Ástin á götunni Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné. Sport 29.6.2006 18:24 KR – Valur í kvöld Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld en þá mætast Reykjavíkur risarnir KR og Valur í Frostaskjóli. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20.00. KR tapaði í síðustu umferð 5-0 fyrir Grindavík og eru í 5 sæti með 12 stig. Valur sem gerði markalaust jafntefli við Keflavík er í 7 sæti með 11 stig. Sport 29.6.2006 17:53 Skagamenn steinlágu heima Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum. Sport 28.6.2006 22:26 Ásta Árnadóttir best Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina. Sport 28.6.2006 14:46 Freyr Bjarnason meiddur Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld. Sport 28.6.2006 14:08 Lessa til Fylkis Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul. Sport 27.6.2006 23:35 Markaregn í kvöld Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3. Sport 26.6.2006 22:03 Keflvíkingar áfram Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni. Sport 24.6.2006 16:36 FH mætir TVMK Tallin Í dag var dregið í forkeppnum Evrópumótanna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar FH mæta TVMK frá Tallin frá Eistlandi í fyrstu umferð meistaradeildarinnar og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign svo mæta pólska liðinu Legia Varsjá. Leikirnir fara fram 12. og 19. júlí. Valsmenn og Skagamenn mæta liðum frá Danmörku í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Sport 23.6.2006 13:28 Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Sport 22.6.2006 21:47 Grindvíkingar burstuðu KR Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó. Sport 22.6.2006 21:27 Átta mörk í fyrri hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Staðan í leik Blika og Fylkis í Kópavogi er jöfn 2-2, Grindvíkingar hafa yfir 2-0 gegn KR, ÍBV er yfir 2-0 gegn Skagamönnum í Eyjum og markalaust er hjá Víkingi og FH. Sport 22.6.2006 20:12 Áttunda umferðin að hefjast Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur nú í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. Breiðablik tekur á móti Fylki, Grindavík fær KR í heimsókn, Skagamenn fara til Eyja og þá taka Víkingar á móti Íslandsmeisturum FH í Fossvoginum. Sport 22.6.2006 19:05 Steindautt jafntefli á Laugardalsvelli Valsmenn og Keflvíkingar skildu jafnir 0-0 í fyrsta leik 8. umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var spilaður við kjöraðstæður í blíðunni í Laugardalnum, en engin mörk litu dagsins ljós og liðin skiptu með sér stigunum. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld. Sport 21.6.2006 22:57 Valur - Keflavík að hefjast Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Valsmenn taka á móti Keflvíkingum á Laugardalsvelli og er þetta fyrsti leikurinn í áttundu umferð deildarinnar, sem klárast svo annað kvöld. Valsmenn eru í 6. sæti deildarinnar með 10 stig og Keflvíkingar í því 7. með 7 stig. Sport 21.6.2006 19:05 Íslenska kvennalandsliðið sigraði Portúgal Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri íslenska liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra markið á 40. mínútu. Það var svo Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem bætti við glæsilegu marki beint úr hornspyrnu á 86. mínútu. Margrét Lára skoraði svo annað mark sitt í leiknum á 89. mínútu. Íslenska liðið lék mjög vel í leiknum. Sport 18.6.2006 17:38 Blikarnir hafa tapað flestum stigum Nýliðar Breiðabliks töpuðu niður forskoti fjórða leikinn í röð í Landsbankadeild karla á Akranesi í gær og eru það lið í deildinni sem hefur tapað langflestum stigum í fyrstu sjö umferðunum. Að tapa stigum telst það þegar lið tapa eða gera jafntefli í leikjum sem þau hafa haft forustu í. Grindvíkingar koma þeim næstir en þeir eru líka það lið sem hefur unnið sér inn flest stig eftir að hafa verið undir í leikjum sínum. Sport 16.6.2006 13:21 Willum Þór ósigraður í Grindavík Willum Þór Þórssyni hefur gengið vel með sín lið þegar hann hefur heimsótt Grindvíkinga þótt ekki hafi Valsmönnum tekist að koma með öll stigin heim úr leik sínum þar í gær. Þetta var sjötti leikur liðs undir stjórn Willums Þór á Grindavíkurvelli og hans lið hafa náð í 14 af 18 stigum í boði eða 78% stiganna. Markatalan er, 7-2, liðum Willums í vil. Sport 16.6.2006 13:13 FH lagði ÍBV Íslandsmeistarar FH lögðu ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeildinni í kvöld. KR lagði Víking 1-0, Skagamenn lögðu Blika 2-1 og Grindavík og Valur skildu jöfn 1-1 í Grindavík. Sport 15.6.2006 21:28 Pétur skoraði eftir 30 sekúndur í Kaplakrika Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Staðan í leik FH og ÍBV í Kaplakrika er 1-1. Pétur Runólfsson kom gestunum yfir eftir aðeins 30 sekúndur, en Atli Viðar Björnsson jafnaði á 31. mínútu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Val í Grindavík þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark heimamanna. Þá er markalaust hjá KR og Víkingi í vesturbænum, eins og hjá ÍA og Blikum á Skaganum. Sport 15.6.2006 20:28 Kekic hættur hjá Grindavík Hinn fjölhæfi leikmaður Sinisa Kekic, sem leikið hefur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni undanfarin ár, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Kekic lenti í deilum við þjálfarann Sigurð Jónsson á dögunum, en Sigurður staðfesti þessi tíðindi á fréttavef Víkurfrétta síðdegis í dag. Sport 15.6.2006 19:37 Viktor Bjarki bestur Víkingsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson var í dag útnefndur besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en það eru íþróttafréttamenn og fulltrúar Landsbankans sem standa að valinu. Þá var einnig valið úrvalslið umferðanna, besti þjálfarinn og besti dómarinn. Sport 13.6.2006 17:28 KR lá í Eyjum Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga. Sport 12.6.2006 22:28 Markalaust í Árbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum. Sport 12.6.2006 20:07 FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni. Sport 11.6.2006 21:04 Blikar yfir gegn FH Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik. Sport 11.6.2006 20:04 Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram? Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína. Sport 11.6.2006 18:35 Aftur frestað í Eyjum Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15. Sport 11.6.2006 16:21 KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997 Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni. Sport 11.6.2006 14:07 Fullt hús hjá Valsstúlkum Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig. Sport 10.6.2006 19:53 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné. Sport 29.6.2006 18:24
KR – Valur í kvöld Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld en þá mætast Reykjavíkur risarnir KR og Valur í Frostaskjóli. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20.00. KR tapaði í síðustu umferð 5-0 fyrir Grindavík og eru í 5 sæti með 12 stig. Valur sem gerði markalaust jafntefli við Keflavík er í 7 sæti með 11 stig. Sport 29.6.2006 17:53
Skagamenn steinlágu heima Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum. Sport 28.6.2006 22:26
Ásta Árnadóttir best Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina. Sport 28.6.2006 14:46
Freyr Bjarnason meiddur Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld. Sport 28.6.2006 14:08
Lessa til Fylkis Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul. Sport 27.6.2006 23:35
Markaregn í kvöld Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3. Sport 26.6.2006 22:03
Keflvíkingar áfram Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni. Sport 24.6.2006 16:36
FH mætir TVMK Tallin Í dag var dregið í forkeppnum Evrópumótanna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar FH mæta TVMK frá Tallin frá Eistlandi í fyrstu umferð meistaradeildarinnar og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign svo mæta pólska liðinu Legia Varsjá. Leikirnir fara fram 12. og 19. júlí. Valsmenn og Skagamenn mæta liðum frá Danmörku í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Sport 23.6.2006 13:28
Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Sport 22.6.2006 21:47
Grindvíkingar burstuðu KR Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó. Sport 22.6.2006 21:27
Átta mörk í fyrri hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Staðan í leik Blika og Fylkis í Kópavogi er jöfn 2-2, Grindvíkingar hafa yfir 2-0 gegn KR, ÍBV er yfir 2-0 gegn Skagamönnum í Eyjum og markalaust er hjá Víkingi og FH. Sport 22.6.2006 20:12
Áttunda umferðin að hefjast Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur nú í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. Breiðablik tekur á móti Fylki, Grindavík fær KR í heimsókn, Skagamenn fara til Eyja og þá taka Víkingar á móti Íslandsmeisturum FH í Fossvoginum. Sport 22.6.2006 19:05
Steindautt jafntefli á Laugardalsvelli Valsmenn og Keflvíkingar skildu jafnir 0-0 í fyrsta leik 8. umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var spilaður við kjöraðstæður í blíðunni í Laugardalnum, en engin mörk litu dagsins ljós og liðin skiptu með sér stigunum. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld. Sport 21.6.2006 22:57
Valur - Keflavík að hefjast Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Valsmenn taka á móti Keflvíkingum á Laugardalsvelli og er þetta fyrsti leikurinn í áttundu umferð deildarinnar, sem klárast svo annað kvöld. Valsmenn eru í 6. sæti deildarinnar með 10 stig og Keflvíkingar í því 7. með 7 stig. Sport 21.6.2006 19:05
Íslenska kvennalandsliðið sigraði Portúgal Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri íslenska liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra markið á 40. mínútu. Það var svo Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem bætti við glæsilegu marki beint úr hornspyrnu á 86. mínútu. Margrét Lára skoraði svo annað mark sitt í leiknum á 89. mínútu. Íslenska liðið lék mjög vel í leiknum. Sport 18.6.2006 17:38
Blikarnir hafa tapað flestum stigum Nýliðar Breiðabliks töpuðu niður forskoti fjórða leikinn í röð í Landsbankadeild karla á Akranesi í gær og eru það lið í deildinni sem hefur tapað langflestum stigum í fyrstu sjö umferðunum. Að tapa stigum telst það þegar lið tapa eða gera jafntefli í leikjum sem þau hafa haft forustu í. Grindvíkingar koma þeim næstir en þeir eru líka það lið sem hefur unnið sér inn flest stig eftir að hafa verið undir í leikjum sínum. Sport 16.6.2006 13:21
Willum Þór ósigraður í Grindavík Willum Þór Þórssyni hefur gengið vel með sín lið þegar hann hefur heimsótt Grindvíkinga þótt ekki hafi Valsmönnum tekist að koma með öll stigin heim úr leik sínum þar í gær. Þetta var sjötti leikur liðs undir stjórn Willums Þór á Grindavíkurvelli og hans lið hafa náð í 14 af 18 stigum í boði eða 78% stiganna. Markatalan er, 7-2, liðum Willums í vil. Sport 16.6.2006 13:13
FH lagði ÍBV Íslandsmeistarar FH lögðu ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeildinni í kvöld. KR lagði Víking 1-0, Skagamenn lögðu Blika 2-1 og Grindavík og Valur skildu jöfn 1-1 í Grindavík. Sport 15.6.2006 21:28
Pétur skoraði eftir 30 sekúndur í Kaplakrika Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Staðan í leik FH og ÍBV í Kaplakrika er 1-1. Pétur Runólfsson kom gestunum yfir eftir aðeins 30 sekúndur, en Atli Viðar Björnsson jafnaði á 31. mínútu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Val í Grindavík þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark heimamanna. Þá er markalaust hjá KR og Víkingi í vesturbænum, eins og hjá ÍA og Blikum á Skaganum. Sport 15.6.2006 20:28
Kekic hættur hjá Grindavík Hinn fjölhæfi leikmaður Sinisa Kekic, sem leikið hefur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni undanfarin ár, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Kekic lenti í deilum við þjálfarann Sigurð Jónsson á dögunum, en Sigurður staðfesti þessi tíðindi á fréttavef Víkurfrétta síðdegis í dag. Sport 15.6.2006 19:37
Viktor Bjarki bestur Víkingsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson var í dag útnefndur besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en það eru íþróttafréttamenn og fulltrúar Landsbankans sem standa að valinu. Þá var einnig valið úrvalslið umferðanna, besti þjálfarinn og besti dómarinn. Sport 13.6.2006 17:28
KR lá í Eyjum Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga. Sport 12.6.2006 22:28
Markalaust í Árbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum. Sport 12.6.2006 20:07
FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni. Sport 11.6.2006 21:04
Blikar yfir gegn FH Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik. Sport 11.6.2006 20:04
Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram? Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína. Sport 11.6.2006 18:35
Aftur frestað í Eyjum Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15. Sport 11.6.2006 16:21
KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997 Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni. Sport 11.6.2006 14:07
Fullt hús hjá Valsstúlkum Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig. Sport 10.6.2006 19:53