
Ástin á götunni

ÍA kynnir Rúnar Má til leiks
Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA í Bestu deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjörnumenn komnir á blað
Stjarnan er komin á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Val. Gestirnir voru manni færri frá því í fyrri hálfleik og hafa nú spilað tvo leiki í röð án marks.

Íslandsmeistararnir sóttu bakvörð til Bandaríkjanna
Íslandsmeistarar Vals hafa bætt við sig vinstri bakverði fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sú heitir Camryn Paige Hartmann og hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum.

„Er eiginlega ennþá í sjokki“
18 ára gamall Kvennskælingur var hetjan þegar Víkingur vann óvæntan sigur á Val eftir vítakeppni í Meistarakeppni kvenna í fótbolta í gær.

„Vorum að spila á móti besta liði landsins“
John Andrews, þjálfari Víkinga, heldur áfram að bæta í bikarasafnið en liðið vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni.

Þór/KA fær Bryndísi á láni frá Íslandsmeisturum Vals
Bryndís Eiríksdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Hún kemur á láni frá Íslandsmeisturum Vals.

„Þungu fargi af manni létt“
Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla.

„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“
Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð.

Eyþór Aron genginn í raðir KR
KR hefur staðfest komu framherjans Eyþórs Arons Wöhler og mun hann leika með liðinu næstu þrjú árin.

„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið”
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms.

Eyþór Wöhler á leið í KR
Framherjinn Eyþór Aron Wöhler er á leið í KR samkvæmt öruggum heimildum Vísis.

„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“
Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins.

„Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin“
Vestri tapaði öðrum leik sínum í röð í Bestu deild karla þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag, 4-0. Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliðanna, var svekktur með úrslitin eftir að hafa farið með jafna stöðu inn í hálfleik.

„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“
Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik.

KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“
Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa.

Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum
Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar.

HK fékk fyrstu sekt sumarsins
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sektað HK um 7000 krónur vegna fjölda gulra spjalda sem liðið fékk þegar það heimsótti KA í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Aðalmarkvörðurinn framlengir á meðan varamarkvörðurinn riftir
Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við Fylki til ársins 2027. Á sama tíma fékk Jón Rivine samningi sínum við félagið rift.

Berglind Björg frá París til Íslandsmeistara Vals
Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun ganga í raðir Vals þegar samningur hennar við París Saint-Germain rennur út í sumar. Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Fáránlegar legghlífar nýjasta leikmanns HK
George Nunn gekk nýverið í raðir HK og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða enskan framherja sem á einhverjar áhugaverðustu legghlífar sem sögur fara af.

Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum
„Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

„Verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn“
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var svekktur eftir 2-0 tap gegn Breiðabliki í 1. umferð Bestu deildarinnar.

Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

„Framhald af því sem við höfum verið að gera á undirbúningstímabilinu“
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var einkar sáttur með 2-0 sigur liðsins á FH í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Þá var hann sérstaklega sáttur með að halda hreinu.

Á leið í segulómun vegna meiðslanna í Lautinni
Hrafn Tómasson, betur þekktur sem Krummi, kom inn af varamannabekk KR þegar liðið vann Fylki 4-3 í 1. umferð Bestu deildar karla. Hann entist þó ekki lengi þar sem hann varð fyrir meiðslum á hné.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar.

„Vonandi er maður að spara mörkin fyrir restina af leiktíðinni“
Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA í 1. umferð Bestu deildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, var á skotskónum í sínum fyrsta leik í efstu deild.

„Hefðum getað skorað svona sjö mörk”
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn.

Aron klár í slaginn í kvöld
Aron Sigurðarson verður líklega í byrjunarliði KR sem hefur leik í Bestu deild karla gegn Fylki í kvöld. Minniháttar meiðsli plöguðu hann á dögunum en hann hefur æft á fullu í vikunni.

Kvíðakall sem fórnaði lögfræðinni fyrir listina
Fótboltamanninum Halldóri Smára Sigurðssyni er margt til lista lagt. Hann gafst upp á lögfræðistarfinu eftir sex ár af skrifstofuvinnu og íhugar næstu skref utan fótboltavallarins. Hver sem þau verða munu þau að líkindum hafa með listsköpun að gera.