TikTok
Valdi fallegasta karlmanninn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ljóstraði upp um það hver henni þætti fallegasti karlmaður heims. Valið stóð á milli nokkurra Hollywood-leikara og hávaxins varnarmanns.
„Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“
Hrannar Björnsson uppgötvaði sem táningur að hægt væri að hafa lifibrauð af grín- og sketsagerð. Hann fór því í nám til New York eftir menntaskóla, lærði þar spunaleik og stofnaði sketsahóp með vinkonum sínum. Boltinn fór að rúlla þegar 45 milljónir manna horfðu á eitt myndbanda hans og er hópurinn nú í viðræðum um gerð á sjónvarpsþætti.
Hvað þýðir „six-seven“?
Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun?
Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um.
„Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“
Átta mánaða íslensk stúlka hefur vakið heimsathygli eftir að hún fékk gleraugu og sá heiminn í nýju ljósi. Milljónir hafa horft á myndband af augnablikinu á samfélagsmiðlum, en það kom fjölskyldunni nokkuð í opna skjöldu þegar heimsfræg poppstjarna deildi myndbandinu á dögunum.
Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn
Rúmlega 140 milljónir manna hafa horft á TikTok-myndband af viðbrögðum íslensks ungabarns við því að fá gleraugu í fyrsta sinn. Nýjasti aðdáendi þess er engin annar en poppstjarnan Britney Spears sem birti myndbandið á Instagram-síðu sinni.
Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“
Kjartan Logi Sigurjónsson hefur nýverið vakið mikla athygli fyrir grínsketsa á TikTok og Instagram. Hann birtir daglega nýjan skets og tugþúsundir manna hafa horft á marga þeirra. Kjartan á ekki langt að sækja grínið enda sonur Sigurjóns Kjartansonar.
TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu
„Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff,“ segir hin 26 ára gamla athafnakona Sofia Elsie Nielsen sem var að koma heim úr ógleymanlegri vinnuferð til Suður-Kóreu. Hún segir Seoul orðna sína eftirlætis borg og fékk endalausar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera í gegnum TikTok.
Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum.
Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi
Þýska fótboltafélagið Borussia Dortmund hefur beðist afsökunar á að hafa gert grín að stami velskrar konu.
Nálgast samkomulag um TikTok
Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn.
Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn
Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019.
Frestar aftur TikTok-banni
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frestað aftur banni samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum í níutíu daga. TikTok bannið átti fyrst að taka gildi í janúar.
Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin
Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna.
„Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“
Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hefur glímt við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) frá unglingsaldri. Hún hefur farið í gegnum ótal stundir þar sem hún hefur spurt sig, aftur og aftur, hvort hún gæti mögulega verið að ljúga að sjálfri sér, hvort hún hafi sagt eitthvað rangt, eða jafnvel hvort hún gæti, án þess að vilja það, skaðað einhvern.
Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína.
Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla?
Hver myndi vinna slag milli hundrað gaura og einnar górilla? Þessi spurning hefur tröllriðið netheimum undanfarið. Górillan er margfalt sterkari en meðalmaður en mennirnir eru aftur á móti ansi margir. Sérfræðingar virðast sammála um úrslit bardagans.
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Við erum fámenn þjóð, og þar af leiðandi einsleit og þess vegna hættir okkur til að fara inn í kassann. Ég upplifi það oft eins og maður megi ekki tala um það sem er að, það sem er öðruvísi eða óþægilegt,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, móðir sjö ára drengs sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Fyrir tæpu ári byrjaði Gunnhildur að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún talar opinskátt og einlægt um reynslu sína.
Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina
Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni.
TikTok hólpið í bili
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið.
Bezos sagður hafa boðið í Tiktok
Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu.
Addison Rae á Íslandi
Tónlistarkonan og samfélagsmiðlastjarnan Addison Rae er stödd á Íslandi.
Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei
Hrefna Björk Sigvaldadóttir er ein af um 220 konum sem greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Greiningin er nýleg en mannleg mistök leiddu til þess að hún fékk ekki mikilvægar upplýsingar fyrir sjö árum - að hún væri arfberi brakkagensins sem stóreykur líkur á brjóstakrabbameini. Hún er hugsi yfir mistökunum en ætlar ekki að láta lífsógnandi sjúkdóm skilgreina sig og tekur slaginn ásamt fjölskyldu sinni og hundinum Júlíusi Skugga, á hreinskilinn og opinskáan hátt.
Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um
Almannarýmið er í eigu stórfyrirtækja og er á samfélagsmiðlum. Líkja má stöðunni við leik án leikreglna, dómara og vallar. Með hverju árinu verður leikurinn flóknari og við eigum sífellt erfiðara með að fylgjast með.
MrBeast gerir tilboð í TikTok
YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.
TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða
Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans.
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik
Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta.
„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar
Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi.
TikTok bann í Bandaríkjunum
TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið.
Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað
Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir.