Ástin á götunni

Íslenska landsliðið tilkynnt á þriðjudag - Hópur Liechtenstein klár
Ísland mætir Liechtenstein í vináttulandsleik þann 11. ágúst næstkomandi. Íslenska liðið verður tilkynnt á þriðjudaginn en hópur andstæðinganna á Laugardalsvellinum var opinberaður í dag.

Bikarævintýri Ólafsvíkinga úti - myndasyrpa
FH komst í gær í úrslitaleik VISA-bikarkeppni karla með 3-1 sigri á 2. deildarliðs Víkinga frá Ólafsvík.

Ejub: Vonaðist eftir kraftaverkinu
Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga gat verið stoltur af sínum strákum þrátt fyrir 3-1 tap fyrir FH í gær.

Atli Viðar: Fæ vonandi eitthvað að taka þátt í úrslitaleiknum núna
Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn.

Brynjar Gauti: Þurfum ekki að skammast okkar fyrir þennan leik
Brynjar Gauti Guðjónsson er einn af ungu strákunum úr Víkingi sem hafa slegið gegn í bikarnum í sumar. Brynjar var ánægður með sitt lið í leikslok þrátt fyrir 3-1 tap á móti FH í undanúrslitum VISA-bikarsins.

Þrjú lið jöfn á toppnum
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld en eftir leikina sitja þrjú lið - Þór, Leiknir og Víkingur - á toppi deildarinnar, öll með 28 stig.

FH-ingar komnir í bikarúrslitaleikinn
FH-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að vinna 3-1 sigur á spútnikliði bikarkeppninnar í ár, Víkingi frá Ólafsvík en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld.

Norskur dómari á leik HK og Gróttu í kvöld
Norski dómarinn Håvard Hakestad mun dæma 1. deildarleik HK og Gróttu í kvöld en þetta er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Norðurlandanna um dómaraskipti.

Tvær með sjö mörk í tveimur landsleikjum á móti Færeyjum
Íslensku stelpurnar í 17 og 19 ára landsliðunum unnu góða sigra á jafnöldrum sínum í Færeyjum um helgina. Bæði lið spiluðu tvo leiki og markatalan eftir helgina var 28-0 íslensku stelpunum í vil.

Þórsarar tóku annað sætið af Leikni - ósigraðir fyrir norðan
Sveinn Elías Jónsson skoraði eina markið í toppleik Þórs og Leiknis í 1. deild karla í kvöld en leikurinn frá fram á Þórsvellinum á Akureyri. Þórsliðið hefur verið geysisterkt fyrir norðan í sumar og það var engin breyting á því í kvöld.

Grótta burstaði KA og komst upp úr fallsætinu
Magnús Bernhard Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í 4-1 sigri á KA í fallbaráttuslag í 1. deild karla í dag. Grótta fór upp fyrir Fjarðabyggð og Njarðvík með þessum glæsilega sigri.

Lárus Orri spilaði í sigri ÍA á Fjarðabyggð
ÍA vann góðan heimasigur á Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 4-2 fyrir Skagamenn sem eru þar með komnir með 19 stig en eru nokkuð frá toppbaráttunni.

Kjartan Henry búinn að skora 67 prósent markanna í Evrópukeppninni
KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið jafn sjóðheitur upp við markið í Evrópukeppninni í sumar og hann er búin að vera ískaldur í leikjum á móti íslenskum liðum í Pepsi-deildinni og VISA-bikarnum.

Skagamenn styrkja sóknina með framherja frá Middlesbrough
Skagamenn hafa styrkt liðið sitt með framherjanum Gary Martin en hann skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með liðinu út tímabilið. Martin sem er tvítugur að aldri og kemur frá enska 1.deildarliðinu Middlesbrough er öflugur framherji.

Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum
Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni
Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang.

Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum
Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk.

Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR
KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2.

Gunnar Kristjánsson í byrjunarliði KR í Úkraínu
Gunnar Kristjánsson er í byrjunarliði KR sem mætir Karpaty í Úkraínu nú klukkan 16.15. Gunnar er á óskalista FH og mun ræða við Hafnarfjarðarliðið þegar hann kemur frá Úkraínu.

Bara fínt að vera litla liðið
„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni.

Búið að selja 1000 miða af 1340
Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Aðeins FH hefur slegið út skosk lið í Evrópukeppni
Breiðablik þarf að horfa til Hafnarfjarðar í leit að íslensku liði sem hefur slegið út skoskt lið í Evrópukeppni. Það var FH sem sló út Dunfermline árið 2004 eftir hörku einvígi.

Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu
KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L'viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram.

Naumur sigur Þróttar á HK
Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

Bate Borisov liðið með hundrað prósent árangur á Íslandi
FH leikur seinni leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar þeir taka á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.

Ingólfur skoraði úr tveimur vítum í sigri á Wales
Íslenska 18 ára landsliðið vann 2-1 sigur á Wales á Svíþjóðarmótinu eftir að hafa lent undir í leiknum. KR-ingurinn Ingólfur Sigurðsson skoraði bæði mörkin í leiknum.

Lárus Orri í ÍA: Hjálpa glaður til ef þörf er á
Lárus Orri Sigurðsson fékk í dag félagaskipti úr Þór í ÍA. Liðin spila saman í fyrstu deild en Lárus Orri hætti þjálfun Þórs fyrr í sumar. Lárus sagði við Vísi að hann sé til taks ef meiðslum hrjáð Skagavörnin þarf á aðstoð að halda.

Hægt að horfa á leik Blika og Motherwell á netinu
Breiðablik og Motherwell mætast í seinni leik sínum í undankeppni Evrópudeildar karla á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn en Blikar eiga ágæta möguleika á að komast áfram í 3. umferð eftir naumt 0-1 tap í fyrri leiknum í Skotlandi.

Landsliðskonur heimsækja knattspyrnustelpur út á landi
Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir munu heimsækja nokkur bæjarfélög á norðaustur- og austurlandi á næstu dögum og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Logi hættur með KR-liðið - Rúnar tekur við
Logi Ólafsson hefur stýrt sínum síðasta leik með KR en þetta var ljóst eftir fundi hans og stjórnar knattspyrnudeildar KR í dag. Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála, mun taka við liðinu og Pétur Pétursson verður áfram aðstoðarþjálfari. Þetta kom fyrst fram á fótbolta.net.