Ástin á götunni

Guðmunda í Serbíu-hópnum hans Freys
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Leikið verður á FK Obilic Stadium í Belgrad.

Vonandi ekkert M & M vandamál í nóvember
Ísland mætir Króatíu í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. Króatar telja sig hafa unnið í lottóinu með því að fá Íslendinga í stað Frakka eða Svía.

Hannes fann sér lið til að æfa með
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er í sérstakri stöðu ásamt varamarkverði sínum Gunnleifi Gunnleifssyni. Ólíkt því sem gildir um aðra leikmenn íslenska liðsins þá er tímabilið búið hjá þeim tveimur en enn eru 24 dagar í fyrri umspilsleikinn á móti Króatíu.

Lagerbäck ætti kannski að hringja í Gordan Strachan
Lars Lagerbäck og aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson eru væntanlega nú þegar komnir á fullt að afla sér upplýsinga um króatíska landsliðið sem verður mótherji Íslands í næsta mánuði í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu.

Best fyrir Króatíu - verst fyrir Ísland
"Ísland er besti kosturinn í boði fyrir Króatíu," segir Króatinn Hrvoje Kralj sem er búsettur á Íslandi. Jón Júlíus Karlsson heimsótti hann og landa hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Fimmtán ára landsliðið komst á Ólympíuleikana
Strákarnir gerðu það með því að vinna 3-1 sigur á Moldavíu í síðari leik sínum í forkeppni Ólympíuleika ungmenna sem haldin var í Sviss.

Lagerbäck hefur líka tapað öllum leikjunum á móti Króatíu
Lars Lagerback, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, þekkir það ekki frekar en íslenska karlalandsliðið að fagna sigri á móti Króatíu. Svíar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á móti Króötum þann tíma sem Lagerback þjálfaði sænska landsliðið.

Hemmi Hreiðars hættur með ÍBV en ekki hættur að þjálfa
Hermann Hreiðarsson stimplaði sig inn sem þjálfari í Pepsi-deildinni í sumar en hætti síðan óvænt sem þjálfari ÍBV eftir Íslandsmótið.

Ísland 1 - Króatía 7
Karlalandslið Íslands og Krótatíu hafa mæst tvisvar sinnum á knattspyrnuvellinum og Króatar unnu báða leikina sannfærandi. Markatalan er 7-1 Króatíu í vil.

Ólafur Örn og HK náðu ekki saman
Ólafur Örn Bjarnason verður ekki þjálfari HK í 1. deildinni næsta sumar eins og stefndi í en viðræður voru í gangi milli hans og félagsins.

Alfreð vill mæta Grikklandi
Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á sér óskamótherja í umspili HM 2014 en dregið verður í hádeginu.

Gregg Ryder ráðinn þjálfari Þróttar | Aðeins 25 ára
Knattspyrnudeild Þróttar hefur ráðir Gregg Ryder sem þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta en þetta staðfesti Jón Kaldal, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

U-15 landsliðið færist nær Ólympíuleikunum
U-15 ára landslið Íslands vann í dag flottan sigur, 2-0, á Finnum í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna.

Sigurbjörn Hreiðarsson ráðinn þjálfari Hauka
Sigurbjörn Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Hauka en að auki mun Matthías Guðmundsson vera í þjálfarateymi liðsins.

Íslenskir sigursöngvar á Ullevaal í kvöld - myndir
Íslenska karlalandsliðið fagnaði vel á Ullevaal-leikvanginum í kvöld þegar liðið hafði tryggt sér annað sætið í riðlinum og þátttökurétt í umspilsleikjum um laus sæti á HM í Brasilíu.

Hvorum megin enda Frakkar og Svíar? - hugsanlegir mótherjar Íslands
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í kvöld í umspil um sæti á HM í Brasilíu 2014 með því að ná öðru sæti í E-riðlinum. Grikkland, Portúgal, Úkraína, Frakkland, Svíþjóð, Rúmenía og Króatía komust líka áfram með sama hætti og Íslendingar en Danir sátu eftir.

Gylfi ætlar að stríða Christian Eriksen
Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður eftir jafnteflið á móti Noregi á Ullevaal-leikvangninum í Ósló í kvöld en 1-1 jafntefli dugði íslenska liðinu til að taka annað sæti riðilsins og tryggja sér sæti í umspilinu.

Kolbeinn: Ég er stoltur af vera hluti af þessu liði
Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli á móti Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í kvöld en jafnteflið tryggði íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og farseðilinn í umspilið um laus sæti á HM í Brasilíu 2014. Kolbeinn var kátur í viðtali Hans Steinar Bjarnason á RÚV eftir leikinn.

Aron Einar: Við gerðum það sem þurfti til að komast áfram
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var kátur í viðtali Hans Steinar Bjarnason á RÚV eftir leikinn enda sæti í umspilinu í höfn.

Lagerbäck með sama byrjunarlið þriðja leikinn í röð
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Noregi sem hefst á Ullevaal-leikvanginum í Ósló klukkan 18.00. Lagerbäck teflir fram sama byrjunarliði og í sigurleikjunum á móti Kýpur og Albaníu.

Strákarnir mættir á Ullevaal
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu renndu í hlað á Ullevaal-leikvanginum í Ósló nákvæmlega einni og hálfri klukkustund fyrir leik.

Dómarinn kemur frá Ítalíu
Það kemur í hlut Ítalans Paolo Tagliavento að dæmda viðureign Noregs og Íslands á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í kvöld.

Þegar Darren Fletcher kramdi hjörtu Íslendinga
Íslenska landsliðið í fótbolta var í svipaðri stöðu og í kvöld fyrir tíu árum þegar liðið mætti Þýskalandi á útivelli í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni EM 2004.

Norðmenn hafa lent 1-0 undir í átta af síðustu níu leikjum
Blaðamenn norska dagblaðsins Verdens Gang segja nýjan landsliðsþjálfara, Per-Mathias Högmo, eiga erfitt verkefni fyrir höndum.

Kysstir og knúsaðir á götum Reykjavíkur
"Fólk er gengið af göflunum. Vegfarendur knúsa okkur og kyssa á götum Reykjavíkur. Þá eru fjölmiðlar í skýjunum.“

Ná Frakkar að stoppa sigurgöngu strákana
Íslenska 21 árs landsliðið fer í stóra prófið klukkan 18.30 í kvöld þegar liðið tekur á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM.

Íslenska liðið æfir á Ullevaal
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætti til Óslóar um kvöldmatarleytið í gær. Liðið gistir á hóteli í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Ullevaal-leikvanginum í norðurhluta borgarinnar.

Sálfræðingur til hjálpar norsku strákunum
Stórvinkona norska landsliðsþjálfarans hjálpar leikmönnum með andlega þátt knattspyrnunnar

Mætti með skopparabolta á blaðamannafund
Þótt Norðmenn hafi að litlu að keppa gegn Íslandi annað kvöld vilja þeir gefa tóninn fyrir næstu undankeppni. Þeir eru vel meðvitaðir um gæði íslenska liðsins en ætla sér þó sigur á heimavelli.

Kolbeinn fær aftur tækifæri til að jafna met Péturs
Íslenski landsliðsframherjinn er búinn að skora í fjórum síðustu landsleikjum og 23 ára met er í hættu.