Ástin á götunni

Margrét Lára: Eftir því sem maður eldist þá verða ákvarðanirnar erfiðari
Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir stendur á smá tímamótum því hún hefur ekki ákveðið hvar hún spilar á næsta tímabili. Margrét Lára var að klára fimmta tímabil með Kristianstad en veit ekki hvort hún tekur nýju samningstilboði frá liðinu.

Slæmar fréttir frá UEFA: Ísland verður í fimmta styrkleikaflokki
Íslenska karlalandsliðið verður þrátt fyrir frábæra undankeppni HM 2014 aðeins í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2016 í febrúar. UEFA fer ekki eftir styrkleikalista FIFA.

Okkar fjögurra blaða Eiður Smári
Fréttablaðið hefur tekið saman tíu stærstu stundirnar á mögnuðum sautján og hálfs árs landsliðsferli knattspyrnumannsins Eiðs Smára Guðjohnsen sem kvaddi landsliðið með tárin í augunum í Króatíu á þriðjudagskvöldið. Byrjunin og endirinn voru í heimsfréttu

Hallbera búin að segja nei við fjögur félög
Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta, ætlar að taka sér sinn tíma til að finna sér nýtt lið en hún hætti á dögunum hjá sænska liðinu Piteå þar sem hún hefur spilað undanfarin tvö ár.

32 ár síðan að engin Norðurlandaþjóð var á HM í fótbolta
Það hefur ekki gerst í meira en þrjá áratugi að engin Norðurlandaþjóð sé með á heimsmeistaramótinu.

Mamma Eiðs Smára: Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda
Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur.

Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi
Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar.

Mandzukic fær mögulega þriggja leikja bann
Króatíski framherjinn Mario Mandzukic átti mikinn þátt í að koma Króatíu á HM í Brasilíu í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigrinum á móti Íslandi. Hann breyttist reyndar fljótlega úr hetju í skúrk þegar hann lét reka sig útaf.

Íslendingar skora á KSÍ að semja við Lars Lagerbäck
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur náð ótrúlegum árangri undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck en hann tók við liðinu fyrir undankeppni HM.

Kveðjustund Eiðs Smára
Eiður Smári Guðjohnsen tilkynnti eftir 2-0 tap Íslands gegn Króatíu í Zagreb í gær að landsliðsferli hans væri lokið. Með tapinu varð draumur Íslendinga um að komast á HM í knattspyrnu næsta sumar að engu.

Mættu ofjörlum á Maksimir
Draumurinn um Brasilíu er úti eftir að strákarnir okkar lentu á vegg í Zagreb. Leikmenn Íslands fundu aldrei taktinn gegn sterkum Króötum sem unnu verðskuldaðan sigur. Ævintýri liðsins er þó bara rétt að byrja.

Cristiano Ronaldo jafnaði markametið - myndir
Cristiano Ronaldo skoraði öll þrjú mörk Portúgala á Friends Arena í kvöld þegar Portúgal tryggði sér sæti á HM í Brasilíu með 3-2 sigri. Ronaldo skoraði öll fjögur mörk Portúgals í umspilsleikjunum tveimur og hafði betur í einvíginu á móti Zlatan Ibrahimovic.

Lars Lagerbäck: Algjör þögn í búningsklefanum
Guðmundur Benediktsson ræddi við Lars Lagerbäck, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, í rigningunni fyrir utan Maksimir-leikvanginn í kvöld en íslenska landsliðið er úr leik á HM eftir 2-0 tap á móti Króatíu.

Úti er HM-ævintýri - myndir
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með á HM í Brasilíu næsta sumar eftir 2-0 tap á móti Króatíu í seinni umspilsleiknum í Zagreb í kvöld. HM-draumurinn er því úti að þessu sinni en íslenska landsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á stórmót.

Mertesacker tryggði Þjóðverjum sigur á Wembley
Auk umspilsleikjanna um laus sæti á HM í Brasilíu þá fóru í kvöld fram nokkrir vináttulandsleikir. Það vakti þar mikla athygli að Spánverjar töpuðu fyrir Suður-Afríku og Þjóðverjar unnu Englendinga á Wembley.

Eiður Smári táraðist í sjónvarpsviðtali: Minn síðasti landsleikur
Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld.

Gana og Alsír síðustu Afríkuþjóðirnar inn á HM
Gana og Alsír tryggðu sér í kvöld farseðilinn á HM í Brasilíu og þar með er ljóst hvaða fimm Afríkuþjóðir verða með í úrslitakeppninni næsta sumar. Fílabeinsströndin, Nígería og Kamerún höfðu áður tryggt sig inn á HM 2014.

Skólastjóri fylgist með dómaraþríeykinu
Dómaraþríeykið frá Hollandi, sem sér um að dæma viðureign Króata og Íslands í kvöld, verður undir eftirliti ensks skólastjóra.

Strákarnir okkar fá baráttukveðjur frá hinum strákunum okkar
Það eru bara tveir tímar í leik Íslands og Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í Króatíu en eins og allir vita þá er í boði farseðill á HM í Brasilíu næsta sumar.

Gummi Ben: Bara sjö leikir í úrslitaleikinn á HM - myndir
Stuðningsmenn íslenska liðsins hittust allir á 17. hæð Westin-hótelsins Zagreb í dag þar sem menn skemmtu sér og öðrum og hlustuðu á Guðmund Benediktsson fara yfir leikinn á móti Króatíu í kvöld.

Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór í viðtali hjá Sports Illustrated
"Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi.

Skemmtilegar staðreyndir um landsliðið okkar
Veist þú hvaða rapphljómsveit Aron Einar Gunnarsson heldur upp á? Eða hvaða tölvuleik Jóhann Berg Guðmundsson spilaði?

Þurfum að sjá til þess að Kolbeinn fái að spila á stóra mótinu
Jóhann Berg Guðmundsson segist vel geta skorað fleiri mörk í undankeppninni og að kvótinn hans sé ekki búinn.

Ferð til Brasilíu í sumar er ekki lengur draumur
Karlalandsliðið í knattspyrnu er níutíu mínútum frá einu mesta afreki í sögu vinsælustu íþróttar í heimi. Augu heimsins eru á strákunum sem halda sig á jörðinni en vita um leið að möguleikinn er fyrir hendi.

Níu mörk og ekkert tap í síðustu fjórum útileikjum
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki tapað keppnisleik á útivelli í meira en eitt ár eða síðan liðið tapaði 0-1 á móti Kýpur í september í fyrra.

Stóra stundin er runnin upp hjá strákunum
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er 90 mínútum frá því að komast á heimsmeistaramótið í Brasilíu.

Í Króatíu er ekki óvanalegt að fá sér smábjór eftir leiki
Króatískir blaðamenn sýndu fregnum Vísis af drykkju leikmanna króatíska landsliðsins, eftir fyrri leikinn í Reykjavík á föstudaginn, mikinn áhuga. Fréttirnar komu þeim flestum í opna skjöldu á blaðamannafundi með þjálfaranum Niko Kovac síðdegis í gær.

Svona hélst grasið grænt í Laugardalnum
Laugardalsvöllurinn var heldur betur í toppstandi í fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu á föstudagskvöldið og það þrátt fyrir að það væri kominn 15. nóvember og vetur konungur genginn í garð á Íslandi.

Hallbera hættir hjá Piteå
Íslenska landsliðskonan Hallbera Gísladóttir mun ekki spila áfram með sænska liðinu Piteå en hún ætlar ekki að endurnýja samning sinn við félagið.

Er þetta ljótasti leikvangurinn í Evrópu? - myndir
Íslenskir blaðamenn hafa verið við störf á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í dag. Leikvangurinn er rúmlega aldargamall og margt áhugavert að sjá.