vafi lék á hvort að Birkir Ívar gæti verið með þar sem lið hans í þýska handboltanum lenti í umspili um sæti í úrvalsdeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Velur 19 manna landsliðshóp

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í gær 19 manna leikmannahóp sem verður til æfinga frá 7. maí til 16. júní en þessar æfingabúðir Júlíusar eru nokkuð umdeildar að því er greint hefur verið frá áður.

Handbolti
Fréttamynd

Hannes Jón í stað Markúsar Mána

Miðjumaðurinn Hannes Jón Jónsson hefur verið valinn í æfingahóp handboltalandsliðsins sem tekur þátt í sterku æfingamóti sem fram fer í Frakklandi um páskana. Hannes er kallaður í hópinn í stað Markúsar Mána Michaelssonar sem getur ekki tekið þátt sökum anna í vinnu.

Handbolti
Fréttamynd

Vilhjálmur í landsliðið í stað Loga

Vilhjálmur Halldórsson hjá danska liðinu Skjern hefur verið kallaður inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta í stað Loga Geirssonar sem er meiddur. Liðið tekur þátt í æfingamóti í Frakklandi um páskana þar sem það mætir Pólverjum, Frökkum og Túnisum.

Handbolti
Fréttamynd

Jóhann Gunnar eini nýliðinn í hópi Alfreðs

Einn nýliði, Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram, er í 17 manna landsliðshópi Alfreðs Gíslasonar sem tekur þátt í fjögurra landa í París um páskana. Tilkynnt var um hópinn í dag og er hann skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki

Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot.

Handbolti
Fréttamynd

Eradze fer á kostum í Höllinni

Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot.

Handbolti
Fréttamynd

Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn

Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar í góðri stöðu í hálfleik

Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrsta leik sínum á æfingamóti sem stendur yfir í Tékklandi næstu daga. Íslenska liðið tapaði fyrir Slóvakíu 34-26 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir íslenska liðið, sem mætir heimamönnum Tékkum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

HK upp að hlið Valsmanna í DHL-deildinni

HK komst upp að hlið Valsmanna á toppi DHL-deildar karla þegar liðið bar sigurorð af Akureyri í Digranesi í dag, 31-23. Framarar unnu öruggan sigur á ÍR, 43-34, og Stjarnan sigraði Fylki í Garðabænum, 27-24, í öðrum leikjum dagsins.

Handbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni

Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Níu leikmenn á skýrslu hjá kvennaliði ÍBV

Toppliðin í DHL-deild kvenna í handbolta, Stjarnan og Valur, gerðu engin mistök í leikjum sínum í dag. Stjarnan vann yfirburða sigur á ÍBV, 40-19, og Valur vann tíu marka sigur á FH, 34-24. Aðeins níu leikmenn voru á leikskýrslu hjá ÍBV.

Handbolti
Fréttamynd

Valur og HK unnu bæði leiki sína

Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum

Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Fylkis

Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan heldur sínu striki

Stjarnan heldur sínu striki í DHL-deild kvenna í handbolta en í dag vann liðið öruggan sigur á FH, 39-15. Stjarnan hefur fjögurra stiga forskot á Valsstúlkur sem unnu góðan sigur, 24-22, á Haukum. Stjarnan hefur hlotið 24 stig eftir 14 leiki en Valur 20 stig eftir 13 leiki.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Stefan ristarbrotinn

Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Tveggja marka sigur á Tékkum

Íslendingar höfðu betur gegn Tékkum í æfingaleik þjóðanna í handbolta sem fram fór í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur urðu 34-32 og náðu íslensku strákarnir þar með að hefna fyrir tapið fyrir Tékkum í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland með forystu í hálfleik

Ísland hefur fjögurra marka forystu, 18-14, gegn Tékkum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið er að spila mun betur en það gerði í viðureign liðanna í gær.

Handbolti